Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009

Kynmök með álfum

havesex
 

Í bókinni 50 crazy things to do in Iceland er stungið upp á ýmsu skrýtnu og skemmtilegu sem gera má á Íslandi, allt frá leirböðum, steypibaði undir fossum og svo kannski það merkilegasta af öllu, have sex with elves.

50crazy

Gerð er lauslegt grein fyrir álfaþjóðinni og mökum hennar við mannfólkið í 1000 ára sögu. Þess er þar með getið að fullt af Íslendingum hafi haft ástir með álfum og jafnvel getið með þeim börn og þó svo að hér sé tekið nokkuð djúpt í árinni er bókin sem þau skrifa saman Snæfríður Ingadóttir og Þorvaldur Örn Kristmundsson hin skemmtilegasta aflestrar og óvitlaus um margt.

 


Þjóðleg fjallganga á þjóðhátíðardegi

3386Eftir skrúðgöngu, rjómavöfflur og jafnvel ræðuhöld er ekkert eins hressandi eins og að ganga á fjall. Hestfjall í Grímsnesi tekur 1 - 2 tíma og gott að fara frá bænum Vatnsnesi. Samkvæmt bókinni Íslensk fjöll er þetta auðveld ganga með fallegu útsýni yfir helsta láglendi landsins. Frásögninni lýkur á eftirfarandi:

Í fornum munnmælum er sagt frá feiknlegu skrímsli sem liggi í göngum undir Hestfjalli. Skríði ófreskjan upp úr göngunum fellur Hvítá inn í þau og áin þornar fyrir neðan.

(Íslensk fjöll, gönguleiðir á 151 tind, MM. litprentuð 300 síðna bók á aðeins 3990)


Hugo de Hugo tekst á við lífið

Stundum finnst mér ég vera mjög einmana
Þótt ég hafi þúsund manns í kringum mig.

Stundum finnst mér ég eiga vini
En það er aðeins bergmál frá fyrri tíð.

Stundum finnst mér ég geta gert allt
En það endar með bjórdós fyrir framan sjónvarpsskjáinn.

(Hugo de Hugo: Ljóð út úr skápnum. Þýðendur Pawel Bartazek og Tristin N. Goodmanson. Reykjavík 1999. Ljóðabókahillan í fornbókaherberginu.)


Ekki dreyma reiðhjól...

draumabokAð sjá í draumi reiðhjól boðar þér, að þú munir lenda í miklum vanda, sem nokkurn tíma mun taka að þú fáir leyst. Að hjóla upp brekku táknar að þú munir að lokum sigrast á erfiðleikum þínum, en að hjóla niður brekku, að lífið muni fara um þig ómjúkum höndum, en þó munu þér berast þung tíðindi, þegar þú væntir þeirra síst...

Draumabók Leifturs 1954, kr. 1200 í sjaldgæfu hillunni í fornbókahorninu okkar...


Er Arnaldur ekki bara að fordæma sjálfan sig?

Er byrjaður á bókinni "Myrká" eftir Arnald Indriðason. Hef aldrei verið mikill aðdáandi hans og þá sérstaklega fyrir ófrumleika sinn nema kannski í fyrstu bókinni sinni, "Synir duftsins" en eftir þá bók hefur hann náð að halda sig niðri með hálf leiðingjörnum löggu-thrillerum þar sem aðalpersónurnar glíma við ótrúleg persónuvandamál sem jaða við að vera bókaútgáfa af CSI. Sem dregur mig að aðalmálinu.myrka

Það er skemmtileg lýsing Arnaldar í sögunni á Hollywood-glæpaþáttum þar sem hún lýsir persónunum í þeim þáttum meðal annars að þær eru nafurskjótar að leysa mál og sífellt að vitna í heimsbókmenntir á meðan þær ná vondu köllunum, sem tekst alltaf. Það mætti einnig bæta við að til að brjóta upp atburðarrásina í þáttunum þá bæta handritahöfundarnir inn persónulegum vandamálum aðalpersónanna.

Í bókum Arnalds er það þannig að það tekur eina bók að leysa málið. Þetta tel ég nú vera nafurskjótt þar sem mörg mál hafa tekið fleiri mánuði, jafnvel ár að leysast. Síðan má einnig sjá það að Erlendur, aðalpersónan í flestum bókum Arnalds hefur sést vitna í svokallaðar heimsbókmenntir Íslands. Í bókum Arnalds næst eða uppgötvast alltaf hver vondi kallinn er. Síðan eru það persónulegu vandamálin. Erlendur, aðalpersóna Arnalds, á í einhverjum mestu vandamálum með fjölskylduna sína þar sem enginn úr henni vill tala við hann. Þá bendi ég á aðalpersónu glæpaþáttanna, CSI: Miami, Horatio Cane. Hann á í mjög svo svipuðum vandamálum við sína fjölskyldu.

Að svo stöddu tel ég að Arnaldur þurfi að fara í endurnýjun á sínum stíl og kannski að endurnýja hugmyndir sínar.


Höfundur

Bókakaffið á Selfossi

NETVERSLUN OKKAR, netbokabud.is - yfir tólf þúsund titlar á frábæru verði

Bókakaffið er kaffihús og bókaverslun að Austurvegi 22 á Selfossi. Við verslum með bæði nýjar og gamlar bækur. Hér birtum umsagnir um bækur og fréttir úr kaffihúsinu og netbúðinni. Við erum líka á fésbókinni. Netfang: bokakaffid@bokakaffid.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband