Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Menning og listir

Fimm vinsælustu bækurnar frá 23. nóv. - 29. nóv. 2011

Metsölulisti Bókakaffisins 23. nóv. - 29. nóv. 2011

1. Sigurður dýralæknir - Gunnar Finnsson skráði - Útg. Hólar
2. Valeyrarvalsinn - Guðmundur Andri Thorsson - Útg. JPV
3. Góða ferð - Helen Garðarsdóttir og Elín Magnúsdóttir - Útg. Sæmundur
4. Gamlinginn - Jonas Jonasson - Útg. JPV
5. Þúsund og ein þjóðleið - Jónas Kristjánsson - Útg. Sögur


Á fornum slóðum og nýjum

Fimmtudaginn 1. desember munu lesa úr verkum sínum í Sunnlenska bókakaffinu þeir Hallgrímur Helgason, Jónas Kristjánsson, Ari Trausti Guðmundsson og Sindri Freysson.

Hallgrímur Helgason sendi í haust frá sér bókina Konan við 1000°. Bókin hefur vakið mikla athygli.

Jónas Kristjánsson hefur skrifað bók um 1001 þjóðleið. Áhugaverð bók fyrir þá sem vilja feta fornar slóðir.

Ari Trausti Guðmundsson sendi frá sér skáldsöguna Sálumessu á þessu hausti. Fyrir skömmu kom einnig út endurútgáfa af bókinni Eldgos 1913 - 2011.

Sindri Freysson hlaut á þessu ári Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir ljóðabók sína Í klóm dalalæðunnar.

Komið og kynnið ykkur það nýjasta í íslenskum skáldskap.
Húsið opnar kl. 20:00 og eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.


Lesið úr Aðventu á aðventu

Næstu fjóra sunnudaga mun Gunnlaugur Bjarnason, nemi og bóksali lesa Aðventu Gunnars Gunnarssonar fyrir gesti og gangandi í Sunnlenska bókakaffinu. Lesið verður úr bókinni milli kl. 14:30 og 15:30.

Aðgangur er ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir.


Þorpsstemning, ágústmyrkur og ljóðaþýðingar í Bókakaffinu

Fimmtudaginn 24. nóvember munu lesa úr verkum sínum Guðmundur Andri Thorsson, Eyþór Árnason, Harpa Jónsdóttir og Andrés Eiríksson.

Guðmundur Andri Thorsons sendi nú í haust frá sér bókina Valeyrarvalsinn. Í sögunni segir frá fólki í þorpi einu. Sagan er raunar sextán sögur sagðar í einu. Spennandi bók sem hefur fengið góðar viðtökur.

Eyþór Árnason kvaddi sér hljóðs með ljóðabókinni Hundgá úr annarri sveit. Nú í haust kom út önnur ljóðbók hans sem nefnist Svo ég komi aftur að ágústmyrkrinu.

Harpa Jónsdóttir gaf á dögunum út bókina Eitt andartak í einu. En hún fjallar um unga ófríska stúlku í sjávarþorpi.

Andrés Eiríksson hefur unnið við ljóðaþýðingar og mun lesa þýðingar sýnar.

Komið og kynnið ykkur það nýjasta í íslenskum skáldskap.
Húsið opnar kl. 20:00 og eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.


Mikið úrval dýrgripa

Hjá Sunnlenska bókakaffinu erum við að fara í gegnum og verðleggja mikið safn vel með farinna dýrgripa sem nánar verður gerð grein fyrir á næstu vikum og mánuðum. Áhugasamir geta sent bréflegar inn fyrirspurnir og tilboð á netfang bjarni@selfoss.is  eða í bréfpósti á Sunnlenska bókakaffið, Austurvegi 22, 800 Selfossi. ordabokkonrad01.jpg

Í þessu safni eru m.a.:

Biblíu-kjarni, útlagður og gefinn út af Ásmundi Jónssyni dómkirkjupresti, Kbh. 1853.

Bókmentasaga Íslendinga fram undir siðabót, Finnur Jónsson, Kbh. 1904-5

Bragi, sýnisbók íslenzkrar ljóðagerðar á 19. öld, fyrsta bindi. Rvk. 1904

Bænakver eptir Pál Jónsson prest á Völlum í Svarfaðardal, Akureyri 1878.

Dactylismun Ecclesiasticus eður Fingrarím viðvíkjandi kirkju-arfins tímum, útg. Kbh. 1838

Dagrún, Benedikt Gröndal (Sveinbjarnarson), Rvk. 1906.

Dýravinurinn gefinn út af Dýraverndunarfjelagi danskra kvenna, íslenzkað hefur Páll Briem, Kbh. 1885. (Vel varðveitt).

Dönsk orðabók með íslenzkum þýðingum. Samið hefur K. Gíslason, Kbh. 1851.

Edda Snorra Sturlusonar, Rvk. 1907, Finnur Jónsson og Sig. Kristjánsson.  (Sami eig. og næst á undan.)

Eir tímarit handa alþýðu um heilbrigðismál, 1.-2. árg., ritstjórn Dr. J. Jónassen, Guðmundur Magnússon, Guðmundur Björnsson, Rvk. 1900 útg. Sigfús Eymundsson.

Fortællinger paa vers og træsnit, Christian Winther, Kbh. 1901

Framtíðarmál. Verzlunarfrelsi eða einokun á Eyrarbakka. Frjettaþráður til Íslands eptir Boga Th. Melsteð, Kbh. 1891

Fröken Jensens Kogebog, syvende oplag, Kbh. 1902

Geschichte der christlichen Kirche in Lebensbeschreibungen. Christlichen Schulen und Familien gewidmet von I. Hepp, Pfarrer zu Epperthausen in der döcese Mainz, Mainz 1851

Gunnlaugs saga Ormstungu, útg. Christiania 1862

Hentug handbók fyrir hvörn mann með ...., útg. af Magnúsi Stephensen, Leirárgörðum 1812

Hugleiðingar um höfuðatriði kristinnar trúar, J.P. Mynster, útg. Kbh.,1839 af Þorgeiri Guðmundssyni

Icelandic Pictures Drawn with Pen and Pencil by Frederick W.W. Howell, F.R.G.S. with a map and many illustrations, London 1893

Íslenzk þjóðlög, Bjarni Þorsteinsson, útg. Kbh., 1906-1909

Íslenzk æfintýri. Söfnuð af M. Grímssyni og J. Árnasyni, kosta innfest í kápu 32 skk., Rvk. 1852, LJÓSPRENT ÁN ÁRTALS

Konráð Gíslason, Finnur Jónsson, sérprent, útg. Lund 1891

Kristilegur barnalærdómur eptir lúterskri kenningu, Helgi Hálfdánarson, áttunda prentun Kbh. 1897, Gyldendal

Kristilegur barnalærdómur, skýring á fræðum Lúthers hinumm minni eftir Thorv ald Klaveness, Þórhallur Bjarnarson þýddi, Rvk. 1900

Kristindómur. Árás á kennimenn lúthersku kirkjunnar, Einar Jochumsson, frh. af Hrópi og Lögmáli, Rvk. (Gutenberg) 1907

Kvöldvökurnar 1794, fyrri partur, önnur útgáfa, samanteknar af Dr. Hannesi Finnssyni, Rvk. 1848

Lögbók Magnúsar konungs, Lagabætis, handa Íslendingum eður Jónsbók hin forna, útg. Akureyri 1858 af Sveini Skúlasyni. (Afar fín.)

Lögfræðisleg formálabók eða Leiðarvísir fyrir alþýðu, Magnús Stephensen og L.E. Sveinbjörnsson, útg. Rvk. 1886. (Stráheil, nafn á saurblaði: Sigurgeir Daníelsson.)

Vídalínspostilla Kbh. 1858 (12. og 13. útgáfa)

Minningarrit Hólaskóla, tuttugu og fimm ára, Akureyri 1909

Morðbréfabæklingar Guðbrands biskups Þorláksson 1592, 1595 og 1608, með fylgiskjölum, Rvk. 1902-1906

Niðjatal Þorvalds Böðvarssonar prests á Holti undir Eyjafjöllum og Björns Jónssonar prests í Bólstaðarhlíð, Rvk. 1913

Níutíu og þrír sálmar útaf Strúms hugvekna 1sta parti, síra Jón Hjaltalín á Breiðabólstað á Skógarströnd, Kbh. 1835

Passíusálmar með fjórum röddum fyrir orgel og harmoníum, Hallgrímur Pétursson, Rvk. 1906-1907

Plads for Jesus, Postille af J.J: Jansen, andet oplag, Kristiania, 1905

Presta tal og prófasta á Íslandi, Sveinn Níelsson á Staðastað, útg. Kbh. 1869

Prédikanir, ætlaðar til helgidaga lestra í heimahúsum eptir Dr. P. Pjetursson, Rvk. 1856

 

Meira síðar.


Hagnýt bók í jólapakkann

goda_ferdFyrr á árinu kom út bókin Góða ferð - handbók um útivist eftir Helen Garðarsdóttur og Elínu Magnúsdóttur.

 

 Bókin er alfræðirit fyrir útivistariðkendur, bæði byrjendur og lengra komna. Í henni er farið yfir alla grunnþætti útivistariðkunnar, eins og klæða- og útbúnaðarval, rötun og leiðarval, næringu, veður og fyrstu hjálp, svo eitthvað sé nefnt.

Hér er að finna svör við ótal spurningum, eins og hvernig eigi að komast hjá því að verða kalt í tjaldi, hvernig einangrun virki, hvernig komast megi hjá ofkælingu og hvernig mismunandi prímusar standa sig við mismunandi hitastig.

Þá er sérstakur kafli um hvað skuli gera ef ferðafólk villist. Höfundar styðjast við margra ára reynslu og þjálfun úr björgunarsveitarstarfi, skátastarfi og almennri ferðamennsku til að fræða lesandann um allt sem þeim finnst mikilvægt að ferðafólk kunni skil á, ætli það til fjalla. Í bókinni er fjöldinn allur af ljósmyndum, skýringarmyndum, listum og töflum sem gera bókina aðgengilega og auðvelda aflestrar. 

Meðal ráðgjafa og yfirlesara voru fjallaleiðsögumenn, björgunarsveitarfólk, næringarfræðingur, landfræðingur, leiðbeinandi í fjallamennsku, kennari í fyrstu hjálp og sérfræðingur í útieldun. Bókina er hægt að lesa sem eina heild, eða nota sem uppflettirit. Hún er prentuð á rakaþolinn pappír, til að hún þoli íslenskt veðurfar, og er í handhægu broti svo hún passar hvort sem er í bakpoka eða hanskahólf á bíl.Góða ferð_Elín og Helen_medium 

Þessi fallega bók hentar vel í jólapakkann og kostar aðeins krónur 3990 kr. Fæst í öllum betri bókabúðum og í netverslun okkar, https://secure.eshop.is/bokakaffid/varainfo.aspx?id=70332


Hrappseyjarprent norsku laga

norsku_log2Kristján V (1646-1699) einvaldskonungur í Dansk-norska ríkinu innleiddi 1687 sérstakan lagabálk sem miðaði við aðstæður í Noregi og nefnast enn þann dag í dag Norsku lög.

Þau voru prentuð í Kaupmannahöfn á dönsku nokkrum árum eftir útgáfu þeirra en nærri hundrað ár liðu áður en þau komu út á íslenskri tungu. Það var með útgáfu þeirri sem hér er boðin til kaups sem er prentuð í Hrappsey árið 1779 og heitir:  Kongs Christians Þess Fimta Norsku Løg : a Islensku Utløgd. Þýðandi var Magnús Ketilsson sýslumaður en inngang ritar Bogi Benediktsson.

Bókin er 755 síður í stóru broti. Af íslenskum gersemum í flokki prentaðra lögfræðibóka stendur engin framar þessari merku bók sem hér er boðin til kaups fyrir 220 þúsund krónur, https://secure.eshop.is/bokakaffid/varainfo.aspx?id=171141

norsku_log

 Norsku lög voru lögð til grundvallar í lögréttu á Alþingis seinustu aldir þess og enn eru einstakar greinar Norsku lagar taldar gilda hér á landi, s.s. sjötta grein úr 14. kapítula sem ber heitið Um ofríki og hervirki. Greinin sem enn stendur fyrir sínu og nýst hefur eftir bankahrunið fræga er svohljóðandi:

6.  Nú vill maður eigi flytjast úr leiguhúsi á fardegi réttum, enda hafi honum verið löglega byggt út, eða hann hefst við í húsi, sem hann á engan rétt til, eða hefir verið dæmdur úr, að ólofi eiganda, og má þá eigandi án frekara dóms láta þjóna réttarins ryðja húsið. ...


Fyrsti jólabókakvöldið, Steinunn, Óttar og Haukur

steinunn.jpghaukur_ingvarss.jpg

Sunnlenska bókakaffið heldur upp á jólin með heimsóknum rithöfunda nú þegar jólabókaflóðið hellist yfir.

Við byrjum í kvöld, fimmtudagskvöldið 10. nóv. með þremur frábærum höfundum. Húsið verður opnað klukkan átta með kakó og vöfflum en lestur hefst um hálfníu.

ottar_nordfjord.jpgÞau sem koma í kvöld eru:

Steinunn Sigurðardóttir sem les úr nýrri skáldsögu sinni Jójó. Óttar Norðfjörð les úr spennusögu sinni Lygarinn og  Haukur Ingvarsson sem les úr sinni fyrstu skáldsögu, Nóvember 1976. 

Ókeypis aðgangur og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. 


Dulræna vísindahandbókin

Dulrænadulraena_sig_eyth vísindahandbókin eftir Sigurð Eyþórsson myndlistarmann er afar dularfull bók. 

Hún er talin hafa komið út árið 1974 í tveimur útgáfum, annarri á íslensku en hinni á ensku.

Bókin tekur fyrir með sérstæðum hætti spurninguna um ódauðleika sálarinnar og fléttar henni saman við myndir úr almenningssamgöngum Reykjavíkurborgar.

Dulræna vísindahandbókin fæst hér með áritun höfundar fyrir aðeins 12.000 krónur, https://secure.eshop.is/bokakaffid/varainfo.aspx?id=160893


Hundrað ára útgáfur á íslenskum rímum

rimur_af_ulfariSunnlenska bókakaffið lumar á úrvali af gömlum rímnabókum, þar á meðal þessari sem hér sést en í henni eru bundin saman þrjú hefti:

Rímur af Úlfari sterka efir Þorlák Guðbrandsson og Árna Böðvarsson sem út komu í Reykjavík 1906, Rímur af Bernótusi Borneyjarkappa sem kveðnar voru 1823 fyrir síra Gunnlaug á Kvennabrekku en af Magnúsi í Magnússkógum, útg. 1907 og að síðustu í sama bandinu önnur útgáfa af Rímum Sigurðar Breiðfjörð af Fertrami og Plató, pr. í Rv. 1910. Þessi  bók sem er í gamallegu og snjáðu heimabandi fæst á aðeins 9300 kr. https://secure.eshop.is/bokakaffid/varainfo.aspx?id=170734

Eigum einnig:

Rímur af Flórusi og sonum hans
Höfundur Hákon Hákonarson á Brokey. Útgáfuár 1906
https://secure.eshop.is/bokakaffid/varainfo.aspx?id=170736
Rímur af Búa Andríðssyni og Fríði Dofradóttur
Höfundur Grímur Thomsen. Útgáfuár 1906
https://secure.eshop.is/bokakaffid/varainfo.aspx?id=170735
 
Rímur af Sigurði snarfara og ættmönnum hans / kveð
Höfundur Hans Natansson. Útgáfuár 1883
https://secure.eshop.is/bokakaffid/varainfo.aspx?id=170732
Rímur af Goðleifi Prúða
Höfundur Ásmundur Gíslason. Útgáfuár 1913
https://secure.eshop.is/bokakaffid/varainfo.aspx?id=170533

 

Rímur af Perusi meistara
Höfundur Bólu-Hjálmar. Útgáfuár 1940
https://secure.eshop.is/bokakaffid/varainfo.aspx?id=170525
Rímur af Jóhanni Blakk - innbundið saman í eina b
Höfundur Gísli Sigurðarson. Útgáfuár 1908
https://secure.eshop.is/bokakaffid/varainfo.aspx?id=169394
Rímur af Hjálmari Hugumstóra - innbundið saman í
Höfundur Hallgrímur Jónsson. Útgáfuár 1909
https://secure.eshop.is/bokakaffid/varainfo.aspx?id=169393
Rímur af Víglundi og Ketilríði - innbundið saman
Höfundur Sigurður Breiðfjörð. Útgáfuár 1905
https://secure.eshop.is/bokakaffid/varainfo.aspx?id=169392
Rímur af Gísla Súrssyni - innbundið saman í eina b
Höfundur Sigurður Breiðfjörð. Útgáfuár 1908
https://secure.eshop.is/bokakaffid/varainfo.aspx?id=169391
Rímur af Búa Andríðssyni og Fríði Dofradóttur
Höfundur Grímur Thomsen. Útgáfuár 1906
https://secure.eshop.is/bokakaffid/varainfo.aspx?id=165793
Rímur af Perusi meistara
Höfundur Bólu-Hjálmar. Útgáfuár 1940
https://secure.eshop.is/bokakaffid/varainfo.aspx?id=165394
Rímur af Göngu-Hrólfi
Höfundur Hjálmar Jónsson. Útgáfuár 1884
https://secure.eshop.is/bokakaffid/varainfo.aspx?id=165393
Rímur af Gesti Bárðarsyni - innbundið saman í ein
Höfundur Benedikt Einarsson . Útgáfuár 1908
https://secure.eshop.is/bokakaffid/varainfo.aspx?id=165368
Rímur af Hálfdáni Brönufóstra
Höfundur Jón Gottskálksson. Útgáfuár 1905
https://secure.eshop.is/bokakaffid/varainfo.aspx?id=164582

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Bókakaffið á Selfossi

NETVERSLUN OKKAR, netbokabud.is - yfir tólf þúsund titlar á frábæru verði

Bókakaffið er kaffihús og bókaverslun að Austurvegi 22 á Selfossi. Við verslum með bæði nýjar og gamlar bækur. Hér birtum umsagnir um bækur og fréttir úr kaffihúsinu og netbúðinni. Við erum líka á fésbókinni. Netfang: bokakaffid@bokakaffid.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband