17.12.2009 | 01:12
Arnaldur og aðrir sem ég hef lesið...
Ég var að ljúka við Svörtuloft Arnalds Indriðasonar. Ég tók mér frí frá Arnaldi í fyrra og má segja að ég hafi komið nokkuð fersk að honum í ár. Í Svörtuloftum er lögreglumaðurinn Sigurður Óli í aðalhlutverki og rannsakar hann fólskulega árás á konu. Sú rannsókn leiðir hann inní peningageirann, en bókin gerist á góðæristímanum. Allir eru að græða og allir eru að flýta sér á óskaplega mikilvæga fundi. Aðal skúrkarnir í bókinni hafa gengið græðginni á hönd og má segja að gróðafíknin leiki þá að lokum mjög grátt. Arnaldur er oft með hliðarsögur í sínum bókum og svo er einnig í þessari bók. Sú saga er mjög sársaukafull og átti ég oft erfitt með að lesa þá kafla. Þessi nýjasti krimmi Arnaldar heldur manni því alveg við efnið þó á stundum finnist mér full mikill prédikunartónn í umfjöllun hans um góðærið. Sigurður Óli er líka maður sem ég hef ekki mikinn áhuga á að umgangast dags daglega! Hann er ekki alveg mín týpa!
Aðrar nýjar bækur sem ég hef lesið núna á þessu hausti er bókin Málavextir eftir Kate Atkinsson. Sú bók er spennusaga eins og Svörtuloft en af allt öðrum toga. Því þótt bókin sé spennusaga fjallar hún að mínu viti mest um missi og sorg. Sorgin getur birst okku í ýmsum myndum, t.d. við skilnað. Ef manneskjan gengur sorginni á hönd getur hún líka staðnað, á endanum þurfa flestir að sætta sig við lífið eins og það er og halda áfram.
Margar ljóðabækur hafa komið út í haust og hef ég lesið nokkrar þeirra. Komin til að vera nóttin eftir Ingunni Snædal, Nokkur orð um kulnun sólar eftir Gyrði Elíasson eru ótrúlega heillandi bækur og Hundgá úr annarri sveit eftir Eyþór Árnason er einnig góð. Öll og þó einkum Gyrðir og Ingunn hafa mjög góð tök á íslensku máli. Og melakólían í bók Gyrðis seiðir mann til sín og það sem hefur alltaf heillað mig við ljóð Ingunnar er hvað hún er blátt áfram.
Melankólían sem ég talaði um áðan í ljóðum Gyrðis er líka til staðar í smásagnasafni hans Milli trjánna. Sögurnar hans í þeirri bók eru stundum eins og svart hvítar kyrralífsmyndir og ef eitthvað er í lit fer það ekki fram hjá manni. Einkar heillandi sögur, oft meira um það sem kraumar undir niðri en það sem er á yfirboðinu. Ég las reyndar einnig snemma á þessu hausti smásagnasafn Þórarinn Eldjárn sem ber heitið Alltaf sama sagan. Þær smásögur eru allt annars eðlis en smásögur Gyrðis. Þórarinn er eins og Gyrðir mikill stílisti og húmorinn hjá honum er oft óborganlegur. Ég læt þetta duga um bækur í bil. Nóg er eftir að lesa, um 700 titlar hafa komið út á árinu.
Gleðileg bókajól. Elín
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 01:17 | Facebook
Nýjustu færslur
- Vinsælast; ljóð, húmor og lífstílsbækur
- Sumarlesningin mín
- Vinsælustu bækurnar
- Einstaklega vel heppnað útgáfuhóf
- Netbókabúðin netbokabud.is
- Mensalder á metsölulista
- 50% afsláttur á gömlum bókum
- Kanill í fyrsta sæti hjá Eymundsson
- Kanill verðlaunaður
- Kanill rýkur út!
- Opið alla daga!
- Viðtal við Sigríði Jónsdóttur
- Söluhæstu bækur ársins 2011
- Haustannáll (kvenkyns)bóksalans
- Topp 10! Frá 14. des. - 20. des
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Desember 2013
- Ágúst 2013
- Desember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Maí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
Bækurnar
- Góða ferð - handbók um útivist
- Hvítir hrafnar verð 28 þúsund
- SELD: Kvæði Eggerts frá 1832 á kr. 43 þúsund
- Austurland I.-VII á 25.000 kr.
- Náttúrufræðingurinn innbundinn á 60 þúsund
- Selt: Frumútgáfa á Svörtum fjöðrum Davíðs fyrir 24 þúsund
- Seld: Eftirmæli 18. aldar á 110 þúsund
- Sending abroad
- Sigurðar saga fóts
- Kvennafræðari Elínar Briem
- [ Fleiri fastar síður ]
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.