Leita í fréttum mbl.is

Vor tregafulla tilvera

Ég var að ljúka við að lesa bók Guðmundar Andra Thorssonar, Segðu mömmu að mér líði vel, en bókin kom út hjá JPV fyrir skemmstu. Bókin er einkar læsileg eins og Guðmundar er von og vísa og fjallar hún um ástina í öllum sínum myndum. Hún fjallar einnig um lífsneistann og hvað gerist þegar hann slokknar. Hvernig skuggi eins lífs getur lagst yfir líf annarra og þá sömuleiðis hvernig ástin getur verið umvefjandi og allt um kring þegar hún er til staðar. Bókin fjallar í raun um svo margt og er ljúfsár en jafnfram góð lesning.

eg


Að eiga innistæðu hjá Guði...

...Hvaða heilbrigður maður færi að kveikja í húsinu hans Þorsteins? Það hlýtur að vera einhver verulega brenglaður einstaklingur á bak við svona lagað.varg

- Jú, það er í sjálfu sér rétt. En ég held að við verðum að treysta á að Guð verndi okkur frá fleiri skakkaföllum.

- Ekki verndaði Guð Þorstein og þau.

- Nei, kannski ekki. En það er heldur ekki víst að þau hafi haft innistæðu fyrir því.

- Innistæðu fyrir því! - sagði Stella hneyksluð. - Er nú kennisetningin orðin sú að það þurfi að sleikja sig upp við Guð til að hann haldi verndarhendi sinni yfir manni?

(Jón Hallur Stefánsson: Vargurinn. Bjartur 2008. Vel gerð spennusaga sem lumar á mögnuðum mannlýsingum og senumen ekki síður góðum lýsingum á íslenskum veruleika í litlu sjávarplássi - þar sem Seyðisfjörður er hafður að sviði. -b.)


,,...að auðmenn eiga þjóna en enga vini

Auðmenn eru mikið í umræðunni núna og því datt mér í hug að birta hluta úr ljóðinu Þakherbergið eftir Ezra Pound en þýðingin eftir Sigurð A. Magnússon. Ég rakst á ljóðið í bókinni Nútímaljóð (Rvík, 1967) en Erlendur Jónsson tók saman ljóðin í bókinni. Hér koma upphafslínur ljóðsins sem nefnt var áðan:

Heyrðu, við skulum vorkenna þeim sem eiga meira en við,
já vina mín, og hafðu það hugfast
að auðmenn eiga þjóna en enga vini
og við eigum vini en enga þjóna...

-eg


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Bókakaffið á Selfossi

NETVERSLUN OKKAR, netbokabud.is - yfir tólf þúsund titlar á frábæru verði

Bókakaffið er kaffihús og bókaverslun að Austurvegi 22 á Selfossi. Við verslum með bæði nýjar og gamlar bækur. Hér birtum umsagnir um bækur og fréttir úr kaffihúsinu og netbúðinni. Við erum líka á fésbókinni. Netfang: bokakaffid@bokakaffid.is

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband