Leita í fréttum mbl.is

Þórarinn og Bjarni á upplestrarkvöldi

Þórarinn Eldjárn skáld og Bjarni Harðarson fyrrverandi alþingismaður kynna bækur sínar í Sunnlenska bókakaffinu í kvöld, fimmtudagskvöldið 27. nóvember. Húsið opnar klukkan 20:30. bokakaffi_gisli_sveinsson 019

Þórarinn Eldjárn þarf vart að kynna en hann hefur verið í hópi fremstu rithöfunda og ljóðskálda þjóðarinnar í áratugi. Kvæðasafn Þórarins kom út á árinu og geymir mikinn skáldskaparfjársjóð. Þar í eru allar ljóðabækur hans, átta talsins og úrval úr fimm barnaljóðabókum. Hér má finna afar fjölbreytilegan ljóðaforða en skáldið er jafnvígt á ýmis ólík stílbrögð og efnistök ljóðlistarinnar.

farsaeldarfron Einn af vertum staðarins, Bjarni Harðarson bóksali og fyrrverandi alþingismaður kynnir splunkunýja bók sína, Farsældar Frón. Í henni er að finna úrval af greinum höfundar frá síðustu árum þar sem fjallað er um dægurmál og strauma og stefnur. Meðal þess sem hér er fjallað um eru nashyrningar, Evrópumál, Framsóknarflokkurinn, trúmál, umhverfismál og fyrstu 50 blaðsíðurnar eru helgaðar íslenska efnahagsundrinu.

(Myndin að ofan er frá heimsókn Þórarins í bókakaffið haustið 2006.)


Upplestur og prjónakaffi

Upplestur í Sunnlenska bókakaffinu fimmtudaginn 27. nóvember kl. 20:30

Þórarinn Eldjárn les úr Kvæðasafni sínu
og Bjarni Harðarson kynnir bók sína Farsældar Frón.

Hið sívinsæla prjónakaffi verður svo þriðjudaginn 2. desember kl. 20:00

Kaffi, kakó og pönnukökur.

Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.


Fluga á vegg

167Það er gamlársdagur og við Arnar og Tommi erum búnir að snatta í kringum brennuna síðan í morgun. Stóru strákarnir segja okkur annað slagið að hundskast burt, því við séum bara litlir aumingjar með hor sem þorum engu, en við segjum að það sé ekki rétt, við höfum komið með þrjá fulla strigapoka af spýtum sem við stálum úr hlöðunni hans Valda.

- Jæja, segir Fúsi sem á heima í blokkinni uppi við Hringbraut, fyrst þið stáluð spýtunum megiði vera með, er það ekki, strákar?

Fúsi er stór og sterkur eins og pabbi hans sem er járnsmiður og alltaf kolsvartur í framan þegar hann kemur heim úr vinnunni. Fúsi er aldrei viðbjóðslegur við okkur litlu strákana eins og vitleysingarnir hans Valda, heldur leyfir hann okkur stundum að vera með þegar stóru strákarnir stífla skurðina svo vatnið safnast í tjarnir sem hægt er að sigla skútunum á. Fúsi er svo sterkur að þegar hann segir eitthvað þá er það samþykkt orðalaust. Nú samþykkja allir að við megum vera með í brennunni, bara af því Fúsi segir það.

(Skrautlegar persónur, tíðarandi, viðburðir, vinir, óvinir, myndir sem greipast í hugann. Fluga á vegg lýsir uppvaxtarárum ungs drengs í Vesturbæ Reykjavíkur um miðja síðustu öld. Eins og við er að búast frá hendi Ólafs Hauks Símonarsonar, bók full af gamansemi, dramatík og hugljúfum stemningum. Útg. Skrudda)


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Bókakaffið á Selfossi

NETVERSLUN OKKAR, netbokabud.is - yfir tólf þúsund titlar á frábæru verði

Bókakaffið er kaffihús og bókaverslun að Austurvegi 22 á Selfossi. Við verslum með bæði nýjar og gamlar bækur. Hér birtum umsagnir um bækur og fréttir úr kaffihúsinu og netbúðinni. Við erum líka á fésbókinni. Netfang: bokakaffid@bokakaffid.is

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband