Leita í fréttum mbl.is

Hárbeitt háðsádeila frá skopsagnahöfundi

Sigurðar saga fóts eftir Bjarna Harðarson er komin út í kilju. sigf_kilja.jpg

Bókin Sigurðar saga fóts kom út á síðastliðnu hausti og fékk góðar viðtökur gagnrýndenda og lesenda. Í ritdómi DV var henni lýst sem hárbeittri háðsádeilu og á vefritinu Herðubreið var henni líkt við skrif meistara skopsögunnar P.G. Wodehouse. Höfundur sjálfur hefur í samtölum við fjölmiðla lýst því að skopið sé eina alvöruþrungna leiðin til að fjalla um heimskulega atburði.

Sigurðar saga fóts segir hugljúfa ættarsögu sveitafólks austan úr Skrautudal sem á í blóði sínu þjóðlegt sambland drambs og vanmetakenndar. Fyrr en varði er sá kokkteill orðinn að einhverjum þeim klaufaskap að óvart eignast höfuðpersóna bókarinnar, Sigurður Frits Bjarnhéðinsson stóran hluta í öllu athafnalífi þjóðar sinnar. Móðirin Hulda hefur ein einhvern skilning á gangverki þeirrar undarlegu forretningar sem kaupir ný fyrirtæki í hverjum kaffitíma.

- Hann pabbi þinn átti aldrei neitt og ég skil ekki að þú sért orðinn ríkur barnið mitt, segir hún við son sinn. Seinna á þessi seinheppni Breiðholtsvillingur eftir að enda ævina í uppruna sínum með frumstæðum hjartahreinum mönnum sem minna hann á rustalega karlana í smiðju Sigurðar afa suður í Beggjakoti.

Við sögu koma forsætisráðherra sem finnur ekkert bragð lengur af valdinu nema pirringinn, málstola kaupfélagsstjórasynir með töskur fullar af peningum, píreigir og guðhræddir bankastjórar, dularfullar dósir af hundamat austan úr gömlu Sovét og síðast en ekki síst náttúrugreindar konur sem bera heildarmynd sögunnar uppi og vekja frumstæða og villimannslega girnd.

Sigurðar saga fóts fæst í öllum betri bókaverslunum og er leiðbeinandi verð kiljunnar 2190 en innbundin kostar bókin 4690 kr.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bókakaffið á Selfossi

NETVERSLUN OKKAR, netbokabud.is - yfir tólf þúsund titlar á frábæru verði

Bókakaffið er kaffihús og bókaverslun að Austurvegi 22 á Selfossi. Við verslum með bæði nýjar og gamlar bækur. Hér birtum umsagnir um bækur og fréttir úr kaffihúsinu og netbúðinni. Við erum líka á fésbókinni. Netfang: bokakaffid@bokakaffid.is

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband