Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bækur

Veður af graðhesti


Kanill, ný ljóðabók Sigríðar Jónsdóttur fær frábæra dóma á vefritinu Druslubækur og doðrantar.

Þetta er lítil, ferköntuð bók í glansandi bleikri kápu með gylltum stöfum, skemmtilega extravagant hönnun og sannarlega ekki það sem ég hefði almennt búist við af Sæmundi, útgáfufélagi Sunnlenska bókakaffisins!

sigurdar_saga_fots_utgafuteiti_075.jpg

Það er Kristín Svava Tómasdóttir sem svo ritar á þessum ágæta bókavef og heldur áfram:

En bókin heitir sumsé Kanill: ævintýri og örfá ljóð um kynlíf og samanstendur af sjö erótískum ljóðum og einu ævintýri. Ég verð að segja að mér finnst erótíkin bara frekar vel heppnuð, sem er ekki lítill sigur, hún er eitthvað svo vandmeðfarin og verður auðveldlega áreynslukennd og tilgerðarleg. Hér er erótíkin prakkaraleg og opinská og snýst mjög um það hvað það er þrúgandi að leggja hömlur á kynferðið, eins og er auðvitað ekki síst gert í tilfelli kvenna. Mér finnst hin frelsandi erótík konunnar stundum eiga það til verða hálfvæmin – einhver svona Píkusögufílingur – en þessi er alveg laus við það.

En nú ætla ég ekki að stelpa glæpnum alveg af hinum góða bókakonum en hvet lesendur til að lesa áfram greinina Veður af graðhesti á vefritinu sjálfu, hér. 

(Skáldið Sigríður er hér til hægri á mynd með allt annarri Kristínu, mér skyldri).


Höfundur

Bókakaffið á Selfossi

NETVERSLUN OKKAR, netbokabud.is - yfir tólf þúsund titlar á frábæru verði

Bókakaffið er kaffihús og bókaverslun að Austurvegi 22 á Selfossi. Við verslum með bæði nýjar og gamlar bækur. Hér birtum umsagnir um bækur og fréttir úr kaffihúsinu og netbúðinni. Við erum líka á fésbókinni. Netfang: bokakaffid@bokakaffid.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband