Leita í fréttum mbl.is

Úr rekkanum

holmes

Tveir menn sitja og drekka kaffi. Annar er læknir en hinn sögufrægur rithöfundur. Inn kemur maður sem er algjörlega óþekktur lækninum og hafa þessir tveir menn aldrei hist. Samt sem áður er það fyrsta sem læknirinn segir við hinn óþekkta mann:

"Þú hefur greinilega verið að koma frá pósthúsinu."

Gesturinn veit lítið hvað skal segja en kemur loks upp úr sér: "Hvernig í fjáranum vissirðu það?"

Læknirinn: "Þessa seinustu daga hafa verið framkvæmdir við pósthúsið þar sem þeir hafa verið að laga klóakið. Þessi staður er sérstakur fyrir það að þar er sérstök mold sem er aðeins á þessum stað. Þessi sama mold er núna á skónnum þínum."

 Þessa sögu sagði ágætur fastakúnni, Hafliði Magnússon, mér þegar hann sá bókina "The Penguin Complete Sherlock Holmes" í tvöhundruð króna rekkanum. Þessi saga segir frá Arthur Conan Doyle, rithöfundinum, og vini hans lækninum sem er fyrirmynd af einkaspæjaranum athugula.

Það er margt sem leynist í tvöhundruð króna rekkanum.

-gbv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bókakaffið á Selfossi

NETVERSLUN OKKAR, netbokabud.is - yfir tólf þúsund titlar á frábæru verði

Bókakaffið er kaffihús og bókaverslun að Austurvegi 22 á Selfossi. Við verslum með bæði nýjar og gamlar bækur. Hér birtum umsagnir um bækur og fréttir úr kaffihúsinu og netbúðinni. Við erum líka á fésbókinni. Netfang: bokakaffid@bokakaffid.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband