24.11.2011 | 10:19
Þorpsstemning, ágústmyrkur og ljóðaþýðingar í Bókakaffinu
Fimmtudaginn 24. nóvember munu lesa úr verkum sínum Guðmundur Andri Thorsson, Eyþór Árnason, Harpa Jónsdóttir og Andrés Eiríksson.
Guðmundur Andri Thorsons sendi nú í haust frá sér bókina Valeyrarvalsinn. Í sögunni segir frá fólki í þorpi einu. Sagan er raunar sextán sögur sagðar í einu. Spennandi bók sem hefur fengið góðar viðtökur.
Eyþór Árnason kvaddi sér hljóðs með ljóðabókinni Hundgá úr annarri sveit. Nú í haust kom út önnur ljóðbók hans sem nefnist Svo ég komi aftur að ágústmyrkrinu.
Harpa Jónsdóttir gaf á dögunum út bókina Eitt andartak í einu. En hún fjallar um unga ófríska stúlku í sjávarþorpi.
Andrés Eiríksson hefur unnið við ljóðaþýðingar og mun lesa þýðingar sýnar.
Komið og kynnið ykkur það nýjasta í íslenskum skáldskap.
Húsið opnar kl. 20:00 og eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.
18.11.2011 | 16:35
Mikið úrval dýrgripa
Hjá Sunnlenska bókakaffinu erum við að fara í gegnum og verðleggja mikið safn vel með farinna dýrgripa sem nánar verður gerð grein fyrir á næstu vikum og mánuðum. Áhugasamir geta sent bréflegar inn fyrirspurnir og tilboð á netfang bjarni@selfoss.is eða í bréfpósti á Sunnlenska bókakaffið, Austurvegi 22, 800 Selfossi.
Í þessu safni eru m.a.:
Biblíu-kjarni, útlagður og gefinn út af Ásmundi Jónssyni dómkirkjupresti, Kbh. 1853.
Bókmentasaga Íslendinga fram undir siðabót, Finnur Jónsson, Kbh. 1904-5
Bragi, sýnisbók íslenzkrar ljóðagerðar á 19. öld, fyrsta bindi. Rvk. 1904
Bænakver eptir Pál Jónsson prest á Völlum í Svarfaðardal, Akureyri 1878.
Dactylismun Ecclesiasticus eður Fingrarím viðvíkjandi kirkju-arfins tímum, útg. Kbh. 1838
Dagrún, Benedikt Gröndal (Sveinbjarnarson), Rvk. 1906.
Dýravinurinn gefinn út af Dýraverndunarfjelagi danskra kvenna, íslenzkað hefur Páll Briem, Kbh. 1885. (Vel varðveitt).
Dönsk orðabók með íslenzkum þýðingum. Samið hefur K. Gíslason, Kbh. 1851.
Edda Snorra Sturlusonar, Rvk. 1907, Finnur Jónsson og Sig. Kristjánsson. (Sami eig. og næst á undan.)
Eir tímarit handa alþýðu um heilbrigðismál, 1.-2. árg., ritstjórn Dr. J. Jónassen, Guðmundur Magnússon, Guðmundur Björnsson, Rvk. 1900 útg. Sigfús Eymundsson.
Fortællinger paa vers og træsnit, Christian Winther, Kbh. 1901
Framtíðarmál. Verzlunarfrelsi eða einokun á Eyrarbakka. Frjettaþráður til Íslands eptir Boga Th. Melsteð, Kbh. 1891
Fröken Jensens Kogebog, syvende oplag, Kbh. 1902
Geschichte der christlichen Kirche in Lebensbeschreibungen. Christlichen Schulen und Familien gewidmet von I. Hepp, Pfarrer zu Epperthausen in der döcese Mainz, Mainz 1851
Gunnlaugs saga Ormstungu, útg. Christiania 1862
Hentug handbók fyrir hvörn mann með ...., útg. af Magnúsi Stephensen, Leirárgörðum 1812
Hugleiðingar um höfuðatriði kristinnar trúar, J.P. Mynster, útg. Kbh.,1839 af Þorgeiri Guðmundssyni
Icelandic Pictures Drawn with Pen and Pencil by Frederick W.W. Howell, F.R.G.S. with a map and many illustrations, London 1893
Íslenzk þjóðlög, Bjarni Þorsteinsson, útg. Kbh., 1906-1909
Íslenzk æfintýri. Söfnuð af M. Grímssyni og J. Árnasyni, kosta innfest í kápu 32 skk., Rvk. 1852, LJÓSPRENT ÁN ÁRTALS
Konráð Gíslason, Finnur Jónsson, sérprent, útg. Lund 1891
Kristilegur barnalærdómur eptir lúterskri kenningu, Helgi Hálfdánarson, áttunda prentun Kbh. 1897, Gyldendal
Kristilegur barnalærdómur, skýring á fræðum Lúthers hinumm minni eftir Thorv ald Klaveness, Þórhallur Bjarnarson þýddi, Rvk. 1900
Kristindómur. Árás á kennimenn lúthersku kirkjunnar, Einar Jochumsson, frh. af Hrópi og Lögmáli, Rvk. (Gutenberg) 1907
Kvöldvökurnar 1794, fyrri partur, önnur útgáfa, samanteknar af Dr. Hannesi Finnssyni, Rvk. 1848
Lögbók Magnúsar konungs, Lagabætis, handa Íslendingum eður Jónsbók hin forna, útg. Akureyri 1858 af Sveini Skúlasyni. (Afar fín.)
Lögfræðisleg formálabók eða Leiðarvísir fyrir alþýðu, Magnús Stephensen og L.E. Sveinbjörnsson, útg. Rvk. 1886. (Stráheil, nafn á saurblaði: Sigurgeir Daníelsson.)
Vídalínspostilla Kbh. 1858 (12. og 13. útgáfa)
Minningarrit Hólaskóla, tuttugu og fimm ára, Akureyri 1909
Morðbréfabæklingar Guðbrands biskups Þorláksson 1592, 1595 og 1608, með fylgiskjölum, Rvk. 1902-1906
Niðjatal Þorvalds Böðvarssonar prests á Holti undir Eyjafjöllum og Björns Jónssonar prests í Bólstaðarhlíð, Rvk. 1913
Níutíu og þrír sálmar útaf Strúms hugvekna 1sta parti, síra Jón Hjaltalín á Breiðabólstað á Skógarströnd, Kbh. 1835
Passíusálmar með fjórum röddum fyrir orgel og harmoníum, Hallgrímur Pétursson, Rvk. 1906-1907
Plads for Jesus, Postille af J.J: Jansen, andet oplag, Kristiania, 1905
Presta tal og prófasta á Íslandi, Sveinn Níelsson á Staðastað, útg. Kbh. 1869
Prédikanir, ætlaðar til helgidaga lestra í heimahúsum eptir Dr. P. Pjetursson, Rvk. 1856
Meira síðar.
Evrópumál | Breytt 26.11.2011 kl. 14:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.11.2011 | 10:36
Hagnýt bók í jólapakkann
Fyrr á árinu kom út bókin Góða ferð - handbók um útivist eftir Helen Garðarsdóttur og Elínu Magnúsdóttur.
Bókin er alfræðirit fyrir útivistariðkendur, bæði byrjendur og lengra komna. Í henni er farið yfir alla grunnþætti útivistariðkunnar, eins og klæða- og útbúnaðarval, rötun og leiðarval, næringu, veður og fyrstu hjálp, svo eitthvað sé nefnt.
Hér er að finna svör við ótal spurningum, eins og hvernig eigi að komast hjá því að verða kalt í tjaldi, hvernig einangrun virki, hvernig komast megi hjá ofkælingu og hvernig mismunandi prímusar standa sig við mismunandi hitastig.
Þá er sérstakur kafli um hvað skuli gera ef ferðafólk villist. Höfundar styðjast við margra ára reynslu og þjálfun úr björgunarsveitarstarfi, skátastarfi og almennri ferðamennsku til að fræða lesandann um allt sem þeim finnst mikilvægt að ferðafólk kunni skil á, ætli það til fjalla. Í bókinni er fjöldinn allur af ljósmyndum, skýringarmyndum, listum og töflum sem gera bókina aðgengilega og auðvelda aflestrar.
Meðal ráðgjafa og yfirlesara voru fjallaleiðsögumenn, björgunarsveitarfólk, næringarfræðingur, landfræðingur, leiðbeinandi í fjallamennsku, kennari í fyrstu hjálp og sérfræðingur í útieldun. Bókina er hægt að lesa sem eina heild, eða nota sem uppflettirit. Hún er prentuð á rakaþolinn pappír, til að hún þoli íslenskt veðurfar, og er í handhægu broti svo hún passar hvort sem er í bakpoka eða hanskahólf á bíl.
Þessi fallega bók hentar vel í jólapakkann og kostar aðeins krónur 3990 kr. Fæst í öllum betri bókabúðum og í netverslun okkar, https://secure.eshop.is/bokakaffid/varainfo.aspx?id=70332
Nýjustu færslur
- Vinsælast; ljóð, húmor og lífstílsbækur
- Sumarlesningin mín
- Vinsælustu bækurnar
- Einstaklega vel heppnað útgáfuhóf
- Netbókabúðin netbokabud.is
- Mensalder á metsölulista
- 50% afsláttur á gömlum bókum
- Kanill í fyrsta sæti hjá Eymundsson
- Kanill verðlaunaður
- Kanill rýkur út!
- Opið alla daga!
- Viðtal við Sigríði Jónsdóttur
- Söluhæstu bækur ársins 2011
- Haustannáll (kvenkyns)bóksalans
- Topp 10! Frá 14. des. - 20. des
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Desember 2013
- Ágúst 2013
- Desember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Maí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
Bækurnar
- Góða ferð - handbók um útivist
- Hvítir hrafnar verð 28 þúsund
- SELD: Kvæði Eggerts frá 1832 á kr. 43 þúsund
- Austurland I.-VII á 25.000 kr.
- Náttúrufræðingurinn innbundinn á 60 þúsund
- Selt: Frumútgáfa á Svörtum fjöðrum Davíðs fyrir 24 þúsund
- Seld: Eftirmæli 18. aldar á 110 þúsund
- Sending abroad
- Sigurðar saga fóts
- Kvennafræðari Elínar Briem
- [ Fleiri fastar síður ]