Leita í fréttum mbl.is

Góður er hann Gudeta

Náði mér í tvær bækur Eþjópiskra höfunda meðan ég var þar úti í vetur og lofaði þá að skrifa um bækur þessar þegar ég hefði komist í að lesa þær. Svo gleymast svona loforð en ég las bók Mulugta Gudeta, Evil days upp til agna og hafði mikla ánægju af.

Hér er ekki á ferðinni nein stórkostleg snilld, en ágætlega skrifuð skáldsaga sem opnar fyrir lesanda innsýn í sögu Eþjópíu, menningu og þankagang íbúanna. Sagan sem gerist á valdatíma kommúnistans Meginstu, lýsir vel þeirri grimmd sem ríkti á valdaskeiði hans og ríkir raunar víða um lönd þar sem með völd fara vondir menn.land_yellow_bull_deta.jpg

Hin Eþjópíska bókin sem ég náði í þarna úti er eftir Fikeremarkos Desta en bók hans heitir Land of the Yellow bull. Hún er á bókakápu skilgreind sem þjóðfræðileg skáldsaga, þar við mætti bæta við orðinu erótík því sagan snýst að mestu um kynlíf og ástarsenur. Hún liggur þar mjög á mörkum kláms og ástarvellu og fær ekki nema eina, nei annars hálfa stjörnu! Það er samt innanum fróðleikur í bókinni um lífshætti Hamarsfólksins í Eþjópíu en þar sem ég var fjarri þeim slóðum í reisu okkar Egils lét ég hana frá mér hálflesna og á tæpast von á að ég taki upp þráðinn.  

Þótti vænt um þegar ég bloggaði um þessa höfunda síðast þá kommenteraði meðal annarra íslensk kona, Agla að nafni, sem virtist kunna skil á báðum þessum mönnum. Kannski fæ ég meira að heyra frá henni núna. En, nei, Agla, ég komst ekki til þess að setja mig í samband við Gudeta. Kom einfaldlega það seint til Addis aftur að það var rétt tími til að taka sig saman fyrir flugið heim...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bókakaffið á Selfossi

NETVERSLUN OKKAR, netbokabud.is - yfir tólf þúsund titlar á frábæru verði

Bókakaffið er kaffihús og bókaverslun að Austurvegi 22 á Selfossi. Við verslum með bæði nýjar og gamlar bækur. Hér birtum umsagnir um bækur og fréttir úr kaffihúsinu og netbúðinni. Við erum líka á fésbókinni. Netfang: bokakaffid@bokakaffid.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband