Leita í fréttum mbl.is

Þegar Stalín er bestur!

Í fyrra bókabloggi um ævisögur og sölu þeirra gleymdi ég alveg að minnast á bók Jóns Karls Helgasonar um Ragnar í Smára sem er vitaskuld ein besta bókin í ævisöguflokknum en ég hlýt samt að efast um að hún verði söluhæst ævisagna,- þó hún kannski eigi það skilið. Til þess er efnið orðið of fjarlægt og mér liggur við að segja sérviskulegt inni í nútímanum, - bloggaði reyndar hér fyrr um þessa bók, sjá http://bokakaffid.blog.is/blog/bokakaffid/entry/985559/

Önnur ævisaga sem vel ætti skilið að fara víða er stórvirki Óskars Guðmundssonar um Snorra en ég er samt ekki viss um að það gerist, til þess hefði bókin þurft jákvæðari dóma gagnrýndenda til þessa og hér er líkt og í verki Jóns Karls um að ræða bókarhlunk sem höfðar ekki endilega til alþýðu manna. Sjálfur á ég eftir að lesa Snorra og ætla mér að eiga það eftir til jólanna en get af stuttri skoðun fullyrt að fyrir alla Sturlungaaðdáendur er þetta skyldulesning.

Af íslenskum ævisögum er bók Árna Heimis Ingólfssonar líklega best heppnuð en þá fer ég líka að dæmi bókatíðindanna og flokka bók Vilborgar Davíðsdóttur um Auði sem skáldverk. Við þurfum reyndar ekkert að velta flokkuninni á Auði of mikið fyrir okkur - getum einfaldlega flokka hana sem eina af allrabestu bókum þessara jóla.

En besta ævisagan sem kemur út á íslensku er bók Montefiore um Stalín hinn unga í þýðingu Elínar Guðmundsdóttur. Ég las þessa bók á ensku síðasta vetur og get fullyrt að það er langt síðan jafn safarík og merkileg ævisaga hefur ratað á vindlaborðið mitt. Það er að vísu afar klaufalegt hjá Skruddu að auglýsa bók þessa sem bók um umdeildan stjórnmálamann,- Stalín er það ekki frekar en Hitler. Allir sem einhverja glóru hafa viðurkenna að báðir voru fyrst og fremst illmenni en líka miklir örlagavaldar í sögunni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bókakaffið á Selfossi

NETVERSLUN OKKAR, netbokabud.is - yfir tólf þúsund titlar á frábæru verði

Bókakaffið er kaffihús og bókaverslun að Austurvegi 22 á Selfossi. Við verslum með bæði nýjar og gamlar bækur. Hér birtum umsagnir um bækur og fréttir úr kaffihúsinu og netbúðinni. Við erum líka á fésbókinni. Netfang: bokakaffid@bokakaffid.is

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband