Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2010

Sumarlandið enn á toppnum!

Metsölubækur vikunnar 8. - 14. des.

1) Sumarlandið - Höf. Guðmundur Kristinsson - Útg. Árnesútgáfan (1)
2) Vestfirskar konur- Höf. Finnbogi Hermansson - Útg. Vestfirska (ný)
3) Ég man þig - Höf. Yrsa Sigurðardóttir - Útg. Veröld (ný)
4) Sagan af Þuríði formanni - Höf. Brynjúlfur Jónsson - Útg. Sæmundur (2)
5) Svar við bréfi Helgu - Höf. Bergsveinn Birgisson - Útg. Bjartur (ai)
6) Refaskyttan hugljúfa - Höf. Sveinn Runólfss.&Jón R. Björnss. - Útg. Sveinn Runólfss. (ný)
7) Bók fyrir forvitnar stelpur - Höf. Kristín og Þóra Tómasdætur (ný)
8) Sigurðar saga fóts - Höf. Bjarni Harðarson - Útg. Sæmundur (4)
9) Hreinsun - Höf. Sofi Oksanen - Útg. Mál og menning (ai)
10) Bréf til næturinnar - Höf. Kristín Jónsdóttir - Útg. Félag ljóðunnenda á Austurlandi (ai)


Hápunktur í bókakynningum í Sunnlenska bókakaffinu


Fjöldi rithöfunda heimsækir Sunnlenska bókakaffið í vikunni enda jólabókavertíðin í háflæði. Fimmtudaginn 9. desember mæta Bragi Ólafsson, Unnur Karlsdóttir, Ingibjörg Elsa Björnsdóttir og Jón M. Ívarsson og lesa úr verkum sínum.

Fimmtudagslestur:
Bragi er höfundur skáldsögu sem hlotið hefur tilnefningu til bókmenntaverðlauna og heitir: Handritið að kvikmynd Arnar Featherby og Jóns Magnússonar um uppnámið á veitingahúsinu eftir Jenný Alexson. Unnur Birna Karlsdóttir sagnfræðingur er höfundur bókarinnar Þar sem fossarnir falla. Í henni er gerð grein fyrir sögu virkjana og nýtingar fallvatna síðastliðin 100 ár. Ingibjörg Elsa Björnsdóttir þýðir Dæmisögur Tolstojs og Jón M. Ívarsson sagnfræðingur er höfundur bókarinnar HSK í 100 ár sem er stórvirki í héraðssögu Suðurlands.
Bækurnar sem lesið er úr verða á tilboði þetta kvöld. Upplestur á fimmtudagskvöldum hefst klukkan 20, ókeypis aðgangur og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Lesið úr barnabókum:
Laugardaginn 11. desember kl. 14:30 verður barnabókaupplestur í Sunnlenska bókakaffinu. Þá mæta Sigrún Eldjárn, Áslaug Ólafsdóttir, Auður Ösp Guðmundsdóttir og Embla Vigfúsdóttir. Sigrún les úr bókum sínum Forngripasafnið, Iðnir karkkar og Árstíðirnar en sú síðarnefnda er gerð í samvinnu við bróður hennar Þórarin Eldjárn. Áslaug les úr Stafasúpunni og að síðustu eru þær stöllur Auður Ösp og Embla með bókina Loðmar. Spennandi dagskrá fyrir börn á aldrinum þriggja til þrjú hundruð ára. 10% afsláttur verður á öllum barnabókum þennan dag.


Sumarlandið í fyrsta sæti á metsölulista vikunnar

Það eru greinilega margir sem hafa áhuga á viðtölum við framliðna. Sumarlandið rýkur út eins og heitar lummur. Annars lítur metsölulisti frá 24. - 30. nóv. svona út:

1) Sumarlandið - Höf. Guðmundur Kristinsson - Útg. Árnesútgáfan (3)
2) Lífsleikni Njálu - Höf. Arthúr Björgvin Bollason - Útg. A4 (ný)
3) Hreinsun - Höf. Sofi Oksanen - Útg. Mál og menning (ai)
4) Svar við bréfi Helgu - Höf. Bergsveinn Birgisson - Útg. Bjartur (ný)
5) Sigurðar saga fóts - Höf. Bjarni Harðarson - Útg. Sæmundur (2)


Höfundur

Bókakaffið á Selfossi

NETVERSLUN OKKAR, netbokabud.is - yfir tólf þúsund titlar á frábæru verði

Bókakaffið er kaffihús og bókaverslun að Austurvegi 22 á Selfossi. Við verslum með bæði nýjar og gamlar bækur. Hér birtum umsagnir um bækur og fréttir úr kaffihúsinu og netbúðinni. Við erum líka á fésbókinni. Netfang: bokakaffid@bokakaffid.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband