Leita í fréttum mbl.is

Trommað á bókakaffinu

Það stefnir í met fjör á upplestrarkvöldi hjá okkur í kvöld en þá mæta meðal annarra stórsnillinga hingað í Bókakaffið okkar Árni Matthíasson og Guðmundur Steingrímsson að kynna ævisögu þess síðarnefnda, Papa Jazz. Sá fyrrnefndi les en Guðmundur tekur nokkur sóló á trommuna!

Og skáldagyðjan fær líka sinn skammt því að þessu sinni mæta bæði Þórarinn Eldjárn sem óþarft er að kynna frekara og Selfyssingurinn Sölvi Björn Sigurðsson. 

Og fleiri til. Gunnlaugur Júlíusson hlaupari kemur. Ég veit ekki hvort hann verður á bíl og svo mæta þau Þorsteinn Antonsson og Norma Samúelsdóttir með búsetusögu sína úr Hveragerði.

Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Lestur hefst klukkan 20:00.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er það þá í Selfossi?

Lissy (IP-tala skráð) 15.12.2009 kl. 11:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bókakaffið á Selfossi

NETVERSLUN OKKAR, netbokabud.is - yfir tólf þúsund titlar á frábæru verði

Bókakaffið er kaffihús og bókaverslun að Austurvegi 22 á Selfossi. Við verslum með bæði nýjar og gamlar bækur. Hér birtum umsagnir um bækur og fréttir úr kaffihúsinu og netbúðinni. Við erum líka á fésbókinni. Netfang: bokakaffid@bokakaffid.is

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband