Leita í fréttum mbl.is

Hallgrímur og Spegilsritstjórinn hafa vinninginn...

Hef nú hesthúsað allavega 9 af jólabókum ársins og enginn vafi hver hefur þar vinninginn. Bók Úlfars Þormóðssonar um Hallgrím Pétursson er eitt af stórvirkjum þessara jóla. Ekki bara að Úlfari takist hér að draga upp trúverðuga lýsingu á hallgrimursálmaskáldinu ástsæla og lífi á Íslandi á 17. öld.

Það sem er i raun og veru meira um vert er að Úlfari tekst frábærlega til við skáldsöguþátt þessarar bókar. Við vitum auðvitað mjög lítið um persónu Hallgríms Péturssonar utan það sem kveðskapur hans og beinagrind af lífshlaupi segir okkur. Þegar þessu tvennu sleppir þarf skáldið að taka við og það gerir Úlfar svikalaust og með þeim hætti að bókin stendur sem ein af betri skáldsögum ársins, jafnframt því að vera góð heimildarsaga.

Þessi bók tekur langt fram fyrri bókum gamla spegilsritstjórans þó hinar hafi verið allgóðar.

Ég á svo eftir að lesa hinn Hallgríminn, þ.e. Helgason en geri fljótlega og skrifa þá um hann og fleiri bækur hér á næstu dögum. Sem stendur er bók Þórhalls Heimissonar á reykborðinu.

-b.


Davíð og Halla koma líka

Davíð A. Stefánsson sem er eins og afnafni hans á síðustu öld, skáld að norðan, kemur líka í bókakaffið í kvöld. Halla Gunnarsdóttir bauðst til að grípa piltinn með sér en hann gefur út Tvískinnu sem er afar áhugaverð unglingabók svo það fer að verða verulega áhugavert fyrir unglingana að mæta - og alla sem leita að jólagjöfum handa þeim. Semsagt kl. 20:30 í Sunnlenska bókakaffinu, sjá nánar hér næstu færslu fyrir neðan.

Unglingaástir, persneskar konur og ljóðaþýðingar

Það verður fjölbreytni á fimmtudagsupplestrarkvöldi Sunnlenska bókakaffisins þar sem mætast ólíkir menningarheimar. SlaedusviptingarAð vanda byrjum við 20:30 og erum semsagt að tala um kvöldið 4. desember.

 

Bergvin Oddsson ríður á vaðið með frumlegri bók um unglingaástir í MH sem heitir „Allt fór úrskeiðis.“ Í bókinni segir frá Hemma og Krissu og ævintýralegu tilhugalífi þeirra. Bergvin er Vestmannaeyingur að uppruna og mörgum sunnlendingum að góðu kunnur fyrir þátttöku í prófkjöri Samfylkingarinnar fyrir tveimur árum.

 

Gyrðir Elíasson rithöfundur í Hveragerði kynnir ljóðaþýðingar frá Evrópu og Norður Ameríku sem hann birtir í nýrri bók sinni, Flautuleikur álengdar. Höfundarnir eru flestir þekktir í sínum heimalöndum en hafa ekki áður verið kynntir með þýðingum hér á landi.

 

Síðast en ekki síst er svo kynning á magnaðri kvennabók blaðakonunnar Höllu Gunnarsdóttur sem heiti Slæðusviptingar. Bók þessi  byggist á viðtölum Höllu við þrettán íranskar konur en þar er dregin upp áhugaverð mynd af lífi þeirra og störfum. Um leið fræðist lesandinn um sögu og menningu fólksins sem byggir þetta umtalaða land og inn á milli má lesa ferðasögur höfundar og nokkurra annarra íslendinga sem þangað hafa lagt leið sína.

 

Þann 5. desember sem er föstudagur er aftur upplestarkvöld en þá verða það Vestfirðingar sem stíga á stokk. Nánar hér á vefnum á morgun.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Bókakaffið á Selfossi

NETVERSLUN OKKAR, netbokabud.is - yfir tólf þúsund titlar á frábæru verði

Bókakaffið er kaffihús og bókaverslun að Austurvegi 22 á Selfossi. Við verslum með bæði nýjar og gamlar bækur. Hér birtum umsagnir um bækur og fréttir úr kaffihúsinu og netbúðinni. Við erum líka á fésbókinni. Netfang: bokakaffid@bokakaffid.is

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband