Leita í fréttum mbl.is

,,...hugurinn ber mig hálfa leið"

Nú um stundir er nokkuð dýrt að fara til annarra landa. Íslenska krónan í sögulegu lágmarki og fargjöld flugfélaganna hafa hækkað. En það er hægt að ferðast á annan hátt, það er nefnilega hægt að ferðast í huganum! Eða eins og segir í þulunni ,,...hugurinn ber mig hálfa leið í heimana nýja". Þetta vissi Árni Ibsen þegar hann skrifaði ljóðabókina Á stöku stað með einnota myndavél (2007). Bókina skrifar hann árið 2006, en þá vissi hann að hann myndi ekki ferðast framar. Í bókinni dregur hann upp skemmtilegar myndir af hinu ýmsu stöðum. Hann raðar ljóðunum upp í stafrófsröð eftir heiti staðanna sem hann er að lýsa. Hann byrjar heima á Íslandi, nánartiltekið á Akranesi og endar í Wirksworth.

Hér kemur ein af myndum Árna:

á Akrópólís smjúga villikettir
um hof
og lúra þar um nætur
á ævafornri visku

...ég er strax komin í hið forna hof.

-eg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bókakaffið á Selfossi

NETVERSLUN OKKAR, netbokabud.is - yfir tólf þúsund titlar á frábæru verði

Bókakaffið er kaffihús og bókaverslun að Austurvegi 22 á Selfossi. Við verslum með bæði nýjar og gamlar bækur. Hér birtum umsagnir um bækur og fréttir úr kaffihúsinu og netbúðinni. Við erum líka á fésbókinni. Netfang: bokakaffid@bokakaffid.is

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband