Bloggfærslur mánaðarins, október 2009
28.10.2009 | 20:37
Alltaf sama sagan og magnað byrjendaverk! (Bókablogg III)
Fölsk nóta heitir spennusaga eftir Ragnar Jónasson þýðanda og lögfræðing í Reykjavík. Byrjendaverk höfundar sem er aðeins 33 ára gamall en hefur reyndar fengist við þýðingar á Agöthu Christie frá árinu 1994,- byrjaði semsagt sem þýðandi 18 ára gamall og bókin ber það með sér að höfundur hefur gott vald á rituðu máli. Það sem samt einkennir Ragnar sem spennusagnahöfund eru tök hans á spennunni. Ég er sjálfur í þeim hópi að ég legg spennusögur oft frá mér hálfkláraðar og les ekkert sérstaklega mikið af þeim. Bók Ragnars er aftur á móti svo einstaklega spennandi að ég á bágt með að ímynda mér að nokkur láti hana frá sér ókláraða.
Þar með er ekki sagt að verkið sé gallalaust. Persónusköpun mætti vera dýpri og kynni okkar af innra lífi persónanna meiri. Engu að síður get ég tekið undir með Ármanni Jakobssyni sem segir um þessa bók að hér kveði við nýjan tón í íslensku glæpasagnahljómsveitinni.
Ég hef gert mér að reglu að skrifa um tvær bækur í senn og ætla að halda þeim sið þó ég geri mér fulla grein fyrir að afmælisbók Þórarins Eldjárns eigi fullan rétt á að sérstakri bloggfærslu. Á hinn bóginn þolir frægð Þórarins og færni það betur en margt að ekki sé gætt allrar háttvísi hér á síðunni. Smásagnasafn höfundar sem kom út fyrir nokkrum vikum ber heitið Alltaf sama sagan og öfugt við það sem ætla mætti af heitinu þá er Þórarinn ekki alltaf að segja okkur sömu söguna eða samsorta sögur.
En sögurnar eiga það allar sameiginlegt að vera ljúfar, hnyttnar og sumar eins og hálfvegis göldróttar.
Ég gef ekki stjörnur en ef ég gerði það þá fengi Þórarinn að minnsta kosti einni stjörnu fleiri en Ragnar sem fengi alveg uppundir jafn margar stjörnur og Yrsa, ætti kannski að vera hálfri neðar en fengi þessa hálfu fyrir að þetta er byrjendaverk, já og svo af því að ég er nú að tala um Þórarinn en ekki Yrsu þá fengi Þórarinn allmargar stjörnur en ekki eins margar og á sínum bestu dögum eins og í löngu sögunum eða Disneyrímunum en það tengist að einhverju leyti þeirri sérvisku minni að lesa síður smásögur en lengri sögur og þannig ritdómari á nú eiginlega ekki skilið að fá margar stjörnur fyrir að skrifa ritdóma og hananú!
Bloggar | Breytt 29.10.2009 kl. 18:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.10.2009 | 11:31
Aftur til Pompei og verðlaunabók af Bakkanum (Jólabókablogg III)
Það er gróska í unglingabókum og það er gott. Við Sunnlendingar að vonum svoldið montnir yfir að eiga verðlaunahöfundinn Guðmund Brynjólfsson á Eyrarbakka sem hlaut íslensku barnabókaverðlaunin fyrir "Þvílíka viku." Lipurlega skrifaður texti og sannfærandi fyrir óþekkt og þankagang nútíma unglinga. Hefði viljað lesa bók sem þessa meðan ég sjálfur átti unglinga og getað þá lagt betra mat á hversu vel höfundi tekst að komast inn í þankagang þessara undarlegu vera. En hafandi alið þá upp fjóra og ráma í margt sem ég les í bók Guðmundar held ég að hann sé vel að íslensku barnabókaverðlaununum kominn.
Annar verðlaunahöfundur sem hefur slegið í gegn síðustu tíu árin er svíinn Kim M. Kimselius sem sendi árið 1997 frá sér bókina Tillbakka till Pompeji. Elín Guðmundsdóttir þýðandi hjá Urði hefur nú snarað þessari fyrstu bók Kimseliusar og þess má geta að saman heimsækja þær, höfundur og þýðandi, Sunnlenska bókakaffið á miðvikudaginn kemur og verða um hádegisbil við upplestur og áritanir bóka.
Bloggar | Breytt 27.10.2009 kl. 00:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.10.2009 | 22:37
Bókablogg II: Haukur á Röðli og Ljóðveldið
Ljóðveldið Ísland er reglulega áhugaverð ljóðabók. Hér er ortur bálkur um hvert ár lýðveldisins og einum betur, Svona innan úr árinu 2005:
...
"Er féð illa fengið"
spurði einhver
sjúkur útlendingur
af öfund
yfir húsunum, bönkunum
félögunum, verksmiðjunum...
...
Með trumbuslætti og básúnum
kvaddi slétthærður
gráhærður
sundurskorinn
Davíð utanríkið
og heilsaði
bankaríkinu svarta
á grösugum hólnum
Lítið eitt minni
en hæsta fjall
íslands sem
skrapp saman um
níu metra
af hreinni skömm ...
Í heild er þetta lifandi annáll þó að við getum stundum verið höfundi sammála og stundum ósammála.
Önnur bók sem ég ætla að geta hér í fúlustu alvöru er eftir Birgittu Halldórsdóttur og heitir einmitt Í fúlustu alvöru og Haukur á Röðli að yfirtitli. Hér er á ferðinni samtíma ævisaga sveitamanns í Húnaþingi, lipurlega skrifuð af höfundi sem á langa sögu að baki sem höfundur rómana og ástarævintýra en er hér í jarðbundnara verkefni og ræður vel við það.
Bloggar | Breytt 24.10.2009 kl. 13:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.10.2009 | 17:33
Jólabókabloggvertíðin hafin
Það er ekki ráð nema í tíma sé tekið og mál að bóksalinn fari að blogga um varning sinn jafnt þó hann teljist illa hlutlaus lengur, verandi með í slagnum. Þessa dagana koma nokkrir nýir íslenskir og þýddir titlar út í hverri viku og ég mun reyna að birta nokkur bókablogg vikulega án þess að komast neitt nálægt því að blogga um allar bækur sem út koma...
Fyrsta bókin sem ég blogga um er Harmur englanna og ég spái því að þetta verði ein þeirra bestu um þessi jól, eins og raunar algengt er með bækur Jóns Kalmans Stefánssonar. Hér segir frá snjó og ástum, morðkvendi og konum sem hefðu átt að fremja morð, landpóstum og lúpulegum lesurum eins og þessu fólki ægir saman í Ísafirði aldamótanna 1900. Heillandi og ljóðræn frásögn - en þrátt fyrir allt hrósið, ekki nærri eins góð og Himnaríki og helvíti sem kom út í fyrra.
Þetta er vitaskuld vandamál úrvalshöfunda að vera jafnan bornir saman við sín bestu verk þannig að þau næstnæstbestu falla kannski of niður þó að þau séu samt svo margfalt betri en margt af því sem miðlungshöfundar senda frá sér.
Bloggar | Breytt 21.10.2009 kl. 12:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
7.10.2009 | 20:30
Þriggja ára afmæli
Nýjustu færslur
- Vinsælast; ljóð, húmor og lífstílsbækur
- Sumarlesningin mín
- Vinsælustu bækurnar
- Einstaklega vel heppnað útgáfuhóf
- Netbókabúðin netbokabud.is
- Mensalder á metsölulista
- 50% afsláttur á gömlum bókum
- Kanill í fyrsta sæti hjá Eymundsson
- Kanill verðlaunaður
- Kanill rýkur út!
- Opið alla daga!
- Viðtal við Sigríði Jónsdóttur
- Söluhæstu bækur ársins 2011
- Haustannáll (kvenkyns)bóksalans
- Topp 10! Frá 14. des. - 20. des
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Desember 2013
- Ágúst 2013
- Desember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Maí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
Bækurnar
- Góða ferð - handbók um útivist
- Hvítir hrafnar verð 28 þúsund
- SELD: Kvæði Eggerts frá 1832 á kr. 43 þúsund
- Austurland I.-VII á 25.000 kr.
- Náttúrufræðingurinn innbundinn á 60 þúsund
- Selt: Frumútgáfa á Svörtum fjöðrum Davíðs fyrir 24 þúsund
- Seld: Eftirmæli 18. aldar á 110 þúsund
- Sending abroad
- Sigurðar saga fóts
- Kvennafræðari Elínar Briem
- [ Fleiri fastar síður ]