Leita í fréttum mbl.is

Ljúfar ástarsögur og margskonar kvennafar

20091031205342677410.jpgÉg hélt því fram í síðasta bókabloggi að ástalíf væri fyrirferðamikið í bókaflóðinu og get núna bætt við að það er blandað fjölskyldudrama, mögnuðum sögum af tilfinningum og allskonar skemmtilegu nautnarúsi. En enginn má halda að ég sakni þess að hafa ekki meira af kreppunni í bókmenntunum enda hefði mér þá verið næst að skrifa um hana sjálfur. Þegar upp er staðið er það mannlífið sem stendur upp úr og skiptir máli, ekki kreppuhjal sem er bara fjas um krónur sem voru aldrei til. 

Ég hefi fyrr talað um frábærar bækur Sindra Freyssonar og Sölva Björns Sigurðssonarsem báðar fjalla um konur. Enn ein konubókin og ekki sú lakasta er bók Bjarna Bjarnasonar á Eyrarbakka sem ber nafnið Leitin að Audrey Hepburn.

Þetta er hugljúf kvennafarssaga fagurkera sem leitar að ástinni í evrópskum heimsborgum og finnur gildi lífsins í barnauppeldi á Eyrarbakka. Bókin er að sönnu ekkert stórvirki en hverrar blaðsíðu virði og reglulega vinalegt koddahjal okkur sem orðnir erum gamlir og dettur einstaka sinnum í hug að sakna gamalla kvennafarsdaga...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bókakaffið á Selfossi

NETVERSLUN OKKAR, netbokabud.is - yfir tólf þúsund titlar á frábæru verði

Bókakaffið er kaffihús og bókaverslun að Austurvegi 22 á Selfossi. Við verslum með bæði nýjar og gamlar bækur. Hér birtum umsagnir um bækur og fréttir úr kaffihúsinu og netbúðinni. Við erum líka á fésbókinni. Netfang: bokakaffid@bokakaffid.is

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband