Leita í fréttum mbl.is

Prjónakaffi í kvöld

10-gudbjorg_bokakaffi 

Guðbjörg Runólfsdóttir verður með prjónakvöld í Sunnlenska bókakaffinu í kvöld, þriðjudagskvöldið 4. nóvember. Þar hittast prjónakonur og spjalla yfir hannyrðum og pönnukökum um bækur og kreppur og börn og jól og prjóna og eiginmenn og matseld og stjórnmál og hagfræði og skortsölur og bændur og nyt kúa.

Allir velkomnir, meðan húsrúm leyfir. Húsið opnar klukkan 20:00 stundvíslega.


Listin að týna sjálfum sér

Haustið 2007 var haft eftir Sigurjóni Þ. Árnasyni bankastjóra Landsbankans í einu dagblaðanna að það kynni að reynast óhjákvæmilegt fyrir íslensk fjármálafyrirtæki í útrás að taka upp ensku sem vinnumál...nyjaisland

Þessi ummæli tóku margir að vonum óstinnt upp. Voru engin takmörk fyrir þeim fórnum sem Íslendingar þurftu að færa svo hið nýja efnahagsskipulag fengi notið sín til fullnustu.

...

Um haustið [2007] efndi svo Jón Ásgeir Jóhannesson til veglegustu brúðkaupsveislu sem hæer hefur verið haldin þegar hann gekk að eiga Ingibjörgu Pálmadóttur, heitkonu sína til margra ára og jafnframt eina auðugustu konu landsins...

(Guðmundur Magnússon: Nýja Ísland, listin að týna sjálfum sér, 113 og 191. Gagnleg lesning um öfugþróun í íslensku samfélagi.)


Ljóðskáld á leið um landið

Á liðnu sumri kom út hjá Bjarti ljóðabókin Í fjarveru trjáa - vegaljóð eftir Ingunni Snædal. Í bókinni má finna mörg ljóð um hina ýmsu staði á landinu. Þar má líka finna nokkur ljóð um Suðurland og Sunnlendinga og hefst ljóðið Úthlíð á þessum orðum:

Björn bóndi kom til dyra
hress á nærbolnum...

Í ljóðinu Flúðir segir höfundur:

hef aldrei komið hingað
er viss um að hér eru engar flúðir
frekar en foss við Selfoss
allt tómt plat

Þegar höfundur kemur að Seljalandsfossi verður honum að orði:

stór sturta
með grænu hengi
sem alltaf er dregið frá...

Þetta eru bara þrjú dæmi um skemmtilega sýn Ingunnar Snædal á landið, en það virðist vera henni hugstætt því árið 2006 kom út eftir hana bókin Guðlausir menn - hugleiðingar um jökulvatn og ást. Sú bók var mjög vinsæl á sýnum tíma og að mínu mati gefur Í fjarveru trjáa henni ekkert eftir. (Greinin birtist í Sunnlenska fréttablaðinu í sumar-eg)


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Bókakaffið á Selfossi

NETVERSLUN OKKAR, netbokabud.is - yfir tólf þúsund titlar á frábæru verði

Bókakaffið er kaffihús og bókaverslun að Austurvegi 22 á Selfossi. Við verslum með bæði nýjar og gamlar bækur. Hér birtum umsagnir um bækur og fréttir úr kaffihúsinu og netbúðinni. Við erum líka á fésbókinni. Netfang: bokakaffid@bokakaffid.is

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband