Leita í fréttum mbl.is

Vinsćlast; ljóđ, húmor og lífstílsbćkur

Ljóđabókin Árleysi alda eftir Bjarka Karlsson er tvímćlalaust hit ársins í Sunnlenska bókakaffinu.  Annars lítur metsölulisti bókabúđa yfirleitt allt öđruvísi út en metsölulist stórmarkađanna ţar sem Yrsa og Arnaldur bítast um efstu sćtin. Í bókabúđum er gert út á úrvaliđ og ţví selst stundum jafn mikiđ af fyrstu bók í einhverjum bókaflokki og ţeirri nýjustu. Dćmi um ţetta eru barnabćkur Gunnars Helgasonar en ţar seldist nćr jafn mikiđ af fyrstu bókinni Víti í Vestmannaeyjum og af nýjustu bókinni Rangstćđur í Reykjavík. Í svona bókaflokki er nefnilega skemmtilegra ađ kynnast söguhetjunum frá byrjun.

Vinsćlustu barna- og unlingabćkurnar  ţessara jóla voru annars Tímakistan eftir Andra Snć Magnason, Vísindabók Villa eftir Vihelm Anton Jónsson og Afbrigđi eftir Veronicu Roth.

Af íslenskum skáldsögum seldist mest bókin Fiskarnir hafa enga fćtur eftir Jón Kalman Stefánsson, Stúlka međ maga eftir Ţórunni Erlu og Valdimarsdóttur og Sćmd eftir Guđmund Andra Thorsson. Vinsćlasta ţýdda skáldsagan á árinu  er Mađur sem heitir Ove eftir Fredrick Backman en hástökkvari jólanna var Ólćsinginn sem kunni ađ reikna  eftir Jonas Jonasson.

Vinsćlasta ćvisaga ársins í Bókakaffinu er sagan Sigrún og Friđgeir eftir Sigrúnu Pálsdóttur, ţá var bókin Gullin ský – Ćvisaga Helena (Eyjólfsdóttir) rituđ af Óskari Ţ. Halldórssyni vinsćl og einnig bók Ragnars skjálfta, Ţađ skelfur.

Í fyrra voru bćkur um hár og hárgreiđslu einkar vinsćlar en ţetta áriđ voru ţađ hinar ýmsu matreiđslu- og megrunarbćkur og af megrunarbókum voru ţađ LKL – bćkurnar  (Lág kolvetna lífstíll) sem runnu út, í sumarog haus,t eins og heitar lummur. Ţá voru bćkur međ skemmtisögum og húmor vinsćlar og má ţar nefna vísna- og gamansagnabók gangnamanna í Svarfađardalnum, Krosshólshlátur, Skagfirskar skemmtisögur í samantekt Björns Jóhanns Björnssonar og bók Guđna Ágústssonar, Guđni: léttur í lund

Í upphafi var greint frá ţví ađ  landinn sćkir greinilega enn í hefđbundin ljóđ og ,,ljóđiđ ratar greinilega enn til sinna” og ţađ gerđi nýjasta ljóđabók Ţorsteins frá Hamri, Skessukatlar,  einnig en hún seldist upp í búđinni og hjá útgefanda og var ţví ófánleg síđustu dagana fyrir jól. Ţá var nýjasta ljóđabók Sigríđar Jónsdóttur Undir ósýnilegu tré einnig vinsćl.

Af ţessari umfjöllun má sjá ađ fjölbreytnin og gróskan er mikil og auđvitađ seldust Lygi eftir Yrsu Sigurđardóttur og Skuggasund eftir Arnald Indriđason alveg ágćtlega í Sunnlenska bókakaffinu eins og annar stađar. En ţađ er samt mat okkar bóksalanna ađ landinn sćki orđiđ jafn mikiđ í húmor og spennu. Til marks um ţađ eru hinar ýmsu gamansagnabćkur og bćkurnar Mađur sem heitir Ove og Ólćsinginn sem kunni ađ reikna.

 

Elín Gunnlaugsdóttir 

 


Sumarlesningin mín

Ég hef veriđ dálítiđ föst í spennusögum ţetta sumariđ, ađ hluta til út af  starfi mínu í bókabúđinni. Ţađ er alltaf gott ađ ţekkja ađeins til höfundanna og ţađ eru jú spennusögurnar sem seljast hvađ mest á sumrin.

Ég hóf sumariđ á ţví ađ lesa sprellfjörugan kósýkrimma sem ber nafniđ Kaffi og rán og er eftir Catharinu Ingelman-Sundberg. Sagan fjallar um gamalmenni sem búa á elliheimili ţar sem allt er fremur naumt skammtađ og maturinn er bragđlaus. Til ađ hressa ađeins uppá tilveruna ákveđa ţau ađ fremja rán. Sagan er bráđskemmtileg og á köflum spennandi. Hún  minnir mann líka á ađ öll höfum viđ okkar vćntingar sama á hvađa aldri viđ erum.

Nćsti krimmi sem lenti á náttborđinu var Dauđaengillinn eftir Söru Blćdel. Dauđaengillinn óskaplega verđmćt glermynd sem hefur veriđ í eigu sömu fjölskydunnar í langan tíma. Dauđaengillinn hverfur og sömuleiđis fjölskyldufađirinn. Sagan fléttast ađ mestu í kringum glermyndina og ég verđ ađ segja ađ mér fannst hvorki sagan né persónusköpunin trúverđug.

Djöflatindur eftir Deon Meyer er aftur á móti frábćr spennusaga. Sagan gerist í Höfđaborg í Suđur-Afríku og ađal söguhetjan er Benny, einkar drykkfelldur lögreglumađur, hann er viđ ţađ ađ missa konuna út af drykkju sinni en um leiđ glímir hann viđ erfitt mál. Benny eltist viđ morđingja sem hefur lýst barnaníđingum einkastríđ á hendur. Margar ađrar  áhugaverđar persónur koma viđ sögu og hitinn og ólgan í Suđur-Afríku skila sér vel í gegnum sögunna.

Eftir ţennan lestur fannst mér nú nóg komiđ af spennusögum. Nćsta bók sem lenti á náttborđinu var Indian Nocturne eftir ítalann Antonio Tabucchi. Bókin fjallar um mann sem fer ađ leita vini sínum á Indlandi, en ţađ hefur ekkert heyrst frá honum í heilt ár. Bókin kom fyrst út áriđ 1984 og gerist ţví fyrir tíma internets og snjallsíma. Ţetta er áleitin saga og í lok bókarinnar veit mađur ekki hvort vinurinn og sá sem er ađ leita ađ honum, séu í rauninni einn og sami mađurinn. Ég veit ekki hvort ţessi bók fćst á Íslandi, en ţeir sem eru tćknivćddir geta kannski keypt hana sem rafbók eđa pantađ hana Amazon.

Ég var búin ađ vera um klukkutíma í  einni af frćgustu bókabúđum Parísarborgar, Shakespeare and Company, ţegar ég rakst á bókina Parísarkonan eftir Paulu McLain. Bókin kom út á íslensku fyrir seinustu jól og ég hafđi heyrt talađ vel um hana. Ég hef samt ekki lagt í ađ lesa hana fyrr en nú, ţađ eru til svo margar bćkur og bíómyndir um París og margar ţeirra eru mjög klisjukenndar. Mér finnst Paulu Mclain takast í ţessari sögu ađ ţrćđa framhjá flestum Parísarklisjum. Í bókinni segir frá sambandi Hadley Richardsson og Ernest Hemingway, en hún var fyrsta konan hans. Sagan hefst í Chicago, en berst svo til Parísar. Höfundi bókarinnar tekst ađ draga upp mjög sannfćrandi mynd af Hadley og hefur greinilega góđa ţekkingu á verkum Hemingway. Frásagnarstíllinn er meira ađ segja töluvert í anda Hemingways. Sagan gefur góđa mynd af ţví hvernig lífiđ var í París á árunum 1920-1925, en einnig má segja ađ hún sýni vel hvernig rithöfundurinn Ernest Hemingway verđur til. Hemingway skrifađi vissulega um ţetta sjálfur í Veislu í farangrinum, en í Parísarkonunni er sagan sögđu út frá sjónarhóli konunnar og ţađ er töluvert annađ sjónarhorn. Sagan vakti mig einnig til umhugsunar um stöđu konunnar á ţessum árum. Hadley tekur hlutverk sitt sem eiginkona mjög alvarlega og er greinilega hćgri hönd Ernest (ef ekki líka vinstri) og međ ţađ í huga er kennski enn ţá sorglegra hvernig samband ţeirra endar.

Fleiri bćkur hafa legiđ á náttborđinu í sumar en ţađ verđur ekki fjallađ um ţćr í ţessum pistli. Kannski síđar.

Elín Gunnlaugsdóttir


Vinsćlustu bćkurnar

Góđ sala hefur veriđ á bókum í Sunnlenska bókakaffinu fyrir jólin sem og á árinu öllu. Vinsćlustu íslensku skáldverkin eru Mensalder eftir Bjarna Harđarson, Ljósmóđirin eftir Eyrúnu Ingadóttur og
Ósjálfrátt eftir Auđi Jónsdóttur. Allar ţessar bćkur hafa fengiđ góđa dóma og í Mensalder og Ljósmóđurinni er sögusviđiđ sunnlenskt og höfđar ţví enn frekar til lesanda á Suđurlandi.

Í ćvisögum á Gísli á Uppsölum eftir Ingibjörgu Reynisdóttur vinninginn og Elly (um Elly Vilhjálms) eftir Margréti Blöndal fylgir fast á eftir. Núna á allra síđustu dögum hefur salan á Appelsínum frá Abkasíu eftir Jón Ólafsson tekiđ góđan sölukipp.

Limrubókin í samantekt Péturs Blöndals blađamanns er tvímćlalaust söluhćsta ljóđbókin og textar Megasar frá 1966-2011 hafa veriđ vinsćlir, en eru ţví miđur uppseldir hjá útgefanda.

Hrafnsauga eftir Kjartan Yngva Björnsson og Snćbjörn Brynjarsson er vinsćlasta barnabókin í ár, enda margverđlaunuđ. Reisubók Ólafíu Arndísar eftir Kristjönu Friđbjörnsdóttur er sömuleiđis vinsćl, en hún er uppseld hjá útgefanda. Sunnlenska barnabókin Kattasamsćriđ eftir Guđmund Brynjólfsson er vinsćl bók, en Guđmundur býr á Eyrarbakka og Suđurland er ţví hans heimasvćđi.

Í ţýddum bókum hefur Hungurleikaserían eftir Suzanne Collins vinninginn yfir áriđ, ađrar vinsćlar bćkur eru Hin órtúlega pílagrímsganga Harolds Fry eftir Rachel Joyce og Englasmiđurinn eftir Camillu Läckberg. Fyrir jólin hafa Krúnuleikar eftir George R.R. Martin veriđ vinsćlasta ţýdda bókin.

Ađ lokum má geta ţess ađ Heilsuréttir fjölskyldunnar eftir Berglindi Sigmarsdóttur er vinsćlasta matreiđslubók ársins og bókin Háriđ eftir Theodóru Mjöll er vinsćlasta bókin í flokki bóka almenns efnis. Ţá er Almanak HÍ (eđa háskólans) alltaf sívinsćlt. Ţví má ćtla ađ Sunnlendingar borđi í framtíđinni hollari mat og ađ ţeir gangi á nýju ári um bćinn međ fallega greitt hár og séu vel upplýstir um sjávarföll viđ strendur landins.


Nćsta síđa »

Höfundur

Bókakaffið á Selfossi

NETVERSLUN OKKAR, netbokabud.is - yfir tólf þúsund titlar á frábæru verði

Bókakaffið er kaffihús og bókaverslun að Austurvegi 22 á Selfossi. Við verslum með bæði nýjar og gamlar bækur. Hér birtum umsagnir um bækur og fréttir úr kaffihúsinu og netbúðinni. Við erum líka á fésbókinni. Netfang: bokakaffid@bokakaffid.is

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband