Leita í fréttum mbl.is

Helgi Ívarsson kominn á bók

sagnabrot_helga_i_holum_kapa

Í vikunni kom út á vegum Sunnlensku bókaútgáfunnar úrval af skrifum Helga Ívarssonar og heitir bókin Sagnabrot Helga í Hólum. Helgi var sem kunnugt er fastur dálkahöfundur á Sunnlenska fréttablaðinu síðustu æviár sín. Sameiginleg útgáfuhátíð vegna bókar Helga og bókarinnar Vökulok sem Sögufélag Árnesinga gefur út verður í Tryggvaskála næstkomandi sunnudag klukkan 16.

-----

Bókin Sagnabrot Helga í Hólum geymir úrval af skrifum fræðimannsins og bóndans Helga Ívarssonar frá Hólum í Stokkseyrarhreppi (1929-2009). Hér að finna greinar um þjóðfræði og sögu, sagnir af fátækt fyrri alda, kvenskörungum og höfðingjum, brot úr byggðasögu, ástarsögu frá gamalli tíð og frásögn af innreið útvarpsins í menningarlíf Flóamanna, svo fátt eitt sé talið.

Tök Helga á íslensku máli voru einstök hvort sem var í ræðu eða rituðu máli. Sú gáfa höfundarins nýtur sín vel í ritgerðum þeim sem hér birtast en ekki síður yfirburða þekking á viðfangsefninu. Helgi var barn tveggja tíma og þekkti af eigin raun margt í ævafornum vinnubrögðum og þjóðlífssiðum. Hann ber hér saman lífshætti 21. aldarinnar og þess tíma sem hann sjálfur fékk innsýn í hjá gömlu fólki í Flóanum snemma á 20. öld. Þannig verða skrif hans um matarmenningu, veðurspár og hjátrú hvalreki öllum þeim sem fást við sagnfræði og þjóðfræði. Í öllu þessu tekst höfundi snilldarlega að tvinna saman ritaðar heimildir handrita og bóka við munnlega geymd hins aldna sagnaþular.

Aftast í riti þessu er skrá yfir ritstörf Helga Ívarssonar og bókinni fylgir einnig vönduð nafnaskrá.


Kossaflóð og málbeinið hans Lubba

Jólabókaflóðið er fleira en Arnaldur og einstæðar mæður. Nú flæða hér inn barna- og unglingabækur. Fjallaði aðeins hér fyrr um tvær af unglingabókunum, Kimselíus og bók Guðmundar okkar Brynjólfssonar um Þvílíka viku unglinganna. JPV110718

Tvær barnabækur hafa vakið athygli mína og báðar komið mér þægilega á óvart fyrir að vera vel gerðar og eru jafnframt bækur sem eiga bæði erindi til barna og fullorðinna. Önnur er bók Hallgríms Helgasonar um konuna sem kyssti of mikið. Þetta er frumraun höfundar á sviði barnabóka og þar er Hallgrímur greinilega vel liðtækur ekki síður en í alvarlegri ritun. Bókin er um konu sem við þekkjum allir og sumir þekkja margar svona konur, sumir eru ógn þrúgaðir af svona konum en samt eigum við það sameiginlegt að án þessara kvenna viljum við ekki vera. Um leið og höfundur skrifar þannig inn í hjörtu okkar um þekkta manngerð skrifar hann hugljúfa og þroskandi barnasögu.

Þá er það Lubbi finnur málbein, bók um íslensku málhljóðin. Þessi bók er allt í senn, barnabók, kennslubók og fræðirit. Nauðsynleg barninu en ekki síður öllum foreldrum sama hafa sérstakan áhuga á málþroska barnanna og vitaskuld skyldulesefni kennara. Sjálfur legg ég ekki í að lesa hér mikið af ótta við að tapa dýrmætum sérkennum í málhljóðum.


Metsöluslisti Sunnlenska bókakaffisins frá 28.10 – 3.11 2009


Við munum birta lista yfir mest seldu bækurnar í búðinni hjá okkur fram að jólum. Listinn mun birtast einu sinni í viku. Hann verður birtur fyrst í Sunnlenska fréttablaðinu og síðan hér á blogginu hjá okkur.

Metsöluslisti Sunnlenska bókakaffisins frá 28.10 – 3.11 2009

1. Svo skal dansa - höf. Bjarna Harðarson – útg. Veröld

2. Ef væri ég söngvari - Ragnheidur Gestdóttir valdi og myndskreytti – útg. Mál og menning

3. Matur og drykkur – höf. Helgu Sigurðardóttur – útg. Opna

4. Orrustan um Spán – höf. Antony Beevor – útg. Hólar

5. Milli trjánna – höf. Gyrdi Elíasson -útg. Uppheimar

6. Enn er morgunn – höf. Bödvar Gudmundsson – útg. Uppheimar

7. Aftur til Pompei – höf. Kim M. Kimselius – útg. Urður

8. Hetjur – höf. Kristín Steinsdóttir – útg. Forlagið

9. Í Kvosinni – Flosi Ólafsson – útg. Skrudda

10. Bangsímon – höf. A.A. Milne – útg. Edda


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Bókakaffið á Selfossi

NETVERSLUN OKKAR, netbokabud.is - yfir tólf þúsund titlar á frábæru verði

Bókakaffið er kaffihús og bókaverslun að Austurvegi 22 á Selfossi. Við verslum með bæði nýjar og gamlar bækur. Hér birtum umsagnir um bækur og fréttir úr kaffihúsinu og netbúðinni. Við erum líka á fésbókinni. Netfang: bokakaffid@bokakaffid.is

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband