Leita í fréttum mbl.is

Sigurðar saga fóts

Út er komin bókin Sigurðar saga fóts sem er önnur skáldsaga bloggara. Í fyrra kom út bókin Svo skal dansa sem fékk góða dóma. Útgefandi Sigurðar fóts er Sæmundur sem er útgáfufélag rekið af Sunnlenska bókakaffinu á Selfossi.sigur_ar_saga_fots_kapa.jpg

Sigurðar saga fóts er íslensk riddarasaga úr samtímanum skrifuð undir rokkuðum takti meistara Megasar en texti hans og lag um Basil fursta leiðir söguna. Við sögu koma Fiddarnir dularfullu, glæpakvendið Stella, framsóknarklerkurinn séra Brynjólfur, mafíósinn Kex Wragadijp og hetjur viðskiptanna í byrjun 21. aldarinnar. Söguhetjan Sigurður fótur veit sér alla vegi færa og að sérhver þeirra liggur fyrr eða síðar fram af bjargbrúninni. Eftir að þjóðin tekur þá trú að hann sé ríkur maður kaupir hann fyrir kurteisissakir stærsta banka landsins af frú forsætisráðherra.

Í sögulok leitar hetjan upprunans og hittir hetjur barnæskunnar fyrir í afskekktum dal langt handan við siðmenninguna.

Kafli úr bókinni birtist hér: http://bjarnihardar.blog.is/blog/bjarnihardar/entry/1110935


Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með bókina, Bjarni minn og takk fyrir eintakið.  Ég hlakka til að lesa hana aftur þegar ég verð orðin læs á ný.  Hún er vel þess virði að tvílesa, jafnvel þrílesa :)

Harpa (IP-tala skráð) 30.10.2010 kl. 16:59

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Til hamingju með bókina Bjarni.

Einhverra hluta vegna dettur mér í hug að söguhetjunni svipi eitthvað til hins mikla snilldarmennis Börs júníor, og er þá ekki leiðum að líkjast.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 30.10.2010 kl. 22:49

3 identicon

Til hamingju.

Hlakka til að lesa.

Kveðja,

Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 31.10.2010 kl. 11:49

4 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Já til hamingju með Bókina,Barni bloggvinur kem til með að lesa hana,gef þá komennt/Kveðja

Haraldur Haraldsson, 1.11.2010 kl. 20:56

5 identicon

fóts?

Glúmur (IP-tala skráð) 3.11.2010 kl. 21:58

6 Smámynd: Bjarni Harðarson

já, fóts, eins og það er beygt í hinni fornu riddarasögu, mun fallegri beyging heldur en nútimabeygingin sem er fótar...

Bjarni Harðarson, 3.11.2010 kl. 22:39

Höfundur

Bókakaffið á Selfossi

NETVERSLUN OKKAR, netbokabud.is - yfir tólf þúsund titlar á frábæru verði

Bókakaffið er kaffihús og bókaverslun að Austurvegi 22 á Selfossi. Við verslum með bæði nýjar og gamlar bækur. Hér birtum umsagnir um bækur og fréttir úr kaffihúsinu og netbúðinni. Við erum líka á fésbókinni. Netfang: bokakaffid@bokakaffid.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband