Leita í fréttum mbl.is

Ný leið heim úr vinnunni...

Í stjörnuspá moggavefsins fyrir sporðdrekann stendur eftirfarandi;

Það er mikið að gerast hjá þér í dag. Farðu í aðrar búðir eða annað kaffihús en venjulega og aðra leið heim úr vinnunni.

Að lesa stjörnuspá er talið vera hið mesta gaman ef fólk tekur hana ekki of nærri sér. En þessi fer dáldið nærri mér sem kaffibarþjóni á Sunnlenska Bókakaffinu. Ég er nú ekki mikið fyrir að styðja samkeppnina með því að fara á önnur kaffihús á staðnum og það eru litlir valmöguleikar upp á aðra leið heim úr vinnunni. Ég bý nú beint á móti, þannig að það væri heljarmikið vesen og mikil tímaeyðsla fyrir mig að finna aðra leið úr vinnunni aðra en þá að labba beint yfir götuna.

gbv.


Má ekki bjóða yður þjóðskrána...

...og stjórnvöld ábyrgjast heilt spilavíti, rússneska rúllettu og niðurstaðan er risavaxin skuldasúpa og ónýtt mannorð heillar þjóðar - og við sem vorum svo stolt og áttum stundum ekkert nema stoltið. Nú híma gömlu þjóðhetjurnar sem myndastyttur í nepjunni...

Má ekki bjóða yður þjóðskrána heitir annar kafli hvítu bókar Einars Más og kaflaheitið kallast á við mannætubrandarann af mannætunni sem segir þegar flugfreyjan hefur sýnt honum matseðilinn, - get ég fengið að sjá farþegalistann.

Bók þessi rýkur út hér í Bókakaffinu og er vel að því komin að verða metsölubók sumarsins!


Kýr og menning og handbók um hugarfar

handbok_hugarfarÓkei, sagði Gísli. En sem venjulegur áhorfandi að heimildamynd um kýr verð ég að fá skýr dæmi um hvernig kýr og menning hanga saman. Hvernig ætlarðu að koma svona flókinni kenningu frá þér í einni heimildamynd...

- Úr bókinni Handbók um hugarfar kúa sem er splunkuný skáldfræðisaga eftir Bergsvein Birgisson og fjallar um menningarfræðing sem tekur að sér að gera heimildamynd um íslensku kúna og kemst þá að því að virðingarstaða kúa endurspeglar hugarfar mannanna. Stórmerkileg lesning.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Bókakaffið á Selfossi

NETVERSLUN OKKAR, netbokabud.is - yfir tólf þúsund titlar á frábæru verði

Bókakaffið er kaffihús og bókaverslun að Austurvegi 22 á Selfossi. Við verslum með bæði nýjar og gamlar bækur. Hér birtum umsagnir um bækur og fréttir úr kaffihúsinu og netbúðinni. Við erum líka á fésbókinni. Netfang: bokakaffid@bokakaffid.is

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband