Leita í fréttum mbl.is

Er Arnaldur ekki bara að fordæma sjálfan sig?

Er byrjaður á bókinni "Myrká" eftir Arnald Indriðason. Hef aldrei verið mikill aðdáandi hans og þá sérstaklega fyrir ófrumleika sinn nema kannski í fyrstu bókinni sinni, "Synir duftsins" en eftir þá bók hefur hann náð að halda sig niðri með hálf leiðingjörnum löggu-thrillerum þar sem aðalpersónurnar glíma við ótrúleg persónuvandamál sem jaða við að vera bókaútgáfa af CSI. Sem dregur mig að aðalmálinu.myrka

Það er skemmtileg lýsing Arnaldar í sögunni á Hollywood-glæpaþáttum þar sem hún lýsir persónunum í þeim þáttum meðal annars að þær eru nafurskjótar að leysa mál og sífellt að vitna í heimsbókmenntir á meðan þær ná vondu köllunum, sem tekst alltaf. Það mætti einnig bæta við að til að brjóta upp atburðarrásina í þáttunum þá bæta handritahöfundarnir inn persónulegum vandamálum aðalpersónanna.

Í bókum Arnalds er það þannig að það tekur eina bók að leysa málið. Þetta tel ég nú vera nafurskjótt þar sem mörg mál hafa tekið fleiri mánuði, jafnvel ár að leysast. Síðan má einnig sjá það að Erlendur, aðalpersónan í flestum bókum Arnalds hefur sést vitna í svokallaðar heimsbókmenntir Íslands. Í bókum Arnalds næst eða uppgötvast alltaf hver vondi kallinn er. Síðan eru það persónulegu vandamálin. Erlendur, aðalpersóna Arnalds, á í einhverjum mestu vandamálum með fjölskylduna sína þar sem enginn úr henni vill tala við hann. Þá bendi ég á aðalpersónu glæpaþáttanna, CSI: Miami, Horatio Cane. Hann á í mjög svo svipuðum vandamálum við sína fjölskyldu.

Að svo stöddu tel ég að Arnaldur þurfi að fara í endurnýjun á sínum stíl og kannski að endurnýja hugmyndir sínar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta getum við hjónin tekið undir, þreytu er farið að gæta í skrifum Arnalds.

Ásdís Sigurðardóttir, 6.6.2009 kl. 13:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bókakaffið á Selfossi

NETVERSLUN OKKAR, netbokabud.is - yfir tólf þúsund titlar á frábæru verði

Bókakaffið er kaffihús og bókaverslun að Austurvegi 22 á Selfossi. Við verslum með bæði nýjar og gamlar bækur. Hér birtum umsagnir um bækur og fréttir úr kaffihúsinu og netbúðinni. Við erum líka á fésbókinni. Netfang: bokakaffid@bokakaffid.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband