Leita í fréttum mbl.is

Þjóðleg fjallganga á þjóðhátíðardegi

3386Eftir skrúðgöngu, rjómavöfflur og jafnvel ræðuhöld er ekkert eins hressandi eins og að ganga á fjall. Hestfjall í Grímsnesi tekur 1 - 2 tíma og gott að fara frá bænum Vatnsnesi. Samkvæmt bókinni Íslensk fjöll er þetta auðveld ganga með fallegu útsýni yfir helsta láglendi landsins. Frásögninni lýkur á eftirfarandi:

Í fornum munnmælum er sagt frá feiknlegu skrímsli sem liggi í göngum undir Hestfjalli. Skríði ófreskjan upp úr göngunum fellur Hvítá inn í þau og áin þornar fyrir neðan.

(Íslensk fjöll, gönguleiðir á 151 tind, MM. litprentuð 300 síðna bók á aðeins 3990)


Hugo de Hugo tekst á við lífið

Stundum finnst mér ég vera mjög einmana
Þótt ég hafi þúsund manns í kringum mig.

Stundum finnst mér ég eiga vini
En það er aðeins bergmál frá fyrri tíð.

Stundum finnst mér ég geta gert allt
En það endar með bjórdós fyrir framan sjónvarpsskjáinn.

(Hugo de Hugo: Ljóð út úr skápnum. Þýðendur Pawel Bartazek og Tristin N. Goodmanson. Reykjavík 1999. Ljóðabókahillan í fornbókaherberginu.)


Ekki dreyma reiðhjól...

draumabokAð sjá í draumi reiðhjól boðar þér, að þú munir lenda í miklum vanda, sem nokkurn tíma mun taka að þú fáir leyst. Að hjóla upp brekku táknar að þú munir að lokum sigrast á erfiðleikum þínum, en að hjóla niður brekku, að lífið muni fara um þig ómjúkum höndum, en þó munu þér berast þung tíðindi, þegar þú væntir þeirra síst...

Draumabók Leifturs 1954, kr. 1200 í sjaldgæfu hillunni í fornbókahorninu okkar...


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Bókakaffið á Selfossi

NETVERSLUN OKKAR, netbokabud.is - yfir tólf þúsund titlar á frábæru verði

Bókakaffið er kaffihús og bókaverslun að Austurvegi 22 á Selfossi. Við verslum með bæði nýjar og gamlar bækur. Hér birtum umsagnir um bækur og fréttir úr kaffihúsinu og netbúðinni. Við erum líka á fésbókinni. Netfang: bokakaffid@bokakaffid.is

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband