Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Menning og listir

Metsölulistinn 4. nóv - 10. nóv. 2009

Metsöluslisti frá 4.11 – 10.11 2009

1. Sagnabrot Helga Ívarssonar - höf. Helgi Ívarsson - útg. Sunnlenska bókaútgáfan
2. Svo skal dansa - höf. Bjarna Harðarson – útg. Veröld
3. Svörtuloft - höf. Arnaldur Indriðason – útg. Mál og menning
4. Í Kvosinni – Flosi Ólafsson – útg. Skrudda
5. Heimsmetabók Guinness 2010 - /- útg. Vaka - Helgafell
6. Lubbi finnur málbeinur – höf. Þóra Mássd. og Eyrún Ísfold Gíslad. – útg. Mál og menning
7. Ef væri ég söngvari – Ragnheidur Gestsdóttir myndskreytti- útg. Mál og menning
8. Enn er morgunn – höf. Bödvar Gudmundsson – útg. Uppheimar
9. Bangsímon – höf. A.A. Milne – útg. Edda
10. Alltaf sama sagan – höf. Þórarinn Eldjárn – útg. Mál og menning


Helgi Ívarsson kominn á bók

sagnabrot_helga_i_holum_kapa

Í vikunni kom út á vegum Sunnlensku bókaútgáfunnar úrval af skrifum Helga Ívarssonar og heitir bókin Sagnabrot Helga í Hólum. Helgi var sem kunnugt er fastur dálkahöfundur á Sunnlenska fréttablaðinu síðustu æviár sín. Sameiginleg útgáfuhátíð vegna bókar Helga og bókarinnar Vökulok sem Sögufélag Árnesinga gefur út verður í Tryggvaskála næstkomandi sunnudag klukkan 16.

-----

Bókin Sagnabrot Helga í Hólum geymir úrval af skrifum fræðimannsins og bóndans Helga Ívarssonar frá Hólum í Stokkseyrarhreppi (1929-2009). Hér að finna greinar um þjóðfræði og sögu, sagnir af fátækt fyrri alda, kvenskörungum og höfðingjum, brot úr byggðasögu, ástarsögu frá gamalli tíð og frásögn af innreið útvarpsins í menningarlíf Flóamanna, svo fátt eitt sé talið.

Tök Helga á íslensku máli voru einstök hvort sem var í ræðu eða rituðu máli. Sú gáfa höfundarins nýtur sín vel í ritgerðum þeim sem hér birtast en ekki síður yfirburða þekking á viðfangsefninu. Helgi var barn tveggja tíma og þekkti af eigin raun margt í ævafornum vinnubrögðum og þjóðlífssiðum. Hann ber hér saman lífshætti 21. aldarinnar og þess tíma sem hann sjálfur fékk innsýn í hjá gömlu fólki í Flóanum snemma á 20. öld. Þannig verða skrif hans um matarmenningu, veðurspár og hjátrú hvalreki öllum þeim sem fást við sagnfræði og þjóðfræði. Í öllu þessu tekst höfundi snilldarlega að tvinna saman ritaðar heimildir handrita og bóka við munnlega geymd hins aldna sagnaþular.

Aftast í riti þessu er skrá yfir ritstörf Helga Ívarssonar og bókinni fylgir einnig vönduð nafnaskrá.


Metsöluslisti Sunnlenska bókakaffisins frá 28.10 – 3.11 2009


Við munum birta lista yfir mest seldu bækurnar í búðinni hjá okkur fram að jólum. Listinn mun birtast einu sinni í viku. Hann verður birtur fyrst í Sunnlenska fréttablaðinu og síðan hér á blogginu hjá okkur.

Metsöluslisti Sunnlenska bókakaffisins frá 28.10 – 3.11 2009

1. Svo skal dansa - höf. Bjarna Harðarson – útg. Veröld

2. Ef væri ég söngvari - Ragnheidur Gestdóttir valdi og myndskreytti – útg. Mál og menning

3. Matur og drykkur – höf. Helgu Sigurðardóttur – útg. Opna

4. Orrustan um Spán – höf. Antony Beevor – útg. Hólar

5. Milli trjánna – höf. Gyrdi Elíasson -útg. Uppheimar

6. Enn er morgunn – höf. Bödvar Gudmundsson – útg. Uppheimar

7. Aftur til Pompei – höf. Kim M. Kimselius – útg. Urður

8. Hetjur – höf. Kristín Steinsdóttir – útg. Forlagið

9. Í Kvosinni – Flosi Ólafsson – útg. Skrudda

10. Bangsímon – höf. A.A. Milne – útg. Edda


Þriggja ára afmæli

Í dag, 7. október, er Sunnlenska bókakaffið þriggja ára. Bókakaffið hefur vaxið og dafnað á þessum þremur árum og má segja að vistarverum bókakaffisins hafi fjölgað um eina á ári. Þegar við opnuðum var bókakaffið í einu herbergi. Ári síðar bættist svo við lítið fornbókaherbergi og eldhús. Á þessu sumri var enn stækkað, veröndina fyrir framan búðina var lagfærð og í ágúst opnuðum við svo Litla menningarsalinn. Þau tíðindi gerðust svo í dag á afmælisdegi Bókakaffisins að við fengum píanó í litla salinn okkar. Þannig að núna er ekkert því til fyrirstöðu að hið talaða og sungna orð blómstri í Bókakaffinu. Að lokum þökkum við viðskiptin á þessum þremur árum. -eg

Kórskóli fyrir káta krakka


Kórskóli fyrir börn fædd 2002 og 2003 ( í 1. og 2. bekk) verður starfræktur í Litla menningarsal Sunnlenska bókakaffisins. Kennt verður á laugardögum frá kl. 10: 30 - 11:30. Fyrsti tíminn verður laugardaginn 10. október og kennt verður til 12. desember, alls 10 skipti. Í skólanum munu börnin syngja lög sem þau þekkja og einnig læra ný lög. Auk þess að syngja verður unnið með takt og farið í hreyfileiki. Kjörorð námsins verður: Söngur, gleði, gaman. Kennari er Elín Gunnlaugsdóttir, tónskáld og tónlistarkennari, en hún hefur margra ára reynslu af kórstarfi með börnum. Námið kostar 7.500.- kr. Skráning er í síma 694 3874 og elingunn@ismennt.is

Vetraropnun

Um seinustu mánaðamót breyttist opnunartími Sunnlenska bókakaffisins. Opið verður í vetur frá kl. 12 - 18 alla daga vikunnar. Verið velkomin.

Raddbandið Vox Fox í Sunnlenska bókakaffinu

Á morgun, fimmtudaginn 6. ágúst kl. 17:00, mun raddbandið Vox Fox flytja nokkur létt lög í Sunnlenska bókakaffinu. Raddbandið skipa: Þórdís Sævarsdóttir, Vigdís Garðarsdóttir, Lilja Dögg Gunnarsdóttir, Gunnar Thorarensen, Hreiðar Ingi Þorsteinsson og Sverrir Hlöðversson. Aðgangur er ókeypis.

,,...hugurinn ber mig hálfa leið"

Nú um stundir er nokkuð dýrt að fara til annarra landa. Íslenska krónan í sögulegu lágmarki og fargjöld flugfélaganna hafa hækkað. En það er hægt að ferðast á annan hátt, það er nefnilega hægt að ferðast í huganum! Eða eins og segir í þulunni ,,...hugurinn ber mig hálfa leið í heimana nýja". Þetta vissi Árni Ibsen þegar hann skrifaði ljóðabókina Á stöku stað með einnota myndavél (2007). Bókina skrifar hann árið 2006, en þá vissi hann að hann myndi ekki ferðast framar. Í bókinni dregur hann upp skemmtilegar myndir af hinu ýmsu stöðum. Hann raðar ljóðunum upp í stafrófsröð eftir heiti staðanna sem hann er að lýsa. Hann byrjar heima á Íslandi, nánartiltekið á Akranesi og endar í Wirksworth.

Hér kemur ein af myndum Árna:

á Akrópólís smjúga villikettir
um hof
og lúra þar um nætur
á ævafornri visku

...ég er strax komin í hið forna hof.

-eg


Ný leið heim úr vinnunni...

Í stjörnuspá moggavefsins fyrir sporðdrekann stendur eftirfarandi;

Það er mikið að gerast hjá þér í dag. Farðu í aðrar búðir eða annað kaffihús en venjulega og aðra leið heim úr vinnunni.

Að lesa stjörnuspá er talið vera hið mesta gaman ef fólk tekur hana ekki of nærri sér. En þessi fer dáldið nærri mér sem kaffibarþjóni á Sunnlenska Bókakaffinu. Ég er nú ekki mikið fyrir að styðja samkeppnina með því að fara á önnur kaffihús á staðnum og það eru litlir valmöguleikar upp á aðra leið heim úr vinnunni. Ég bý nú beint á móti, þannig að það væri heljarmikið vesen og mikil tímaeyðsla fyrir mig að finna aðra leið úr vinnunni aðra en þá að labba beint yfir götuna.

gbv.


Má ekki bjóða yður þjóðskrána...

...og stjórnvöld ábyrgjast heilt spilavíti, rússneska rúllettu og niðurstaðan er risavaxin skuldasúpa og ónýtt mannorð heillar þjóðar - og við sem vorum svo stolt og áttum stundum ekkert nema stoltið. Nú híma gömlu þjóðhetjurnar sem myndastyttur í nepjunni...

Má ekki bjóða yður þjóðskrána heitir annar kafli hvítu bókar Einars Más og kaflaheitið kallast á við mannætubrandarann af mannætunni sem segir þegar flugfreyjan hefur sýnt honum matseðilinn, - get ég fengið að sjá farþegalistann.

Bók þessi rýkur út hér í Bókakaffinu og er vel að því komin að verða metsölubók sumarsins!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Bókakaffið á Selfossi

NETVERSLUN OKKAR, netbokabud.is - yfir tólf þúsund titlar á frábæru verði

Bókakaffið er kaffihús og bókaverslun að Austurvegi 22 á Selfossi. Við verslum með bæði nýjar og gamlar bækur. Hér birtum umsagnir um bækur og fréttir úr kaffihúsinu og netbúðinni. Við erum líka á fésbókinni. Netfang: bokakaffid@bokakaffid.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband