Leita í fréttum mbl.is

Litla stúlkan og sígarettan...

Báðir textarnir virtust orka tvímælis ... enda stönguðust þeir á. litlastulkan
Samkvæmt lögum Ríkisins nýtt hinn dæmdi, Desiré Johnson, sér lagalegan rétt sinn og vísaði til 47. greinar refsilaganna sem heimilaði honum að reykja síðustu sígarettuna sína áður en hann yrði tekinn af lífi.

Fyrir sitt leyti fór Quam Lao Ching, fangelsisstjórinn nákvæmlega eftir innri reglugerð 176 b, sem kvað á um fanganum væri óheimilt að kveikja í sígarettunni. Þessi viðbótarreglugerð, sem bannaði alfarið notkun tóbaks innan veggja fangelsisins, hafði verið bætt við ári áður vegna þrýstings frá samtökum sem berjast fyrir lýðheilsu.

Auðvitað kunni hugmyndin um það að verja heilsu dauðadæmds að orka tvímælis nema menn líti á það sem hárfína grimmd. En slíka ráðstöfun, sem var í þágu meirihlutans, var óhugsandi að túlka þrengra. Enda þótt úrelt væri leyfði 47. grein hins vegar afdráttarlaust að fanginn fengi hinstu ósk sína uppfyllta og fengi sér nokkra smóka...

(Upphaf að frabærri sögu franska höfundarins Benoit Duteurtre, Litla stúlkan og sígarettan og er skyldulesning nú á tímum vaxandi heimsku og sefjunar. Stórmerkileg lesning. -b.)


Fjarskanistanfarar í Sunnlenska bókakaffinu


Fimmtudaginn 30. október kl. 20:30 verða Egill Bjarnason og Yousef Ingi Tamimi með fyrirlestur í Sunnlenska bókakaffinu. Egill mun fjalla um ferð sem hann fór á þessu ári um Afganistan, Pakistan og Íran. Yousef ætlar að segja frá ástandinu í Palestínu þar sem hann starfaði sem sjálfboðaliði í sumar.

Fyrirlesturinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis.


Bloggsíða bókanna

Sunnlenska bókakaffið hefur opnað bloggvef þar sem bækur af öllu tagi taka til máls. Vefur þessi er hluti af bloggvef Morgunblaðsins og opnaður þar með góðfúslegu leyfi Árvakurs. Með vef þessum er ætlunin að skapa umræðu um bókmenntir, fornar og nýjar. Opið verður fyrir athugasemdir og skoðanir lesenda.

 

Auk þess verða á bókavefnum upplýsingar um nýútkomnar bækur og sagt frá bókum sem seldar eru í Sunnlenska bókakaffinu á Selfossi. Þar er jöfnum höndum verslað með kaffi og bækur, nýjar og notaðar.

 

Við opnun hins Sunnlenska bókavefs blogga meðal annarra bóka nokkrar sem nýkomnar eru á markaðinn, s.s. Alkasamfélagið eftir Orra Harðarson, Hafskip í skotlínu eftir Björn Jón Bragason og Meðan hjartað slær sem er lífsreynslusaga Vilhjálms Þórs Vilhjálmssonar hárskera, rituð af Sigurði Þór Salvarssyni.

 

Bloggvefur Sunnlenska bókakaffisins mun enn fremur birta aðsendar greinar um bækur, bókadóma og fréttir af bókamönnum eftir því sem tilefni gefast.

 

Ritstjórar vefsins eru hjónin og bóksalarnir Elín Gunnlaugsdóttir og Bjarni Harðarson.

(Fréttatilkynning, nánari upplýsingar í síma 694 3874 og 897 3374)


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Bókakaffið á Selfossi

NETVERSLUN OKKAR, netbokabud.is - yfir tólf þúsund titlar á frábæru verði

Bókakaffið er kaffihús og bókaverslun að Austurvegi 22 á Selfossi. Við verslum með bæði nýjar og gamlar bækur. Hér birtum umsagnir um bækur og fréttir úr kaffihúsinu og netbúðinni. Við erum líka á fésbókinni. Netfang: bokakaffid@bokakaffid.is

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband