Leita í fréttum mbl.is

Skemmtileg Laxdæla

Mér létti eiginlega að Þórunn Erlu- og Valdimarsdóttir rithöfundur er ekki orðin að reifarahöfundi. Því þó að blóð renni ómælt í nýjustu sögu hennar, Mörg eru ljónsins eyru, þá er sagan langt því frá að vera hefðbundinn krimmi. Hún er eitthvað miklu meira.

Hér lifnar Laxdæla fyrir okkur sem legið höfum í henni eitthvert skeið. En um leið er sagan skemmtileg og vel gerð lýsing á nútíma Íslendingum, eiginlega hrunbókmennt, svo mjög sem hún fylgir sögupersónunum eftir inn í síðustu ár vitleysunnar. Það er helst að einhver epísk óþolinmæði í mér væri stundum að horfa til þess að skáldið Þórunn hætti lýsingum sínum en sumar þeirra eru samt snilldarvel gerðar og áreiðanlega eru aðrir lesendur sem hefðu viljað gefa þeim meira rými.

Þórunni tekst þar á köflum að spinna og tvinna saman náttúrulýsingum og sálarlífi þannig að lesandinn hverfur með henni inn í stað, stund og vitundarlíf misgalinna nútímalegra Laxdæla.


Sæmundur, útgáfufélag Sunnlenska bókakaffisins kynnir:

Sigurðar sögu fóts!

Út er komin bókin Sigurðar saga fóts eftir Bjarna Harðarson rithöfund og bóksala. Þetta er önnur skáldsaga höfundar en í fyrra kom út bókin Svo skal dansa sem fékk góða dóma. Útgefandi er Sæmundur sem er útgáfufélag rekið af Sunnlenska bókakaffinu á Selfossi.

Sigurðar saga fóts er íslensk riddarasaga úr samtímanum skrifuð undir rokkuðum takti meistara Megasar en texti hans og lag um Basil fursta leiðir söguna. Við sögu koma Fiddarnir dularfullu, glæpakvendið Stella, framsóknarklerkurinn séra Brynjólfur, mafíósinn Kex Wragadijp og hetjur viðskiptanna í byrjun 21. aldarinnar. Söguhetjan Sigurður fótur veit sér alla vegi færa og að sérhver þeirra liggur fyrr eða síðar fram af bjargbrúninni. Eftir að þjóðin tekur þá trú að hann sé ríkur maður kaupir hann fyrir kurteisissakir stærsta banka landsins af frú forsætisráðherra. Í sögulok leitar hetjan upprunans og hittir hetjur barnæskunnar fyrir í afskekktum dal langt handan við hinn þekkta heim siðmenningar.

Útgáfuhóf Sigurðar fóts verður haldið í Mál og menningu við Laugaveg föstudagskvöldið 5. nóvember næstkomandi og þar sem meistari Megas og Karítur Íslands munu taka lagið undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar söngstjóra.


Gersemar

IMG_9714Vorum að taka inn nokkrar stór-merkar ger-semar, m.a. Eyr-byggju frá 1787, hina mynd-skreyttu og stórmerku útgáfu af Guðspjallanna samhljóðan frá 1749 og fleira fágætt...

Sjá nánar.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Bókakaffið á Selfossi

NETVERSLUN OKKAR, netbokabud.is - yfir tólf þúsund titlar á frábæru verði

Bókakaffið er kaffihús og bókaverslun að Austurvegi 22 á Selfossi. Við verslum með bæði nýjar og gamlar bækur. Hér birtum umsagnir um bækur og fréttir úr kaffihúsinu og netbúðinni. Við erum líka á fésbókinni. Netfang: bokakaffid@bokakaffid.is

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband