28.10.2008 | 23:18
Rubáiyát og Skuggi
Það eitt ég veit - hvort sannleiksbálsins blys
mér blessun færa, eða sorgir, slys -
að betri er krá, þó kæti sé þar mest,
en kirkja þar sem engin glæta sést...
Þannig hljóðar 56. erindi Rubáiyát kvæðabálksins eftir Ómar Khayyám í þýðingu Jochums Eggertssonar sem tók sér höfundarnafnið Skuggi. Sunnlenska bókakaffið var að fá í hús gullfallegt eintak af þessari bók sem út kom 1946 í 150 tölusettum eintökum. Eintakið sem er til sölu hjá okkur er númer 148 og vitaskuld áritað af þýðandanum en ekki höfundinum en sá síðarnefndi lést fyrir um 1000 árum síðan og var persi. Kvæðabálkurinn er merkilegur óður til lífsins, lífsnautnarinnar og ber vitni um það upplýsta menningarskeið sem var meðal þeirra þjóða sem nú hafa grafið sig niður í holtaþoku trúarofstækis.
Nú opnar vorið arma undur blítt -
og engilfagurt skrúðir blómið nýtt
í litagljá í ljóssins fagra hjúp
við lind og straum við fjall og sæ og djúp.
Þýðandinn Skuggi var einn af sérstæðari rithöfundum 20. aldar sem setti fram margvíslegar einkennilegar kenningar um íslenska menningu, sögu þjóðarinnar og uppruna Íslendinga. Um þær má meðal annars lesa í bókinni Brísingamen Freyju sem einnig fæst í Sunnlenska bókakaffinu. Skuggi var bróðursonur Matthíasar Jochumsonar og náfrændi Sigurðar heitins Sigurmundssonar í Hvítárholti í Hreppum.
Á undan Skugga þýddi Magnús Ásgeirsson Rubáiát og er sú þýðing mun þekktari en báðar þykja góðar. Skuggi þótti þrátt fyrir sérkennilegheit vel skáldmæltur og er mjög andríkur í sínum skrifum.
Myndin hér á síðunni er annars úr allt annarri átt. Tvær góðar sem voru að detta inn í búðina í dag, annarsvegar kennslubók í skák eftir Pétur Zophoníasson ættfræðing sem var afi Péturs læknis í Laugarási. Hitt er grundvallarrit allra sem eru borgaralega sinnaðir í pólitík, fyrsta útgáfa hérlendis á fagnaðarerindi frjálslyndis og kapítalisma, Frelsið eftir John Stuart Mill í þýðingu Jóns Ólafssonar en bókin kom hér fyrir sjónir Íslendinga 1886 en rit þetta var þá aldarfjórðungsgamalt. Frelsið eða Um Frelsið (On Liberty á frummálinu) er klassíker sem enn á erindi við stjórnmál samtímans...
27.10.2008 | 19:43
Merkileg en leiðinleg
Indriði Gíslason las þetta bindi á Eiðum veturinn 1949 50 og þótti fróðlegt en leiðinlegt.
Eftirfarandi áritun er að finna á saurblaði bókarinnar Menn og menntir siðskiptaaldarinnar á Íslandi eftir Pál Eggert Ólason sem gefin var út í Reykjavík 1922. Bókin er ein fjölmargra í fornbókaverslun Sunnlenska bókakaffisins og kostar þar aðeins 500 krónur. Næta víst má telja að Indriði sá sem gefur bókinni þennan palladóm sé sonur Gísla Helgasonar fræðimanns í Skógargerði og faðir Ernu blaðakonu. Indriði þessi var íslenskufræðingur og prófessor við Kennaraháskóla Íslands, fæddur 1926 og hefur því verið liðlega tvítugur þegar hann las Menn og menntir.
Þrátt fyrir þennan hreinskilna dóm er greinilegt að bók þessi hefur verið lesin síðar en í henni er að finna sem bókamerki rifrildi úr dagblaði þar sem greina má auglýsingu frá fyrirtækinu Fínum miðli sem starfaði í landinu um síðastliðinn aldamót:
Í lokakafla bókarinnar er nokkurt yfirlit yfir sálmakveðskap og þýðingar Skálholtsbiskupanna Marteins Einarssonar og Gísla Oddssonar en þeir þykja með því versta sem ort hefur verið í íslenskri tungu. Þar í er meðal annars þetta erindi frá þeim fyrrnefnda sem vel á við nú þegar Tyrkir haft okkur undir í kosningaslag:
Halt oss, guð, við þitt helga orð
og heft páfans og Tyrkja morð,
sem vilja Krist, vort sérlegt skjól
setja af sínum veldisstól
___________________
Myndatexti: Indriði Gíslason í góðum félagsskap, lengst til hægri á myndinni en við hlið hans er Franzisca Gunnarsdóttir og lengst til vinstri sonur hennar skáldið og Gunnar Björn Gunnarsson, dóttursonur nafna síns og skálds á Skriðuklaustri en myndin er tekin í Gunnarsstofnun og birt með leyfi.
Menning og listir | Breytt 28.10.2008 kl. 23:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- Vinsælast; ljóð, húmor og lífstílsbækur
- Sumarlesningin mín
- Vinsælustu bækurnar
- Einstaklega vel heppnað útgáfuhóf
- Netbókabúðin netbokabud.is
- Mensalder á metsölulista
- 50% afsláttur á gömlum bókum
- Kanill í fyrsta sæti hjá Eymundsson
- Kanill verðlaunaður
- Kanill rýkur út!
- Opið alla daga!
- Viðtal við Sigríði Jónsdóttur
- Söluhæstu bækur ársins 2011
- Haustannáll (kvenkyns)bóksalans
- Topp 10! Frá 14. des. - 20. des
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Desember 2013
- Ágúst 2013
- Desember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Maí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
Bækurnar
- Góða ferð - handbók um útivist
- Hvítir hrafnar verð 28 þúsund
- SELD: Kvæði Eggerts frá 1832 á kr. 43 þúsund
- Austurland I.-VII á 25.000 kr.
- Náttúrufræðingurinn innbundinn á 60 þúsund
- Selt: Frumútgáfa á Svörtum fjöðrum Davíðs fyrir 24 þúsund
- Seld: Eftirmæli 18. aldar á 110 þúsund
- Sending abroad
- Sigurðar saga fóts
- Kvennafræðari Elínar Briem
- [ Fleiri fastar síður ]