Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Jólabókabloggvertíðin hafin

Það er ekki ráð nema í tíma sé tekið og mál að bóksalinn fari að blogga um varning sinn jafnt þó hannharmur_engla.jpg teljist illa hlutlaus lengur, verandi með í slagnum. Þessa dagana koma nokkrir nýir íslenskir og þýddir titlar út í hverri viku og ég mun reyna að birta nokkur bókablogg vikulega án þess að komast neitt nálægt því að blogga um allar bækur sem út koma...

Fyrsta  bókin sem ég blogga um er Harmur englanna og ég spái því að þetta verði ein þeirra bestu um þessi jól, eins og raunar algengt er með bækur Jóns Kalmans Stefánssonar. Hér segir frá snjó og ástum, morðkvendi og konum sem hefðu átt að fremja morð, landpóstum og lúpulegum lesurum eins og þessu fólki ægir saman í Ísafirði aldamótanna 1900. Heillandi og ljóðræn frásögn - en þrátt fyrir allt hrósið, ekki nærri eins góð og Himnaríki og helvíti sem kom út í fyrra.

Þetta er vitaskuld vandamál úrvalshöfunda að vera jafnan bornir saman við sín bestu verk þannig að þau næstnæstbestu falla kannski of niður þó að þau séu samt svo margfalt betri en margt af því sem miðlungshöfundar senda frá sér.


Helgi í Hólum á bók

 

helgi_ivarsson_sh.jpg

 

 

 

Sagnabrot Helga í Hólum heitir ein af jólabókunum í ár, gefin út af Sunnlensku bókaútgáfunni. Undanfarna daga höfum við tekið niður skráningar þeirra sem vilja fá bókina í áskrift og setja nafn sitt á lista til að heiðra minningu Helga, Tabula memoralis.

Það eru núna síðustu forvöð að setja nafn sitt þar inn og þeir sem hafa áhuga geta gert viðvart um netfang bokakaffid@sunnlenska.is eða í síma 482 3079. Skráning á minningartöflu Helga kostar 3000 krónur og þá er bók innifalin.

Sagnabrot er um 160 síðna bók með úrvali úr skrifum Helga, yfirliti yfir verk hans og nafnaskrá.  Myndina hér að ofan tók Egill Bjarnason af Helga fyrr á þessu ári.


Hundruð nýrra titla í vaxandi fornbókabúð

Morguninn hefur farið í að raða bókum eins og bóksala er háttur. Undanfarið hef ég verið að viða að gömlum bókum til að fylla í skörðin í fornbókabúðinni og margt forvitnilegt rekið á fjörur. Meðal nýrra titla sem detta nú upp í hillurnar er margs konar góðgæti.

Hjalti litli, Árni Óla, ræður Magnúsar Helgasonar, úrval af sunnlenskum ævisögum s.s Böðvar á Laugarvatni og Páll á Hjálmsstöðum. 

Smá sýnishorn:

Undir tindum - ævisöguþættir og sagnir  Böðvar Magnússon Laugarvatni  Útg.1953

Æfisaga Árna prófasts Þórarinssonar - Þórbergur Þórðarson  Útg.1945

Austan blakar laufið - ættarsaga undan Eyjafjöllum  Þórður Tómasson frá Vallartúni  Útg.1969

Tak hnakk þinn og hest - Minningaþættir Páls Guðm.  Vilhj. S. Vilhjálmsson  Útg.1954

Guðný Jónsdóttir: Bernskudagar  Guðný Jónsdóttir frá Galtafelli  Útg.1973

Í faðmi sveitanna - endurminningar Sigurjóns Gíslasonar  Elínborg Lárusdóttir  Útg.1950

Lent með birtu - sögur og sagnir úr Breiðafirði  Bergsveinn Skúlason  Útg.1972

Úr blámóðu aldanna - fimmtán sagnaþættir  Guðmundur Gíslason Hagalín  Útg.1952

Úr syrpu Halldórs Péturssonar  Halldór Pétursson  Útg.1965

Eyfirzkar sagnir  Jónas Rafnar  Útg.1977

Vestlendingar - fyrra bindi  Lúðvík Kristjánsson  Útg.1953

Mannaferðir og fornar slóðir  Magnús Björnsson á Syðra-Hóli  Útg.1957

Skólaræður og önnur erindi  Magnús Helgason  Útg.1934

Kvöldræður í Kennaraskólanum  Magnús Helgason  Útg.1931

Sögur og sagnir af Snæfellsnesi  Oscar Clausen  Útg.1967

Ég læt allt fjúka - sendibréf og dagbókarbrot  Ólafur Davíðsson  Útg.1955

Á fjalla- og dalaslóðum - endurminningar og sagnaþættir  Páll Guðmundsson frá Rjúpnafelli  Útg.1964

Mannraunir - frásagnir og ræður  Pálmi Hannesson  Útg.1959

Að vestan II.bindi - þjóðsögur og sagnir  Sigmundur M. Long  Útg.1955

Fornir skuggar - Níu sannar íslenzkar frásagnir  Sigurður Arnalds  Útg.1955

Sagnaþættir I.bindi  Vigfús Kristjánsson frá Hafnarnesi  Útg.1945

Strönd og vogar  Árni Óla  Útg.1961

Þúsund ára sveitaþorp  Árni Óla  Útg.1962

Um eyjar og annes - I bindi  Bergsveinn Skúlason  Útg.1964

Um eyjar og annes - II bindi  Bergsveinn Skúlason  Útg.1967

Suðri - I bindi  Bjarni Bjarnason frá Laugarvatni  Útg.1969

Suðri - II bindi  Bjarni Bjarnason frá Laugarvatni  Útg.1970

Suðri - III bindi  Bjarni Bjarnason frá Laugarvatni  Útg.1975

Vestmannaeyjar - byggð og eldgos  Guðjón Ármann Egilsson  Útg.1973

Saga Hlíðarenda í Fljótshlíð  Jón Skagan  Útg.1973

Skálholtshátíðin 1956  Sr. Sveinn Víkingur  Útg.1958

Íslandsferðin 1907  Svenn Poulsen og Holger Rosenberg  Útg.1958

Saga barnaskólans á Eyrarbakka 1852-1952  Árelíus Níelsson  Útg.1952

Íslenska teikningabókin í Árnasafni  Björn Th. Björnsson  Útg.1954

Íslenska þjóðveldið  Björn Þorsteinsson  Útg.1953

Árnesþing landnáms- og söguöld  Einar Arnórsson  Útg.1950

Skaftfellskar þjóðsögur og sagnir  Guðmundur Jónsson frá Hoffelli  Útg.1946

Úr fylgsnum fyrri tíðar  Ólöf Jónsdóttir  Útg.1977

Aldarfar og örnefni í Önundarfirði  Óskar Einarsson  Útg.1951

Ungmennafélag Selfoss 40 ára  Páll Lýðsson  Útg.1976

Glöggt er gestsaugað - úrval ferðasagna um Ísland  Sigurður Grímsson  Útg.1946

Þættir úr Árnesþingi  Skúli Helgason  Útg.1960

Sagnaþættir II  Skúli Helgason  Útg.1971

Eyfellskar sagnir  Þórður Tómasson  Útg.1948

Hlynir og hreggviðir - þættir úr Húnavatnsþingi     Útg.1950

Pabbi og mamma   Eyjólfur Guðmundsson  Útg.1944

Lengi man til lítilla stunda / Afi og amma  Eyjólfur Guðmundsson  Útg.1948 / Útg.1941

Ævisaga Eyjaselsmóra  Halldór Pétursson  Útg.1962

Úr djúpi þagnarinnar / Úr síðustu leit  Ingibjörg Lárusdóttir  Útg.1936 / Útg.1944

Úr farvegi aldanna I  Jón Gíslason  Útg.1973

Úr farvegi aldanna II  Jón Gíslason  Útg.1974

Skoðað í skrínu Eiríks á Hesteyri  Jón Kr. Ísfeld  Útg.1978

Nýtt sagnakver - þjóðsögur og þættir  Oddur Björnsson  Útg.1957

Frá yztu nesjum - vestfirskir sagnaþættir V-VI  Safnað hefir Gils Guðmundsson  Útg.1949

Frá yztu nesjum - vestfirskir sagnaþættir III-IV  Safnað hefir Gils Guðmundsson  Útg.1945-48

Frá yztu nesjum - vestfirskir sagnaþættir I-II  Safnað hefir Gils Guðmundsson   

Skyggnir I-II - Alþýðlegur fróðleikur og skemmtan  Safnað hefir Guðni Jónsson  Útg.1960-62

Gamalt og nýtt / Þorlákshöfn á sjó og landi  Sigurður Þorsteinsson  Útg.1948 / Útg.1938

Blanda I  Ýmsir höfundar  Útg.1918

Blanda II  Ýmsir höfundar  Útg.1921

Blanda III  Ýmsir höfundar  Útg.1924

Blanda IV  Ýmsir höfundar  Útg.1928

Blanda V  Ýmsir höfundar  Útg.1932

Blanda VI  Ýmsir höfundar  Útg.1936

Blanda VII  Ýmsir höfundar  Útg.1940

Blanda VIII  Ýmsir höfundar  Útg.1944

Blanda IX  Ýmsir höfundar  Útg.1950

Sagnagestur I-III - Þættir og þjóðsögur frá 19. og 20. öld  Þórður Tómasson frá Vallnatúni  Útg.1953-Útg.1958

Sagnablöð I-III  Örn á Steðja   

Að vestan I bindi - þjóðsögur og sagnir  Árni Bjarnason safnaði og sá um útg.  Útg.1949

Að vestan III bindi - sagnaþættir og sögur I  Árni Bjarnason safnaði og sá um útg.  Útg.1951

Að vestan IV bindi - sagnaþættir og sögur II  Árni Bjarnason safnaði og sá um útg.  Útg.1955

Konur og kraftaskáld  Tómas Guðmundsson / Sverrir Kristjánss.  Útg.1964

Undir hauststjörnum  Tómas Guðmundsson / Sverrir Kristjánss.  Útg.1965

Í veraldarvolki  Tómas Guðmundsson / Sverrir Kristjánss.  Útg.1966

Horfin tíð  Tómas Guðmundsson / Sverrir Kristjánss.  Útg.1967

Minnisverðir menn  Tómas Guðmundsson / Sverrir Kristjánss.  Útg.1968

Mannlífs myndir  Tómas Guðmundsson / Sverrir Kristjánss.  Útg.1969

Með vorskipum  Tómas Guðmundsson / Sverrir Kristjánss.  Útg.1970

Gamlar slóðir  Tómas Guðmundsson / Sverrir Kristjánss.  Útg.1971

Gullnir strengir  Tómas Guðmundsson / Sverrir Kristjánss.  Útg.1973

Vestfirzkar þjóðsögur I-II hluti  Safnað hefir Arngr. Fr. Bjarnason   

Vestfirzkar þjóðsögur III hluti  Safnað hefir Arngr. Fr. Bjarnason   

Íslenskar þjóðsögur - I.-III. hefti  Safnað hefur Einar Guðmundsson   

Íslenskar þjóðsögur - IV.-V. hefti  Safnað hefur Einar Guðmundsson   

Syrpa I  Safnað hefur Gísli Konráðsson  Útg.1979

Gríma þjóðsögur - VI.-X.   Safnað hefur Oddur Björnsson  Útg.1932

Gríma þjóðsögur - I.-V.   Safnað hefur Oddur Björnsson  Útg.1929-Útg.1931

Gríma þjóðsögur - XI.-XV.  Safnað hefur Oddur Björnsson  Útg.1936-Útg.1940

Gríma þjóðsögur - XVI.-XX.  Safnað hefur Oddur Björnsson  Útg.1941-Útg.1945

Gríma þjóðsögur - XXI.-XXV.  Safnað hefur Oddur Björnsson  Útg.1946-Útg.1950

Íslenskar þjóðsögur - I. bindi  Safnað hefur Ólafur Davíðsson  Útg.1935

Íslenskar þjóðsögur - II. bindi  Safnað hefur Ólafur Davíðsson  Útg.1939

Íslenskir sagnaþættir og þjóðsögur 11.-12.  Skrásett hefir Guðni Jónsson  Útg.1957

Íslenskir sagnaþættir og þjóðsögur 1.-4.  Skrásett hefir Guðni Jónsson  Útg.1940-Útg.1944

Íslenskir sagnaþættir og þjóðsögur 5.-8.  Skrásett hefir Guðni Jónsson  Útg.1944-49

Íslenskir sagnaþættir og þjóðsögur 9.-10.  Skrásett hefir Guðni Jónsson  Útg.1951-54

Þjóðsögur og sagnir  Torfhildur Þorsteinsdóttir Hólm  Útg.1962

Saga Eyrarbakka I  Vigfús Guðmundsson  Útg.1945

Saga Eyrarbakka III  Vigfús Guðmundsson  Útg.1946

Saga Eyrarbakka III  Vigfús Guðmundsson  Útg.1949

Stokkseyringarsaga I  Guðni Jónsson  Útg.1960

Stokkseyringarsaga II  Guðni Jónsson  Útg.1961

Saga Reykjavíkurskóla I - Nám og nemendur  Ýmsir höfundar  Útg.1975

Kvennaskólinn í Reykjavík 1874-1974  Ýmsir höfundar  Útg.1974

Sögurþræðir símans  Heimir Þorleifsson  Útg.1986

Guðfræðingatal 1847-1957  Björn Magnússon  Útg.1957

Keldur á Rangárvöllum  Vigfús Guðmundsson  Útg.1949

Saga Hraunshverfis á Eyrarbakka  Guðni Jónsson  Útg.1958

Sóleyjarsaga - fyrra hluti  Elías Mar  Útg.1954

Sóleyjarsaga - síðari hluti  Elías Mar  Útg.1959

Björt eru bernskuár  Stefán Jónsson  Útg.1948

Hjalti litli  Stefán Jónsson  Útg.1948

Margt getur skemmtilegt skeð  Stefán Jónsson  Útg.1949

Mamma skilur allt  Stefán Jónsson  Útg.1950

Hjalti kemur heim  Stefán Jónsson  Útg.1951

Fólkið á Steinshóli  Stefán Jónsson  Útg.1954

Fjósakona fer út í heim  Anna frá Moldnúpi  Útg.1950

Íslandsferð Mastiffs  Antony Trollope  Útg.1960

Norður yfir Vatnajökul 1875  William Lord Watts  Útg.1962

Íslenskar jurtir  Áskell Löve  Útg.1945

Lagasafn - gildandi lög íslensk 1931     Útg.1932

Leiðbeiningar um trjárækt  Hákon Bjarnason  Útg.1941

Lögsögumannskjör á Alþingi 930     Útg.1930

Mannfækkun af hallærum  Hannes Finnsson  Útg.1970

Stjörnufræði - Rímfræði  Þorsteinn Sæmundsson  Útg.1972

 


« Fyrri síða

Höfundur

Bókakaffið á Selfossi

NETVERSLUN OKKAR, netbokabud.is - yfir tólf þúsund titlar á frábæru verði

Bókakaffið er kaffihús og bókaverslun að Austurvegi 22 á Selfossi. Við verslum með bæði nýjar og gamlar bækur. Hér birtum umsagnir um bækur og fréttir úr kaffihúsinu og netbúðinni. Við erum líka á fésbókinni. Netfang: bokakaffid@bokakaffid.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband