Færsluflokkur: Menning og listir
25.5.2009 | 11:36
Bóksalinn í þungum þönkum
Ég veit ekki hvað á að segja um fyrirmyndina en ljósmyndarinn Stefán Karlsson á Fréttablaðinu kann sitt fag en hann smellti þessari mynd af bóksalanum nú á vordögum.
Menning og listir | Breytt 27.5.2009 kl. 09:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.5.2009 | 17:52
Úr rekkanum
Tveir menn sitja og drekka kaffi. Annar er læknir en hinn sögufrægur rithöfundur. Inn kemur maður sem er algjörlega óþekktur lækninum og hafa þessir tveir menn aldrei hist. Samt sem áður er það fyrsta sem læknirinn segir við hinn óþekkta mann:
"Þú hefur greinilega verið að koma frá pósthúsinu."
Gesturinn veit lítið hvað skal segja en kemur loks upp úr sér: "Hvernig í fjáranum vissirðu það?"
Læknirinn: "Þessa seinustu daga hafa verið framkvæmdir við pósthúsið þar sem þeir hafa verið að laga klóakið. Þessi staður er sérstakur fyrir það að þar er sérstök mold sem er aðeins á þessum stað. Þessi sama mold er núna á skónnum þínum."
Þessa sögu sagði ágætur fastakúnni, Hafliði Magnússon, mér þegar hann sá bókina "The Penguin Complete Sherlock Holmes" í tvöhundruð króna rekkanum. Þessi saga segir frá Arthur Conan Doyle, rithöfundinum, og vini hans lækninum sem er fyrirmynd af einkaspæjaranum athugula.
Það er margt sem leynist í tvöhundruð króna rekkanum.
-gbv.
17.5.2009 | 22:08
Frönsk stemmning í Sunnlenska bókakaffinu
Föstudaginn 22. maí mun frönsk stemmning svífa yfir vötnum í Sunnlenska bókakaffinu. Frönskum bókmenntum verður gert sérlega hátt undr höfði þennan dag og kaffið verður serverað á franska vísu. Að kvöldi dags, kl. 20:00, munu þau Hlín Pétursdóttir, sópran og Vadim Fedorov, harmóníkuleikari flytja franska kaffihúsamúsík. Aðgangur að þeirri uppákomu er ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir.
Þessi franska dagskrá er hluti af Vori í Árborg og er styrkt af Menningarráði Suðurlands.
14.5.2009 | 13:34
...búin að kosskveðja
Ferðbúin konan var búin að kosskveðja og gekk burt frá hjónarúminu með tösku sína. Hún lauk upp hurðinni og lét aftur á eftir sér. Bóndinn kúrði sig niður á meðan. Hann hlustaði nákvæmlega á fótatak hennar fjarlægjast í framstofunni og anddyrinu uns útidyrahurðin skall í lás á eftir henni...
Ég er frjáls! Þrír dagar og þrjár nætur framundan. Guði á himnum sé lofi og dýrð!
...
(HKL: Veiðitúr í óbygðum, Sjöstafakverið, aðeins 499 kr.)
12.5.2009 | 12:56
Áskrifendur að Helgakveri
Þeir sem óska eftir að kaupa Helgakver í áskrift geta skráð nafn sitt hér að neðan með tölvupósti, bokakaffid@sunnlenska.is eða í athugasemdakerfi. Vinsamlega takið fram nafn, titil eða heimilisfang ef óskað er eftir að slíkt birtist og síðan símanúmer sem verður þó ekki birt en er hér til þess að staðfesta skráningu.
Textinn sem birtist ofan við nöfn áskrifenda verður einfaldlega eftirfarandi:
Helgi Ívarsson 1929-2009
Bóndi og fræðimaður í Hólum í Stokkseyrarhreppi
Með virðingu
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 22:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.5.2009 | 00:18
Þjóðargjöfin
Félag íslenskra bókaútgefenda sendi fyrir um 10 dögum 1000 kr. ávísun inná hvert heimili í landinu. Ávísunina má nýta við kaup á bók eða bókum. Kaupa þarf fyrir 3000 kr. eða meira svo hægt sé að nýta hana. Með þessu vilja bókaútgefendur ásamt bóksölum hvetja til bókakaupa og bóklesturs.
Margir hafa þegar nýtt ávísunina sína í Sunnlenska bókakaffinu og þeir sem eiga enn þá ónýtta ávísun eru hvattir til að gera það eigi síðar en á mánudaginn (4. maí) en hún rennur út í lok þess dags.
Það mikið til í þessum málshætti: Bók er best vina.
-eg
18.4.2009 | 13:14
Prjónakaffi 21. apríl kl. 20:00
Seinasta prjónakaffi vetrarins verður 21. apríl kl. 20:00.
Hannyrðavöruverslunin Nálin verður kynnt og einnig bókin Prjóniprjón.
Guðbjörg Runólfsdóttir serverar kaffi og pönnsur.
Allir velkomnir.
9.4.2009 | 17:26
Opnunartímar um bænadaga og páska
Opið verður sem hér segir:
9. apríl, skírdagur - opið 12 - 16
10. apríl, föstudagurinn langi - lokað
11. apríl, laugardagur - opið 12 - 16
12. apríl, páskadagur - lokað
13. apríl, annar í páskum - lokað
Blindur er bóklaus maður
23.3.2009 | 19:28
Montni bóksalinn og draumur dalastúlkunnar
Ég verð alltaf montnastur þegar ég stend vaktina í bókabúðinni okkar. Nú barst hingað tímarit Hekluumboðsins þar sem kaffibarþjónninn Unnsteinn Jóhannsson gefur leiðarvísi fyrir þá sem eru á leið um landið. Hann mælir með sex kaffihúsum á landsbyggðinni og okkar er eitt þeirra. Kærar
þakkir.
Og fyrst ég er nú hérna í búðinni má ég til með að blogga aðeins um tvær perlur hér úr hillunum. Í gömlu skræðunum er margt skemmtilegt og fallegt. Ég var spurður um daginn hvað væri elsta bókin hér inni og ég held ég fari rétt með að það sé frönsk guðsorðabók frá árinu 1886 (ekkert mjög gamalt) en bók þessi er svo einstök í fegurð sinni að það er hrein nautn að handfjatla hana. Sjálfur kann ég ekki frönsku og veit þessvegna ekki hvernig beri að þýða heiti bókarinnar, Le Parossien Romian. Hér voru til skamms tíma nokkrar eldri bækur en 19. aldar prent er yfirleitt fljótt að fara.
Önnur perla hér í búðinni er frá árinu 1951 og heitir Draumur dalastúlkunnar. Lítið kver og yfirmáta rómantískt, þjóðlegt leikrit. Myndskreytt af Halldóri Péturssyni. Á baksíðu stendur:
Fyrir mörgum, mörgum árum var til fólk, sem bjó í sátt við Guð og menn, á litlum bæ, í litlum dal, langt, langt upp til fjalla... Þetta fólk er þjóðin okkar.
Útgáfan er tileinkuð Bárðdælingum.
6.3.2009 | 09:04
Land þagnarinnar er mögnuð bók
Enn af bókabloggi. Var að leggja frá mér Land þagnarinnar eftir Ara Trausta Guðmundsson (Einarssonar frá Miðdal.) Í þessari mögnuðu bók rekur Ari fjölskyldusögu sem er með miklum eindæmum. Það er þó fjarri bókarhöfundi að fella dóma heldur rekur hann tilfinningar sínar og annarra fjölskyldumeðlima allt frá barnæsku þar sem hann elst upp með móður og ömmu sem báðar höfðu átt sama manninn.
En sagan er um leið magnaður hluti af 20. aldar sögu álfunnar því hér segir einnig frá gyðingaofsóknum í Þýskalandi, kvikmyndaiðnaði í Weimarlýðveldinu og ótal mörgu öðru. Mögnuð bók sem snertir strengi í öllum, hvort sem það eru áhugamenn um ættarsögur, pólitík eða ástarævintýri.
-b.
Nýjustu færslur
- Vinsælast; ljóð, húmor og lífstílsbækur
- Sumarlesningin mín
- Vinsælustu bækurnar
- Einstaklega vel heppnað útgáfuhóf
- Netbókabúðin netbokabud.is
- Mensalder á metsölulista
- 50% afsláttur á gömlum bókum
- Kanill í fyrsta sæti hjá Eymundsson
- Kanill verðlaunaður
- Kanill rýkur út!
- Opið alla daga!
- Viðtal við Sigríði Jónsdóttur
- Söluhæstu bækur ársins 2011
- Haustannáll (kvenkyns)bóksalans
- Topp 10! Frá 14. des. - 20. des
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Desember 2013
- Ágúst 2013
- Desember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Maí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
Bækurnar
- Góða ferð - handbók um útivist
- Hvítir hrafnar verð 28 þúsund
- SELD: Kvæði Eggerts frá 1832 á kr. 43 þúsund
- Austurland I.-VII á 25.000 kr.
- Náttúrufræðingurinn innbundinn á 60 þúsund
- Selt: Frumútgáfa á Svörtum fjöðrum Davíðs fyrir 24 þúsund
- Seld: Eftirmæli 18. aldar á 110 þúsund
- Sending abroad
- Sigurðar saga fóts
- Kvennafræðari Elínar Briem
- [ Fleiri fastar síður ]