Leita í fréttum mbl.is

Frábćr allegoría og mögnuđ stríđsárabók (Bókablogg IV)

Ţađ er međ nokkru hiki ađ ég held áfram ađ blogga um bćkur. Rétt eftir ađ ég skrifađi frekar lofsamlega um Falska nótu Ragnars Jónassonar í vikunni sátu ţau í sjónvarpinu Kolla og Páll Baldvin og rökkuđu sömu bók niđur af slíkum ofsa ađ  annađ eins hefur líklega ekki sést síđan Arnaldur gaf út sína fyrstu bók. Ađ vísu ekki leiđum ađ líkjast fyrir sakamálahöfund og vonandi ađ hinn ungi höfundur láti ekki slá sig útaf laginu. Sjálfur sá ég ekki Kiljuţáttinn fyrr en daginn eftir og var ţví fráleitt ađ skrifast á viđ ţáttakorn ţetta.

folsknota.jpg

Ungir rithöfundar eru vitaskuld ţađ mikilvćgasta og ţessvegna er rétt ađ fagna ţví hvađ viđ eigum ţar marga efnilega. Einn ţessara er Óttar Norđfjörđ sem sýndi góđa byrjunartakta í Hníf Abrahams án ţess ađ ţar vćri nein snilld á ferđinni. Nú sendir Óttar frá sér bókina Paradísarborg sem er snilldarleg allegóría um íslenskt samfélag og íslenska hruniđ en um leiđ svo margt annađ. paradisarborgin.jpg

Bókarhöfundur spilar hér á svipađar nótur og ţeir meistararnir Brecht í Brennuvörgunum  og Ionesco í Nashyrningunum. Ég fć mig ekki til ađ segja of mikiđ frá söguţrćđinum, ţađ er ljótt gagnvart ţeim sem eiga eftir ađ lesa en lýsingar á kassalaga stjórnmálamönnum međ hrokafulla sérfrćđinga sér viđ hliđ ađ réttlćta hrun og eyđileggingu hitta í mark. Sefjunin, lygin, örvćntingin og okkar eilífa undanlátssemi.

dottir_maedra_minna.jpgŢriđji ungi höfundurinn sem hér verđur nefndur er Sindri Freysson (hann er enn undir fertugu, Óttar er held ég varla ţrítugur og Ragnar rétt kominn á fertugsaldur).  Sindri sendir frá sér seiđmagnađa sögulega skáldsögu, Dóttir mćđra minna, sem er af örlögum nokkurra ísfirskra kvenna á stríđsárunum. Mig skortir heimildir um ţađ ađ hve miklu leyti saga Sindra er sannsöguleg en hún er fyrst og fremst mögnuđ lýsing á fólki, barattu ţess og örlögum. Hnausţykkur dođrantur og hverrar blađsíđu virđi.

(Eftir ţennan lestur kunna einhverjir ađ spyrja hvort ég telji einfaldlega allar bćkur góđar, en ţađ er fráleitt svo og meirihluta ţeirra bóka sem ég byrja á legg ég frá mér hálflesnar. En ég er bóksali og kýs hér ađ fara ţá leiđ ađ blogga síđur um bćkur sem mér líkar afleitlega viđ)

 

 


Alltaf sama sagan og magnađ byrjendaverk! (Bókablogg III)

folsknota.jpgFölsk nóta heitir spennusaga eftir Ragnar Jónasson ţýđanda og lögfrćđing í Reykjavík. Byrjendaverk höfundar sem er ađeins 33 ára gamall en hefur reyndar fengist viđ ţýđingar á Agöthu Christie frá árinu 1994,- byrjađi semsagt sem ţýđandi 18 ára gamall og bókin ber ţađ međ sér ađ höfundur hefur gott vald á rituđu máli. Ţađ sem samt einkennir Ragnar sem spennusagnahöfund eru tök hans á spennunni. Ég er sjálfur í ţeim hópi ađ ég legg spennusögur oft frá mér hálfklárađar og les ekkert sérstaklega mikiđ af ţeim. Bók Ragnars er aftur á móti svo einstaklega spennandi ađ ég á bágt međ ađ ímynda mér ađ nokkur láti hana frá sér óklárađa.

Ţar međ er ekki sagt ađ verkiđ sé gallalaust. Persónusköpun mćtti vera dýpri og kynni okkar af innra lífi persónanna meiri. Engu ađ síđur get ég tekiđ undir međ Ármanni Jakobssyni sem segir um ţessa bók ađ hér kveđi viđ nýjan  tón í íslensku glćpasagnahljómsveitinni.

Ég hef gert mér ađ reglu ađ skrifa um tvćr bćkur í senn og ćtla  ađ halda ţeim siđ ţó ég geri mér fulla grein fyrir ađ afmćlisbók Ţórarins Eldjárns eigi fullan rétt á ađ sérstakri bloggfćrslu. thorarinneldjarn.jpgÁ hinn bóginn ţolir frćgđ Ţórarins og fćrni ţađ betur en margt ađ ekki sé gćtt allrar háttvísi hér á síđunni. Smásagnasafn höfundar sem kom út fyrir nokkrum vikum ber heitiđ Alltaf sama sagan og öfugt viđ ţađ sem ćtla mćtti af heitinu ţá er Ţórarinn ekki alltaf ađ segja okkur sömu söguna eđa samsorta sögur.

En sögurnar eiga ţađ allar sameiginlegt ađ vera ljúfar, hnyttnar og sumar eins og hálfvegis göldróttar. 

Ég gef ekki stjörnur en ef ég gerđi ţađ ţá fengi Ţórarinn ađ minnsta kosti einni stjörnu fleiri en Ragnar sem fengi alveg uppundir jafn margar stjörnur og Yrsa, ćtti kannski ađ vera hálfri neđar en fengi ţessa hálfu fyrir ađ ţetta er byrjendaverk, já og svo af ţví ađ ég er nú ađ tala um Ţórarinn en ekki Yrsu ţá fengi Ţórarinn allmargar stjörnur en ekki eins margar og á sínum bestu dögum eins og í löngu sögunum eđa Disneyrímunum en ţađ tengist ađ einhverju leyti ţeirri sérvisku minni ađ lesa síđur smásögur en lengri sögur og ţannig ritdómari á nú eiginlega ekki skiliđ ađ fá margar stjörnur fyrir ađ skrifa ritdóma og hananú!


Aftur til Pompei og verđlaunabók af Bakkanum (Jólabókablogg III)

Ţađ er gróska í unglingabókum og ţađ er gott. Viđ Sunnlendingar ađ vonum svoldiđ montnir yfir ađ eiga verđlaunahöfundinn Guđmund Brynjólfsson á Eyrarbakka sem hlaut íslensku barnabókaverđlaunin fyrir "Ţvílíka viku." Lipurlega skrifađur texti og sannfćrandi fyrir óţekkt og ţankagang nútíma unglinga. Hefđi viljađ lesa bók sem ţessa međan ég sjálfur átti unglinga og getađ ţá lagt betra mat á hversu vel höfundi tekst ađ komast inn í ţankagang ţessara undarlegu vera. En hafandi aliđ ţá upp fjóra og ráma í margt sem ég les í bók Guđmundar held ég ađ hann sé vel ađ íslensku barnabókaverđlaununum kominn.aftur_til_pompei_2.jpg

Annar verđlaunahöfundur sem hefur slegiđ í gegn síđustu tíu árin er svíinn Kim M. Kimselius sem sendi áriđ 1997 frá sér bókina Tillbakka till Pompeji. Elín Guđmundsdóttir ţýđandi hjá Urđi hefur nú snarađ ţessari fyrstu bók Kimseliusar og ţess má geta ađ saman heimsćkja ţćr, höfundur og ţýđandi, Sunnlenska bókakaffiđ á miđvikudaginn kemur og verđa um hádegisbil viđ upplestur og áritanir bóka.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Höfundur

Bókakaffið á Selfossi

NETVERSLUN OKKAR, netbokabud.is - yfir tólf þúsund titlar á frábæru verði

Bókakaffið er kaffihús og bókaverslun að Austurvegi 22 á Selfossi. Við verslum með bæði nýjar og gamlar bækur. Hér birtum umsagnir um bækur og fréttir úr kaffihúsinu og netbúðinni. Við erum líka á fésbókinni. Netfang: bokakaffid@bokakaffid.is

Sept. 2025
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband