8.11.2008 | 02:22
Sumarljós og svo kemur nóttin...
...konan heitir Rósa, bóndakona úr suðurdölum, situr í hreppsnefnd, kann að skipuleggja, hrinda í framkvæmd, fátt gerist í sveitinni hennar nema hún sé þar með puttana, Rósa á það til að setjast á stól undir vegg og spila angurvær lög á fiðlu fyrir hænsnin á hlaðinu, hundinn og börnin og stundum kemur forvitinn kálfur. Maðurinn býr í þorpinu, þetta er sjálfur Daníel, dýralæknirinn sem bjó um brotinn fót Simma, þegar hann datt af hestbaki. Það er stundum viskílykt af Daníel, hann dreymir um Rósu, skrifar henni ástarbréf sem hann les fyrir nóttina og tólf ára köttinn sinn, gatar það síðan og kemur fyrir í möppu, handarbak hans straukst við úlpuna hennar þegar þau fóru út úr búðinni, það fór straumur um hann allan og lífið var fallegt...
(Jón Kalman Stefánsson: Sumarljós og svo kemur nóttin, Rv. 2005. Frábær nútíma lýsing á íslenskri landsbyggð, - líklega Búðardal þó það sé aldrei sagt. Einn þessara dýrgripa sem fá má fyrir slikk í fornbókabúðinni okkar.)
6.11.2008 | 01:09
,,Ljóðið ratar til sinna"
Það má segja að árið 2008 hafi verið ár ljóðsins í Sunnlenska bókakaffinu. Ljóðabækur hafa selst vel það sem af er árinu. Kvæðasafn Þórarins Eldjárns hefur verið mjög vinsælt frá því það kom út í vor og þegar áhugi á því tók að minnka þá tók við ljóðabókin ,,Eg vil kveða um eina þig" en sú bók inniheldur ástarljóð Páls Ólafssonar. Þá er óhætt að fullyrða að limrubók Hjálmars Freysteinssonar læknis ,,Heitar lummur" hafi líka selst eins og heitar lummur!
Þann 13. október sl. voru 100 ár liðin frá fæðingu Steins Steinars en ljóðasafn hans var endurútgefið á árinu og má segja að lesendur hafi tekið því fagnandi.
Af þessu má því ætla að þrátt fyrir svartsýni margra varðandi ljóðið þá ,,rati ljóðið til sinna" eins og Þorsteinn frá Hamri sagði eitt sinn. Og viðskiptavinir Bókakaffisins taka eflaust undir með Guðmundi á Mýrum í ljóði Þórarins Eldjárns ,,Bókagleypir" þegar...
Hann segir: Þó er best að borða ljóð,
en bara reyndar þau sem eru góð.
-eg
5.11.2008 | 06:21
Að hringsnúa líkkistunum
Fyrir nokkuð löngu dó sveitarkerling ein á bæ; hafði hún verið geðstygg
mjög og ill viðureignar og heitið að ganga aftur. Þegar kerla var dauð, lét bóndi rífa norðurstafninn úr baðstofunni og smokka henni þar út og gerði síðan stafninn upp aftur. Svo var kerling jörðuð, og bar ekki á neinu um sinn, þangað til kom fram á vetur. Fór þá að verða vart við það, að einhver var að rjátla við baðstofustafninn...
Fleira mun það og hafa verið, sem gert var til þess að gera þeim dauðu erfiðara fyrir að hverfa aftur til mannheima. Eitt með öðru var það, að hringsnúa líkkistunum, þegar þær voru bornar til grafar, úti fyrir kirkjudyrunum, til þess að rugla þá í áttunum. Þess er síðast getið, að það hafi verið gert í Grímsey á næstu árunum eftir 1830...
(Sú þrá að þekkja og nema, greinar um og eftir séra Jónas Jónasson frá Hrafnagili, Rv. 2007)
Nýjustu færslur
- Vinsælast; ljóð, húmor og lífstílsbækur
- Sumarlesningin mín
- Vinsælustu bækurnar
- Einstaklega vel heppnað útgáfuhóf
- Netbókabúðin netbokabud.is
- Mensalder á metsölulista
- 50% afsláttur á gömlum bókum
- Kanill í fyrsta sæti hjá Eymundsson
- Kanill verðlaunaður
- Kanill rýkur út!
- Opið alla daga!
- Viðtal við Sigríði Jónsdóttur
- Söluhæstu bækur ársins 2011
- Haustannáll (kvenkyns)bóksalans
- Topp 10! Frá 14. des. - 20. des
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Desember 2013
- Ágúst 2013
- Desember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Maí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
Bækurnar
- Góða ferð - handbók um útivist
- Hvítir hrafnar verð 28 þúsund
- SELD: Kvæði Eggerts frá 1832 á kr. 43 þúsund
- Austurland I.-VII á 25.000 kr.
- Náttúrufræðingurinn innbundinn á 60 þúsund
- Selt: Frumútgáfa á Svörtum fjöðrum Davíðs fyrir 24 þúsund
- Seld: Eftirmæli 18. aldar á 110 þúsund
- Sending abroad
- Sigurðar saga fóts
- Kvennafræðari Elínar Briem
- [ Fleiri fastar síður ]