15.3.2010 | 13:51
Prjónakaffi þriðjudaginn 16. mars
Næsta prjónakaffi verður á morgun þriðjudag 16. mars kl. 20. Væntanlega verður prjónað af kappi en einnig verður kynning á vintagebúðinni Hosiló (Austurvegi 33, Selfossi).
Allir velkomnir. Kakó og vöfflur.
13.3.2010 | 20:30
Góður er hann Gudeta
Náði mér í tvær bækur Eþjópiskra höfunda meðan ég var þar úti í vetur og lofaði þá að skrifa um bækur þessar þegar ég hefði komist í að lesa þær. Svo gleymast svona loforð en ég las bók Mulugta Gudeta, Evil days upp til agna og hafði mikla ánægju af.
Hér er ekki á ferðinni nein stórkostleg snilld, en ágætlega skrifuð skáldsaga sem opnar fyrir lesanda innsýn í sögu Eþjópíu, menningu og þankagang íbúanna. Sagan sem gerist á valdatíma kommúnistans Meginstu, lýsir vel þeirri grimmd sem ríkti á valdaskeiði hans og ríkir raunar víða um lönd þar sem með völd fara vondir menn.
Hin Eþjópíska bókin sem ég náði í þarna úti er eftir Fikeremarkos Desta en bók hans heitir Land of the Yellow bull. Hún er á bókakápu skilgreind sem þjóðfræðileg skáldsaga, þar við mætti bæta við orðinu erótík því sagan snýst að mestu um kynlíf og ástarsenur. Hún liggur þar mjög á mörkum kláms og ástarvellu og fær ekki nema eina, nei annars hálfa stjörnu! Það er samt innanum fróðleikur í bókinni um lífshætti Hamarsfólksins í Eþjópíu en þar sem ég var fjarri þeim slóðum í reisu okkar Egils lét ég hana frá mér hálflesna og á tæpast von á að ég taki upp þráðinn.
Þótti vænt um þegar ég bloggaði um þessa höfunda síðast þá kommenteraði meðal annarra íslensk kona, Agla að nafni, sem virtist kunna skil á báðum þessum mönnum. Kannski fæ ég meira að heyra frá henni núna. En, nei, Agla, ég komst ekki til þess að setja mig í samband við Gudeta. Kom einfaldlega það seint til Addis aftur að það var rétt tími til að taka sig saman fyrir flugið heim...
Bloggar | Breytt 15.3.2010 kl. 17:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.1.2010 | 10:11
Í evrópsku fárviðri
Eftir að hafa hesthúsað ókjörum af nýjum bókum síðustu tvo mánuði var það kærkomið um jólin að hafa val. Slíkir eru vitaskuld kostir bóksala að verða að grípa ofan í það helsta sem kemur út í jólabókavertíðinni og eru svo sem engir afarkostir. Jólavertíðin í ár var góð og enn á ég þar eftir stafla sem bíður síns tíma á náttborðinu.
En frelsið til að velja færði mig á áramótum að bók sem ég er að lesa nú í þriðja sinn og eldist afskaplega vel í bókahillunni. Þetta er sjálfsævisaga austurríska rithöfundarins Stefáns Sweig (1881-1942), Veröld sem var. Stórfræg bók sem oft er vitnað til og hér er full innistæða fyrir frægðinni. Þetta er afar óvenjuleg sjálfsævisaga því persóna Stefáns er í aukahlutverki en þjóðfélagshræringar Evrópu í aðdraganda tveggja heimsstyrjalda leika aðalhlutverk.
Þó vandræðastandi mála á Íslandi síðustu misserin verði engan veginn líkt við þær hörmungar sem Evrópa gekk í gegnum á fyrri hluta 20. aldar þá á bók þess mikið erindi til okkar. Hér er líst af miklu næmi og hreinskilni fárviðri öfga og uppgjörs, múgsefjunar og viðbrögðum hins almenna borgara við heimsku og varmennsku valdhafa. Hlutverk skáldsins sjálfs í sögunni verður að lýsa fyrir okkur innri togstreitu listamannssálar sem þráir frið og ró en veitist honum ró, þráir hann hættuspilið á nýjan leik." Og Stefán Sweig sem situr á hátindi frægðar sinnar fimmtugur árið 1931 fékk sinn skammt. Hin duldu máttarvöld lágu hér á hleri segir höfundur og reiddu hátt til högg. Metsöluhöfundurinn og gyðingurinn Stefán Sweig var fyrirlitinn í ríki nasismans, bækur hans brenndar og sjálfur féll hann fyrir eigin hendi landflótta maður á heimili sínu í Petropolis í Brasilíu.
Þjóðernisöfgar fá að vonum fyrir ferðina í vægðarlausum og hárfínum skrifum Sweig en ekki síður hverskyns yfirdrepsskapur, valdhafadýrkun og úrkynjun skrifræðisins. Höfundur er alla ævi óflokksbundinn og fyrirlítur þá klafa sem reynt er að setja hugsun og mannlífi. Seinni tíma ESB-sinnar bæði hérlendis og í Evrópu hafa margir horft til Stefans Sweig og reynt að gera að sínum manni en ekkert held ég að væri frjálshuga rithöfundi eins og honum fjær en að styðja það miðstýrða helsi sem Brusselvald leggur nú yfir lönd í útþenslustefnu sinni. Af bókinni Veröld sem var lærum við hvernig gírugir valdhafar reyna að eigna sér skáld og listamenn að þeim fornspurðum, lifandi sem dauð. Höfum það hugfast næst þegar við heyrum málpípur Brusselvaldsins helga sér Stefán Sweig.
(Áður birt í Lesbók Morgunblaðsins)
Bloggar | Breytt 16.1.2010 kl. 13:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- Vinsælast; ljóð, húmor og lífstílsbækur
- Sumarlesningin mín
- Vinsælustu bækurnar
- Einstaklega vel heppnað útgáfuhóf
- Netbókabúðin netbokabud.is
- Mensalder á metsölulista
- 50% afsláttur á gömlum bókum
- Kanill í fyrsta sæti hjá Eymundsson
- Kanill verðlaunaður
- Kanill rýkur út!
- Opið alla daga!
- Viðtal við Sigríði Jónsdóttur
- Söluhæstu bækur ársins 2011
- Haustannáll (kvenkyns)bóksalans
- Topp 10! Frá 14. des. - 20. des
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Desember 2013
- Ágúst 2013
- Desember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Maí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
Bækurnar
- Góða ferð - handbók um útivist
- Hvítir hrafnar verð 28 þúsund
- SELD: Kvæði Eggerts frá 1832 á kr. 43 þúsund
- Austurland I.-VII á 25.000 kr.
- Náttúrufræðingurinn innbundinn á 60 þúsund
- Selt: Frumútgáfa á Svörtum fjöðrum Davíðs fyrir 24 þúsund
- Seld: Eftirmæli 18. aldar á 110 þúsund
- Sending abroad
- Sigurðar saga fóts
- Kvennafræðari Elínar Briem
- [ Fleiri fastar síður ]