Leita í fréttum mbl.is

Prjónakaffi

Hið sívinsæla Prjónakaffi verður í kvöld kl. 20. Þar mun Ágústa Þóra Jónsdóttir kynna bók sína Hlýjar hendur og Guðbjörg Runólfsdóttir serverar kaffi að vanda. Allir velkomnir.

Örstutt á Degi íslenskrar tungu

Í nýrri ljóðabók Gyrðis Elíassonar ,,Nokkur orð um kulnun sólar" er lítið ljóð um orðið lífsbaráttu. Það hljómar svona:

FAGNAÐAREFNI FYRIR
RITSTJÓRA ORÐABÓKA

Orðið lífsbarátta
hefur aftur
fengið merkingu

Vitanlega er höfundur hér að gera örlítið grín, en ljóðið vekur mann til umhugsunar um orð og merkingu þeirra. Merking orða getur breyst eftir því í hvaða samhengi þau eru sögð og jafnvel eftir því hver segir þau. Því á bak við orðin sem eru sögð eru tilfinningar þess sem talar og sá sem hlustar og nemur túlkar svo á sinn hátt. Mig minnir að Milan Kundera geri þetta að umfjöllunarefni í einum kafla í bók sinni ,,Óbærilegur léttleiki tilverunnar".

Njótið dagsins.

-eg


Metsölulistinn 4. nóv - 10. nóv. 2009

Metsöluslisti frá 4.11 – 10.11 2009

1. Sagnabrot Helga Ívarssonar - höf. Helgi Ívarsson - útg. Sunnlenska bókaútgáfan
2. Svo skal dansa - höf. Bjarna Harðarson – útg. Veröld
3. Svörtuloft - höf. Arnaldur Indriðason – útg. Mál og menning
4. Í Kvosinni – Flosi Ólafsson – útg. Skrudda
5. Heimsmetabók Guinness 2010 - /- útg. Vaka - Helgafell
6. Lubbi finnur málbeinur – höf. Þóra Mássd. og Eyrún Ísfold Gíslad. – útg. Mál og menning
7. Ef væri ég söngvari – Ragnheidur Gestsdóttir myndskreytti- útg. Mál og menning
8. Enn er morgunn – höf. Bödvar Gudmundsson – útg. Uppheimar
9. Bangsímon – höf. A.A. Milne – útg. Edda
10. Alltaf sama sagan – höf. Þórarinn Eldjárn – útg. Mál og menning


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Bókakaffið á Selfossi

NETVERSLUN OKKAR, netbokabud.is - yfir tólf þúsund titlar á frábæru verði

Bókakaffið er kaffihús og bókaverslun að Austurvegi 22 á Selfossi. Við verslum með bæði nýjar og gamlar bækur. Hér birtum umsagnir um bækur og fréttir úr kaffihúsinu og netbúðinni. Við erum líka á fésbókinni. Netfang: bokakaffid@bokakaffid.is

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband