Leita í fréttum mbl.is

Ástir og nautnir en ekki kreppuhjal

Einhverjir áttu von á að kreppan, hvítflibbaglæpir og pólitísk spilling yrði fyrirferðamiklir þættir í íslenskum skáldverkum ársins en það fór ekki svo. Ef frá er taldir reifarinn Síbería eftir Fritz Má og Hyldýpi Stefáns Mána fer ótrúlega lítið fyrir öllum vondu köllunum sem komu Íslandi á hausinn. Í fljótu bragði man ég ekki eftir sögu sem fjallar um búsáhaldabyltinguna að gagni.

Úps, ég sleppi reyndar glæpasögu Ævars Arnar Jósepssonar Önnur líf enda er hún einfaldlega ekki komin í hús en verður spennandi viðbót, Ævar er einfaldlega einn þeirra bestu en oft seinn á markaðinn.

Ég hef fyrr bloggað um frábæra allegóríu Óttars Norðfjörð um kreppuna og græðgina sem heitir Paradísarborgin, mögnuð bók en þar er ekki farið ofan í beina umfjöllun um atburði liðinna missera heldur eru þeir teygðir og togaðir í skemmtilegri myndlíkingu.

Það er umhugsunarefni að einmitt nú í kreppunni skrifa íslenskir rithöfundar mest um fjölskyldudrama, konur, ástir, kynlíf, nautnir og vitaskuld ef pólitík þá pólitík löngu liðinna daga. Nánar í næsta bókabloggi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bókakaffið á Selfossi

NETVERSLUN OKKAR, netbokabud.is - yfir tólf þúsund titlar á frábæru verði

Bókakaffið er kaffihús og bókaverslun að Austurvegi 22 á Selfossi. Við verslum með bæði nýjar og gamlar bækur. Hér birtum umsagnir um bækur og fréttir úr kaffihúsinu og netbúðinni. Við erum líka á fésbókinni. Netfang: bokakaffid@bokakaffid.is

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband