Leita í fréttum mbl.is

Gyrðir og fleiri í kvöld

Gyðir Elíasson mun lesa úr þýðingum sínum í Sunnlenska bókakaffinu í kvöld, fimmtudagskvöldið 17. nóvember. Skáldið tók nýlega við Bókmenntaverðlaunum Norðurlandaráðs. Auk hans mæta þau Óskar Árni Óskarsson, Bergþóra Snæbjörnsdóttir og Sigríður Jónsdóttir. gyrdir_crop.jpg

Húsið verður að vanda opnað klukkan 20 og upplestur hefst skömmu síðar. Ókeypis og allir velkomnir.

Tvær bækur koma út á þessu ári í þýðingu Gyrðis, Tunglið braust inní húsið sem er safn ljóðaþýðinga og bókin Hvernig ég kynntist fiskunum eftir tékkneska skáldið Ota Pavel.

Óskar Árni Óskarsson les úr ljóðabók sinni Þrjár hendur, Bergþóra Snæbjörnsdóttir les úr nýrri ljóðabók sem nefnist Daloon dagar og að lokum kynnir Sigríður Jónsdóttir bók sína Kanil en hún kom út  fyrir skemmstu. B

Komið og kynnið ykkur það nýjasta í íslenskum skáldskap.


Veður af graðhesti


Kanill, ný ljóðabók Sigríðar Jónsdóttur fær frábæra dóma á vefritinu Druslubækur og doðrantar.

Þetta er lítil, ferköntuð bók í glansandi bleikri kápu með gylltum stöfum, skemmtilega extravagant hönnun og sannarlega ekki það sem ég hefði almennt búist við af Sæmundi, útgáfufélagi Sunnlenska bókakaffisins!

sigurdar_saga_fots_utgafuteiti_075.jpg

Það er Kristín Svava Tómasdóttir sem svo ritar á þessum ágæta bókavef og heldur áfram:

En bókin heitir sumsé Kanill: ævintýri og örfá ljóð um kynlíf og samanstendur af sjö erótískum ljóðum og einu ævintýri. Ég verð að segja að mér finnst erótíkin bara frekar vel heppnuð, sem er ekki lítill sigur, hún er eitthvað svo vandmeðfarin og verður auðveldlega áreynslukennd og tilgerðarleg. Hér er erótíkin prakkaraleg og opinská og snýst mjög um það hvað það er þrúgandi að leggja hömlur á kynferðið, eins og er auðvitað ekki síst gert í tilfelli kvenna. Mér finnst hin frelsandi erótík konunnar stundum eiga það til verða hálfvæmin – einhver svona Píkusögufílingur – en þessi er alveg laus við það.

En nú ætla ég ekki að stelpa glæpnum alveg af hinum góða bókakonum en hvet lesendur til að lesa áfram greinina Veður af graðhesti á vefritinu sjálfu, hér. 

(Skáldið Sigríður er hér til hægri á mynd með allt annarri Kristínu, mér skyldri).


Hrappseyjarprent norsku laga

norsku_log2Kristján V (1646-1699) einvaldskonungur í Dansk-norska ríkinu innleiddi 1687 sérstakan lagabálk sem miðaði við aðstæður í Noregi og nefnast enn þann dag í dag Norsku lög.

Þau voru prentuð í Kaupmannahöfn á dönsku nokkrum árum eftir útgáfu þeirra en nærri hundrað ár liðu áður en þau komu út á íslenskri tungu. Það var með útgáfu þeirri sem hér er boðin til kaups sem er prentuð í Hrappsey árið 1779 og heitir:  Kongs Christians Þess Fimta Norsku Løg : a Islensku Utløgd. Þýðandi var Magnús Ketilsson sýslumaður en inngang ritar Bogi Benediktsson.

Bókin er 755 síður í stóru broti. Af íslenskum gersemum í flokki prentaðra lögfræðibóka stendur engin framar þessari merku bók sem hér er boðin til kaups fyrir 220 þúsund krónur, https://secure.eshop.is/bokakaffid/varainfo.aspx?id=171141

norsku_log

 Norsku lög voru lögð til grundvallar í lögréttu á Alþingis seinustu aldir þess og enn eru einstakar greinar Norsku lagar taldar gilda hér á landi, s.s. sjötta grein úr 14. kapítula sem ber heitið Um ofríki og hervirki. Greinin sem enn stendur fyrir sínu og nýst hefur eftir bankahrunið fræga er svohljóðandi:

6.  Nú vill maður eigi flytjast úr leiguhúsi á fardegi réttum, enda hafi honum verið löglega byggt út, eða hann hefst við í húsi, sem hann á engan rétt til, eða hefir verið dæmdur úr, að ólofi eiganda, og má þá eigandi án frekara dóms láta þjóna réttarins ryðja húsið. ...


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Bókakaffið á Selfossi

NETVERSLUN OKKAR, netbokabud.is - yfir tólf þúsund titlar á frábæru verði

Bókakaffið er kaffihús og bókaverslun að Austurvegi 22 á Selfossi. Við verslum með bæði nýjar og gamlar bækur. Hér birtum umsagnir um bækur og fréttir úr kaffihúsinu og netbúðinni. Við erum líka á fésbókinni. Netfang: bokakaffid@bokakaffid.is

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband