Færsluflokkur: Menning og listir
11.6.2011 | 12:43
Syngja texta Hákonar í bókakaffinu klukkan þrjú í dag
Menningarviðburður í Sunnlenska bókakaffinu á Selfossi í dag klukkan 15:
Jón Arngrímsson og Arna Christiansen kynna geisladiskinn Augnablik sem inniheldur lög við kveðskap Hákonar Aðalsteinssonar þ.a.m. perlur eins og Hreindýraveiðar, Vorljóð og Lífshlaup karlmannsins.
Aðgangur ókeypis og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.
7.6.2011 | 10:39
Erum að taka í hús ...
Erum að taka í hús nokkrar sjaldséðar, þar á meðal. Bækurnar eru ekki komnar á netið en nánari upplýsingar veitir verslunin í síma 482 3079 eða um netfang bokakaffid@sunnlenska.is
Mag. Péturs Herslebs, fordum Biskups yfer Sælandi Sjö Prédikanir útaf þeim Siø Lífsins Ordum á Daudastundunni / A Islendsku útlagdar og i styttra mál samandregnar af Pétri Þorsteinssyni, Sýslumanni í Nordur-Parti Múla-Sýslu. 2. útgáfa, Viðeyjarprent 1838. Verð 38.000 kr.
Frá Titanic slysinu, Rv. 1912, lúið eintak, 9.900 kr.
Kvæði Bjarna Thor frá 1847, ljósprent frá 20. öld. 2000 kr.
Erla: Hélublóm, 1937, 6000 kr.
Horfnir góðhestar I-II, gott eintak, 22000 kr.
Stund milli stríða e. Jón úr Vör, 3400 kr.
Þyrnar e. Þorstein Erl., frumútgáfa, lúin, 8900 kr.
Kvennafræðari Elínar Briem frá 1911, kr. 7.700
Elding e. Torfhildi Hólm, Rv. 1882, 6600 kr.
Húspostilla Helga Thordersen Rv. 1883, 3300 kr.
E.P Oppenheim, Heiðarbúi, þýð. Árna Óla. Rv. 1928, 2900 kr.
Stefán Stefánsson: Flóra Íslands, Kh 1901, 4900 kr.
Ljóðasafn Jóhannesar úr Kötlum I-II, Rv. 1949, 12900
Íslendingasögur, útgáfa Guðna Jónssonar, I-XII og nafnaskrá, vel með farið, 12900 kr.
Menning og listir | Breytt 8.6.2011 kl. 13:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.3.2011 | 22:36
Hárbeitt háðsádeila frá skopsagnahöfundi
Sigurðar saga fóts eftir Bjarna Harðarson er komin út í kilju.
Bókin Sigurðar saga fóts kom út á síðastliðnu hausti og fékk góðar viðtökur gagnrýndenda og lesenda. Í ritdómi DV var henni lýst sem hárbeittri háðsádeilu og á vefritinu Herðubreið var henni líkt við skrif meistara skopsögunnar P.G. Wodehouse. Höfundur sjálfur hefur í samtölum við fjölmiðla lýst því að skopið sé eina alvöruþrungna leiðin til að fjalla um heimskulega atburði.
Sigurðar saga fóts segir hugljúfa ættarsögu sveitafólks austan úr Skrautudal sem á í blóði sínu þjóðlegt sambland drambs og vanmetakenndar. Fyrr en varði er sá kokkteill orðinn að einhverjum þeim klaufaskap að óvart eignast höfuðpersóna bókarinnar, Sigurður Frits Bjarnhéðinsson stóran hluta í öllu athafnalífi þjóðar sinnar. Móðirin Hulda hefur ein einhvern skilning á gangverki þeirrar undarlegu forretningar sem kaupir ný fyrirtæki í hverjum kaffitíma.
- Hann pabbi þinn átti aldrei neitt og ég skil ekki að þú sért orðinn ríkur barnið mitt, segir hún við son sinn. Seinna á þessi seinheppni Breiðholtsvillingur eftir að enda ævina í uppruna sínum með frumstæðum hjartahreinum mönnum sem minna hann á rustalega karlana í smiðju Sigurðar afa suður í Beggjakoti.
Við sögu koma forsætisráðherra sem finnur ekkert bragð lengur af valdinu nema pirringinn, málstola kaupfélagsstjórasynir með töskur fullar af peningum, píreigir og guðhræddir bankastjórar, dularfullar dósir af hundamat austan úr gömlu Sovét og síðast en ekki síst náttúrugreindar konur sem bera heildarmynd sögunnar uppi og vekja frumstæða og villimannslega girnd.
Sigurðar saga fóts fæst í öllum betri bókaverslunum og er leiðbeinandi verð kiljunnar 2190 en innbundin kostar bókin 4690 kr.
18.3.2011 | 16:26
Vorum að fá dýrgripi ...
Auðfræði er hagfræðirit eftir Arnljót Ólafsson. Arnljótur fékk 400 króna styrk af landsfé árið 1877 frá Alþingi til þess að semja rit um þau efni, sem nefnd voru ökonomia á erlendum málum. Auðfræðin komu út þremur árum seinna. Arnljótur byggði ritið langmest á kenningum Frédéric Bastiat sem fram komu í Harmonies Economiques. Bastiat hafði tileinkað sér kenningar Adams Smith og er rit Arnljóts, fyrsta íslenska fræðiritið um hagfræði, því skrifað á grundvelli kenninga Adams Smith og í anda hans. Verð 15.000
Upphaf allsherjarríkis á Íslandi og stjórnskipunar þess / eftir Konrad Maurer ; íslenzkað af Sigurði Sigurðarsyni. Útgefin af Hinu íslenska bókmenntafelags í Reykjavik 1882. Verð aðeins 9.900 kr.
Húspostilla : prédikanir til húslestra yfir öll sunnu- og helgidaga-guðspjöll kirkjuársins eptir Helga G. Thordersen. Reykjavík : Kristján Ó. Þorgrímsson, 1883. Með steinprentaðri mynd höfundarins. Verð aðeins 7.900 kr.
Fríkirkjan, mánaðarrit 1. árg. 1899-1900. Verð 8.300 kr.
Etik : en fremstilling af de etiske principer og deres anvendelse paa de vigtigste livsforhold. Kmh 1887. Bókin er merkt séra Ófeigi í Fellsmúla. Verð 6.900 kr.
Skýrslur um landshagi á Íslandi 1858. Verð 7.200 kr.
Íslenskar fornsögur. Glúma og Ljósvetningasaga, Kaupmannahöfn 1880. Verð 6.400 kr.
Bænakver eftir dr. Pjetur Pjetursson . Útgefandi Egill Jónsson 1873.Verð 4.800 kr.
Ágrip af Íslandssögu eftir Halldór Briem. Rvík 1913. Verð 5.600 kr.
Íslenzkar þjóðsögur safnað hefur Ólafur Davíðsson. 2 pr. Rvík 1899. Verð 12.900 kr.
Íslandssaga Jóns Jónssonar Rv. 1945 Verð 3.200 kr.
Skýrsla um forngripasafn Íslands í Reykjavík 1867-1870. Kaupmannahöfn 1874.Verð 3.300 kr.
Klausturpósturinn innbundin saman eftirtalin hefti: nr. 10 og 12 frá 1820, 2, 6, 8, 9 og 10 frá 1823, nr. 4, 9, 11 og 12 1824. Verð 99.000 kr. (9000 kr. heftið)
Nokkrar tækifærisræður eftir P. Pjetursson. Ræða haldin á Synodus 1849 ; Ræða haldin við byrjun alþingis 1853 ; Þrjár prestvígsluræður, fluttar 1855 og 1856 ; Fermingarræða ; Tvær skriptaræður fluttar 1854 ; Hjónavígsluræður fluttar 1854 ; Líkræður. Verð 24.000 kr.
Sjá nánar og fleiri 19. aldar gripi hér.
Menning og listir | Breytt 21.3.2011 kl. 10:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.3.2011 | 18:24
Bókateiti í Iðu á morgun
Góða ferð er handbók sem er ómissandi öllum sem ætla að leggja fyrir þvæling um íslenska náttúru, upplögð í pakkann handa fermingarbarninu og ekki síður fín fyrir afa sem er hættur að vinna og ætlar loksins að fara að hreyfa sig...
Það er bókaútgáfan Sæmundur sem gefur bókina út.
Sjá nánar um gripinn í færslu hér neðar á síðunni.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 18:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.3.2011 | 16:31
Elín og Helen skrifa bók
Út er komin handbókin Góða ferð, nauðsynlegur gripur hverjum þeim sem ætlar að leggja fyrir sig fjallgöngur og önnur ferðalög um íslenska náttúru.
Í stað þess að hlaupa strax í útivistarbúð og kaupa þar GPS, áttavita, bakpoka, svefnpoka og plastpoka getur verið skynsamlegt að fara vel yfir hvað það er sem maður raunverulega þarf...
Bókin er í handhægu broti, prentuð á vatnsþolin pappír og heppilegur ferðafélagi.
Höfundarnir hafa áralanga reynslu af björgunarsveitarstörfum en Elín starfaði lengi með björgunarsveitinni hér á Selfossi og auk þess fengist við bæði blaðamennsku og grafíska hönnun. Útgefandi er bókaútgáfan Sæmundur á Selfossi.
Bókina má kaupa hér: https://secure.eshop.is/bokakaffid/varainfo.aspx?id=70332
Sjá nánar. http://bokakaffid.blog.is/blog/bokakaffid/entry/1147012
28.2.2011 | 17:23
...með gamla Khayyám drekktu vínin skær!
Rubayat eftir Khayyám fær mig alltaf til að hugsa um þær sérkennilegu og sumpart leiðinlegu meinlætalegu leiðir sem arabísk og persnesk samfélög hafa farið undanfarnar aldir.
Í þessum magnaða kvæðabálki segir persneskur samtímamaður Sæmundar fróða frá. Viðhorf hans til lífsins er sýn lífsnautnamannsins sem sér naktar konur svífa hjá, drekkur hverja veig í botn og veit að lífið allt er sá hégómi að jafnvel fánýti nautnanna gerir þær samt ekki lakari ferðafélaga en hvað hvað annað sem jarðlífið það hefur að bjóða.
Getur verið að menn þessara þjóða hafi tekið boðskap gamla Khayyám of bókstaflega og kallað þar með yfir samfélagið það harðræði að hvorki sér þar lengur í bert hold konu eða stjörnu í augum nokkurs manns.
Allaveg, hér er Rubáiyát kominn og það með áritun þýðandans sem er sjálfur Magnúsar Ásgeirssonar fyrir litlar átta þúsundir, enda bara alþýðleg kilja frá árinu 1935.
Nánar hér https://secure.eshop.is/bokakaffid/varainfo.aspx?id=70331
24.2.2011 | 22:19
Gersemi úr leiklistarsögu
Leikrit og nokkur ljóðmæli eftir Sigurð Pétursson sýslumann - Síðari deild - Reykjavík 1846. Þessi bók er ein sú fyrsta í íslenskri bókmenntasögu þar sem frumsamin leikrit eftir höfund birtast á prenti. Þau nefnast Hrólfur og Narfi en þau voru fyrstu leikrit sem leikin voru á Ísafirði 1857 og Akureyri 1862.
Ein af fágætari bókum 19.aldar.
Verð 55.000, kaupa hér
https://secure.eshop.is/bokakaffid/varainfo.aspx?id=70330
23.2.2011 | 21:03
Stærsta netbókabúð landsins
Ef litið er til vöruúrvals þá er enginn vafi að netbókabúðin okkar bokakaffid.is er sú stærsta í landinu. Titlarnir eru nú orðnir rúmlega tólf þúsund talsins og sífellt að bætast við. Það þarf líka ef þessi fjöldi á að haldast því mikið fer út og stundum er kapp að ná eftirsóttum titlum.
Af þessum tólf þúsund titlum eru um tíu þúsund notaðar bækur sem aðeins eru til hjá okkur í einu eða tveimur eintökum og verðið er hagstætt. Þrátt fyrir allmarga gullmola þá er meðalverðið aðeins um 1100 krónur og hér er að finna fjölmargar bækur á 200, 300 og 400 krónur. Alls eru um 5000 titlar sem velja má um fyrir 700 krónur eða minna.
Sextánhundruð níutíutvær bækur í flokki íslenskra fagurbókmennta og nítjanhundruð tuttuguogfjórar af erlendum segja líka sína sögu. Við erum ekki síður hreykin af ævisagnahillunum okkar sem telja nú 1589 titla.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 21:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.2.2011 | 16:22
SELD: Dönsk íslensk orðabók frá 1851 kr. 15000
Dönsk orðabók með íslenskum þýðingum - Konráð Gíslason / Kaupmannahöfn 1851
Konráð Gíslason var fæddur á Löngumýri í Skagafirði 1808 og var elsta barn hjónanna Gísla Konráðssonar sagnaritara og konu hans, Efemíu Benediktsdóttur. Konráð vildi laga íslenska stafsetningu að framburði og innleiddi nýja stafsetningu í öðrum árgangi Fjölnis en hugmyndir hans á því sviði náðu aldrei fótfestu og hann hvarf frá henni síðar. Áhrif hans á íslenskt ritmál urðu þó mikil.
Hann var brautryðjandi í íslenskri orðabókargerð og samdi m.a. fyrstu íslensku-dansk orðabók 1851.
Verð 15.000
Menning og listir | Breytt 17.3.2012 kl. 19:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- Vinsælast; ljóð, húmor og lífstílsbækur
- Sumarlesningin mín
- Vinsælustu bækurnar
- Einstaklega vel heppnað útgáfuhóf
- Netbókabúðin netbokabud.is
- Mensalder á metsölulista
- 50% afsláttur á gömlum bókum
- Kanill í fyrsta sæti hjá Eymundsson
- Kanill verðlaunaður
- Kanill rýkur út!
- Opið alla daga!
- Viðtal við Sigríði Jónsdóttur
- Söluhæstu bækur ársins 2011
- Haustannáll (kvenkyns)bóksalans
- Topp 10! Frá 14. des. - 20. des
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Desember 2013
- Ágúst 2013
- Desember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Maí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
Bækurnar
- Góða ferð - handbók um útivist
- Hvítir hrafnar verð 28 þúsund
- SELD: Kvæði Eggerts frá 1832 á kr. 43 þúsund
- Austurland I.-VII á 25.000 kr.
- Náttúrufræðingurinn innbundinn á 60 þúsund
- Selt: Frumútgáfa á Svörtum fjöðrum Davíðs fyrir 24 þúsund
- Seld: Eftirmæli 18. aldar á 110 þúsund
- Sending abroad
- Sigurðar saga fóts
- Kvennafræðari Elínar Briem
- [ Fleiri fastar síður ]