Leita í fréttum mbl.is

Látum listina tala

barbarismi
 

Villimennska og menning heitir þessi teikning í 70 ára stórpólitískri skopteikningabók, Europe since Versailles og á þessum síðustu og verstu tímum er líka rétt að leyfa listinni að tala og kannski aldrei betur gert en hjá meistara Van Gogh sem seldi reyndar ekki nema eina mynd í lifandi lífi en varð heimsfrægur dauður.

van_gogn

Í listaverkahillum bókakaffisins er mikið úrval af listbókum, innlendum og erlendum, nýjum og afgömlum...


Bók sem heitir kannski núll og e

Það eru til svo skrýtnar bækur að það er ekki einu sinni hægt að vita hvað þær heita, hvað þá eftir hvern þær eru eða hvaðan komnar. Allt sem ég veit um bókina sem heitir kannski núll og e eða núll strik e er að hún er gefin út einhverntíma fyrir 14. júní 1984 og Bragi Halldórsson í Aðalstræti 2 á Akureyri átti einhverntíma eintak af henni. Það eintak sem hann merkti sér með dagsetningu er nú í bókabúðinni okkar. Kápusíðan er svona:

kapanullogfimm

Kannski er þetta alls ekki O - E heldur einhver allt önnur tákn. Svo kemur titilsíðan og þar á eftir birtum við hér eina venjulega efnissíðu og erótísku síðuna sem er frekar aftarlega. nullogfimm  nullogfim oge5

 

 

 

 

 

 

 

Nánari upplýsingar um þessa dularfullu bók sem fæst hjá okkur í skrýtibókahillunni eru vel þegnar.


Kynmök með álfum

havesex
 

Í bókinni 50 crazy things to do in Iceland er stungið upp á ýmsu skrýtnu og skemmtilegu sem gera má á Íslandi, allt frá leirböðum, steypibaði undir fossum og svo kannski það merkilegasta af öllu, have sex with elves.

50crazy

Gerð er lauslegt grein fyrir álfaþjóðinni og mökum hennar við mannfólkið í 1000 ára sögu. Þess er þar með getið að fullt af Íslendingum hafi haft ástir með álfum og jafnvel getið með þeim börn og þó svo að hér sé tekið nokkuð djúpt í árinni er bókin sem þau skrifa saman Snæfríður Ingadóttir og Þorvaldur Örn Kristmundsson hin skemmtilegasta aflestrar og óvitlaus um margt.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Bókakaffið á Selfossi

NETVERSLUN OKKAR, netbokabud.is - yfir tólf þúsund titlar á frábæru verði

Bókakaffið er kaffihús og bókaverslun að Austurvegi 22 á Selfossi. Við verslum með bæði nýjar og gamlar bækur. Hér birtum umsagnir um bækur og fréttir úr kaffihúsinu og netbúðinni. Við erum líka á fésbókinni. Netfang: bokakaffid@bokakaffid.is

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband