Leita í fréttum mbl.is

Snót, 3. útgáfa

102_5346Snót er víðfræg ljóðabók fyrst útgefin í Kaupmannahöfn af Gísla Magnússyni árið 1850 en þetta eintak er 3. útgáfa, prentað á Akureyri 1877. Fallegur gripur.

Sjá nánar í gegni og hér er mynd af eintakinu.


SELD: Handqver um lögfræði

102_5349Sættastiptanir og forlíkunarmálefni eftir Magnús Stephensen er handbók (handqver) fyrir embættismenn, sáttanefndir og málsaðila í deilumálum.

Prentuð í Viðey 1819. Sjá nánar í gegni og hér er mynd af eintakinu.


Franskur byltingarandi á Sólbakka

anatole_francea.jpgUndanfarnin kvöld hefur verið hér í risinu á Sólbakka franskur byltingarandi meðan ég hesthúsaði dæmalaust góðri bók efir Nóbilverðlaunahafann Anatole France (1844-1924) Uppreisn englanna. Hún kom út hér á landi 1958 í góðri þýðingu Magnúsar Ásgeirssonar þó svo að prófarkalestur Helgafells hefði mátt vera betri.

Öllu róttækari og áhrifameiri verða bækur ekki en þessi skoplega og guðlausa saga af englum himnaríkis. Anatole var talinn mikill gáfumaður og róttækur en boðskapur eins og sá sem boðaður er í þessari einstöku bók átti þó meiri vinsældum að fagna meðal borgarastéttarinnar. 

Í dag hittir margt í gagnrýni hans og djúpri speki svo hnittilega í mark að  leitun er að öðru eins. Lokakaflinn þar sem byltingin fer út um þúfur er lærdómsríkur okkur sem nú horfum í ákveðnum vonbrigðum á gamla hjartahreina stjórnarandstæðinga í valdastólum.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Bókakaffið á Selfossi

NETVERSLUN OKKAR, netbokabud.is - yfir tólf þúsund titlar á frábæru verði

Bókakaffið er kaffihús og bókaverslun að Austurvegi 22 á Selfossi. Við verslum með bæði nýjar og gamlar bækur. Hér birtum umsagnir um bækur og fréttir úr kaffihúsinu og netbúðinni. Við erum líka á fésbókinni. Netfang: bokakaffid@bokakaffid.is

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband