Færsluflokkur: Menning og listir
13.1.2011 | 16:47
...nýtt ár og nýjar bækur!
Það hefur verið nokkuð hljótt hérna undanfarið. Jólabókavertíðin var annasöm og má segja að bóksalarnir hafi verið búnir á því að henni lokinni!
Núna eru margar af jólabókunum á lækkuðu verði t.d. allar bækur sem komu út hjá Bjarti og Veröld fyrir jólin. Ég man þig eftir Yrsu Sigurðardóttur er t.d. núna á 2.499.- í stað 5.890.-
Nokkrar bækur komu mjög seint út og má þar nefna Holtamannabók III. Fyrir áhugamenn um ættfræði er þetta ómissandi bók og kostar hún 13.500.-
Núna eru líka nokkrar af jólabókunum að koma út í kilju t.d. Mörg eru ljónsins eyru eftir Þórunni Erlu og Valdimarsdóttur. Þá var að koma út kilja sem ber heitið Prjónaklúbburinn og ætti það að vera gleðifregn fyrir allar prjónakonur landsins.
Árið 2011 fer því vel af stað.
Gleðilegt ár.
-eg
18.12.2010 | 20:00
Sumarlandið enn á toppnum!
Metsölubækur vikunnar 8. - 14. des.
1) Sumarlandið - Höf. Guðmundur Kristinsson - Útg. Árnesútgáfan (1)
2) Vestfirskar konur- Höf. Finnbogi Hermansson - Útg. Vestfirska (ný)
3) Ég man þig - Höf. Yrsa Sigurðardóttir - Útg. Veröld (ný)
4) Sagan af Þuríði formanni - Höf. Brynjúlfur Jónsson - Útg. Sæmundur (2)
5) Svar við bréfi Helgu - Höf. Bergsveinn Birgisson - Útg. Bjartur (ai)
6) Refaskyttan hugljúfa - Höf. Sveinn Runólfss.&Jón R. Björnss. - Útg. Sveinn Runólfss. (ný)
7) Bók fyrir forvitnar stelpur - Höf. Kristín og Þóra Tómasdætur (ný)
8) Sigurðar saga fóts - Höf. Bjarni Harðarson - Útg. Sæmundur (4)
9) Hreinsun - Höf. Sofi Oksanen - Útg. Mál og menning (ai)
10) Bréf til næturinnar - Höf. Kristín Jónsdóttir - Útg. Félag ljóðunnenda á Austurlandi (ai)
6.12.2010 | 22:00
Hápunktur í bókakynningum í Sunnlenska bókakaffinu
Fjöldi rithöfunda heimsækir Sunnlenska bókakaffið í vikunni enda jólabókavertíðin í háflæði. Fimmtudaginn 9. desember mæta Bragi Ólafsson, Unnur Karlsdóttir, Ingibjörg Elsa Björnsdóttir og Jón M. Ívarsson og lesa úr verkum sínum.
Fimmtudagslestur:
Bragi er höfundur skáldsögu sem hlotið hefur tilnefningu til bókmenntaverðlauna og heitir: Handritið að kvikmynd Arnar Featherby og Jóns Magnússonar um uppnámið á veitingahúsinu eftir Jenný Alexson. Unnur Birna Karlsdóttir sagnfræðingur er höfundur bókarinnar Þar sem fossarnir falla. Í henni er gerð grein fyrir sögu virkjana og nýtingar fallvatna síðastliðin 100 ár. Ingibjörg Elsa Björnsdóttir þýðir Dæmisögur Tolstojs og Jón M. Ívarsson sagnfræðingur er höfundur bókarinnar HSK í 100 ár sem er stórvirki í héraðssögu Suðurlands.
Bækurnar sem lesið er úr verða á tilboði þetta kvöld. Upplestur á fimmtudagskvöldum hefst klukkan 20, ókeypis aðgangur og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Lesið úr barnabókum:
Laugardaginn 11. desember kl. 14:30 verður barnabókaupplestur í Sunnlenska bókakaffinu. Þá mæta Sigrún Eldjárn, Áslaug Ólafsdóttir, Auður Ösp Guðmundsdóttir og Embla Vigfúsdóttir. Sigrún les úr bókum sínum Forngripasafnið, Iðnir karkkar og Árstíðirnar en sú síðarnefnda er gerð í samvinnu við bróður hennar Þórarin Eldjárn. Áslaug les úr Stafasúpunni og að síðustu eru þær stöllur Auður Ösp og Embla með bókina Loðmar. Spennandi dagskrá fyrir börn á aldrinum þriggja til þrjú hundruð ára. 10% afsláttur verður á öllum barnabókum þennan dag.
3.12.2010 | 23:49
Sumarlandið í fyrsta sæti á metsölulista vikunnar
Það eru greinilega margir sem hafa áhuga á viðtölum við framliðna. Sumarlandið rýkur út eins og heitar lummur. Annars lítur metsölulisti frá 24. - 30. nóv. svona út:
1) Sumarlandið - Höf. Guðmundur Kristinsson - Útg. Árnesútgáfan (3)
2) Lífsleikni Njálu - Höf. Arthúr Björgvin Bollason - Útg. A4 (ný)
3) Hreinsun - Höf. Sofi Oksanen - Útg. Mál og menning (ai)
4) Svar við bréfi Helgu - Höf. Bergsveinn Birgisson - Útg. Bjartur (ný)
5) Sigurðar saga fóts - Höf. Bjarni Harðarson - Útg. Sæmundur (2)
26.11.2010 | 23:13
Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands mest selda bókin!
Það er viðeigandi að mest selda bókin á tímabilinu 17. - 23. nóvember sé Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands. Annars lítur listinn svona út:
1) Stjórnarskrá lýðveldisins Ísland - Útg. Iðunn
2) Sigurðar saga fóts Höf. Bjarni Harðarson - Útg. Sæmundur
3) Sumarlandið Höf. Guðmundur Kristinsson - Útg. Árnesútgáfan
4) Gunnar Thoroddsen - ævisaga - Höf. Guðni Th. Jóhannesson - Útg. JPV
5) Eyjafjallajökull - Höf. Ari Trausti Guðmundss.&Ragnar Sigurðrss. - Útg. Uppheimar
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 23:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.11.2010 | 12:06
Seiðandi sögur í smásagnasafninu Doris Deyr
Ég var að ljúka við að lesa nýtt smásagnasafn eftir Kristínu Eiríksdóttur. Bókin kom út hjá JPV fyrr á þessu hausti og er fyrsta smásagnasafn höfundar en Kristín hefur áður gefið út þrjár ljóðbækur.
Það er ekki hægt að segja að lestur smásagnasafnsins fylli mann gleði og bjartsýni. Sögurnar eru flestar frekar óhuggulegar. Persónur sagnanna eru margar hverjar einmana, ráðvilltar og varnalausar gagnvart umheiminum.
Sögur Kristínar eru samtímasögur og er sögusvið þeirra oft Ísland en einnig gerast sumar þeirra erlendis, í Kanada, Kólombíu og Tyrkalandi. Kristín nær að fanga vel þann heim sem ungt fólk, flest á milli tvítugs og þrítugs, lifir í. Persónur sagnanna eru trúverðugar og Krístín notar ríkt ímyndunarafl sitt á skemmtilegan hátt þegar hún lýsir hinum mismunandi persónum. Sögurnar verða af þessum sökum mjög seiðandi og lesandinn verður forvitinn um afdrif hverrar sögupersónu. Sumar sögurnar dragast þó heldur á langinn.
Það er þó óhætt að mæla með bókinni. Hér er á ferðinni höfundur sem hefur heilmikið að segja og sögurnar vekja mann til umhugsunar um þann firrta en þó ekki alvonda heim sem við lifum í.
Elín Gunnlaugsdóttir
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 23:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.11.2010 | 11:52
Árni Matthíasson (arnim@mbl.is) skrifar um Sigurð fót og aðra brakúna
Í orðanna hljóðan, sunnudagsblaði Morgunblaðsins 7. nóv. 2010, skrifar Árni Matthíasson um bækur sem tengjast hruninu og segir þar um Sigurðar sögu fóts:
Ævintýrasagan Sigurðar saga fóts eftir Bjarna Harðarson segir ekki bara sögu hrunsins heldur sögu uppsveiflunnar líka, þess hvernig íslenskir viðskiptamenn fyrri tíma, sem voru ekki síður ævintýramenn, ólu upp kynslóð brakúna sem kunna fátt annað en að skulda og urðu líka heimsmethafar í þeirri iðju.
Líkt og í bók Óttars (M. Norðfjörð, Áttablaðarósinni) finnst manni sem maður þekki annan hvern mann, sem fígúrur úr viðskipta- og stjórnmálalífinu lifni við á síðunum, hálfu geggjaðri og mun skemmtilegri.
Miðað við hefðbundna greiningu á sorgarviðbrögðum erum við búin með doðann og afneitunina og á leið út úr reiðinni og inn í þunglyndið. Lokaskrefið er svo sáttin, sem kemur kannski þegar við höfum öll flust í afskekktan dal austur í Asíu og ræktum þar garðinn okkar í sátt við allt og alla líkt og Sigurður fótur.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 11:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.10.2010 | 09:43
Sæmundur, útgáfufélag Sunnlenska bókakaffisins kynnir:
Sigurðar sögu fóts!
Út er komin bókin Sigurðar saga fóts eftir Bjarna Harðarson rithöfund og bóksala. Þetta er önnur skáldsaga höfundar en í fyrra kom út bókin Svo skal dansa sem fékk góða dóma. Útgefandi er Sæmundur sem er útgáfufélag rekið af Sunnlenska bókakaffinu á Selfossi.
Sigurðar saga fóts er íslensk riddarasaga úr samtímanum skrifuð undir rokkuðum takti meistara Megasar en texti hans og lag um Basil fursta leiðir söguna. Við sögu koma Fiddarnir dularfullu, glæpakvendið Stella, framsóknarklerkurinn séra Brynjólfur, mafíósinn Kex Wragadijp og hetjur viðskiptanna í byrjun 21. aldarinnar. Söguhetjan Sigurður fótur veit sér alla vegi færa og að sérhver þeirra liggur fyrr eða síðar fram af bjargbrúninni. Eftir að þjóðin tekur þá trú að hann sé ríkur maður kaupir hann fyrir kurteisissakir stærsta banka landsins af frú forsætisráðherra. Í sögulok leitar hetjan upprunans og hittir hetjur barnæskunnar fyrir í afskekktum dal langt handan við hinn þekkta heim siðmenningar.
Útgáfuhóf Sigurðar fóts verður haldið í Mál og menningu við Laugaveg föstudagskvöldið 5. nóvember næstkomandi og þar sem meistari Megas og Karítur Íslands munu taka lagið undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar söngstjóra.
12.9.2010 | 15:49
Gersemar
Vorum að taka inn nokkrar stór-merkar ger-semar, m.a. Eyr-byggju frá 1787, hina mynd-skreyttu og stórmerku útgáfu af Guðspjallanna samhljóðan frá 1749 og fleira fágætt...
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 15:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.9.2010 | 21:42
Snót, 3. útgáfa
Snót er víðfræg ljóðabók fyrst útgefin í Kaupmannahöfn af Gísla Magnússyni árið 1850 en þetta eintak er 3. útgáfa, prentað á Akureyri 1877. Fallegur gripur.
Sjá nánar í gegni og hér er mynd af eintakinu.
Nýjustu færslur
- Vinsælast; ljóð, húmor og lífstílsbækur
- Sumarlesningin mín
- Vinsælustu bækurnar
- Einstaklega vel heppnað útgáfuhóf
- Netbókabúðin netbokabud.is
- Mensalder á metsölulista
- 50% afsláttur á gömlum bókum
- Kanill í fyrsta sæti hjá Eymundsson
- Kanill verðlaunaður
- Kanill rýkur út!
- Opið alla daga!
- Viðtal við Sigríði Jónsdóttur
- Söluhæstu bækur ársins 2011
- Haustannáll (kvenkyns)bóksalans
- Topp 10! Frá 14. des. - 20. des
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Desember 2013
- Ágúst 2013
- Desember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Maí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
Bækurnar
- Góða ferð - handbók um útivist
- Hvítir hrafnar verð 28 þúsund
- SELD: Kvæði Eggerts frá 1832 á kr. 43 þúsund
- Austurland I.-VII á 25.000 kr.
- Náttúrufræðingurinn innbundinn á 60 þúsund
- Selt: Frumútgáfa á Svörtum fjöðrum Davíðs fyrir 24 þúsund
- Seld: Eftirmæli 18. aldar á 110 þúsund
- Sending abroad
- Sigurðar saga fóts
- Kvennafræðari Elínar Briem
- [ Fleiri fastar síður ]