Leita í fréttum mbl.is

Kátlegur guđmađur, ágćtur Hallgrímur og frábćr Finnbogi

katlegurLangar ađ halda áfram ađ segja hér frá bókum enda framundan mikil bókajól. Ein sú bók sem litla athygli hefur hlotiđ í jólabókaflóđinu er sjálfsćvisaga Jens V. Hjaltalín, Kátlegur guđsmađur sem Flateyjarútgáfan gefur út. Frábćr lesning enda óvanalega hreinskiptinn 19. aldar mađur sem hér á hlut, prestur á Snćfellsnesi á harđindatímum. Fćr fyrstu einkunn eđa sirka 8,2.

10radNýjasta bók Hallgríms Helgasonar, 10 ráđ til ađ hćtta ađ drepa fólk og byrja ađ vaska upp,  er góđ dćgradvöl, kannski ekki í fyrsta sćti og langt ţví ađ vera eins góđ og Hallgrímur ţegar honum tekst best til eins og í Höfundi Íslands. Engu ađ síđur athyglisverđ bók, skemmtileg stúdía um mismunandi menningarheima og lipurlega skrifuđ. 7,5

finnbogi

Í húsi afa míns eftir Finnboga Hermannsson er hreint frábćr bók, enda ţótt afinn hafi ekki veriđ raunverulegur afi Finnboga heldur afabróđir Eyva í Sólningu og Steina í Biskverk. Hér er brugđiđ upp heillandi mynd af veröld sem var í Reykjavík eftirstríđsáranna. Finnbogi er mikill sagnamađur og nýtur sín vel í ţessum skemmtilegu bernskuminningum. 8,0


Göldrótt kvöld í Bókakaffinu

Ţađ verđur óvenju fjörugt upplestrarkvöld í Sunnlenska bókakaffinu nćstkomandi fimmtudagskvöld 11. desember. Ţá mćtir Hörđur Torfason trúbador og mótmćlandi og kynnir splunkunýja ćvisögu, Tabú. Skrásetjari er Ćvar Örn Jósepsson. Á bókarkápu segir m.a.: baldur-6

Ţeir eru til sem hafa hćrra og sperra sig meira, en rétt eins og dropinn sem holar steininn hefur Hörđur náđ ađ búa um sig í íslenskri ţjóđarvitund og breyta henni nánast án ţess ađ nokkur tćki eftir ţví.
   Ađ vísu tóku nánast allir eftir ţví ţegar hann lýsti ţví yfir opinberlega, fyrstur Íslendinga, ađ hann vćri „hómósexúalisti" í viđtali í tímaritinu Samúel áriđ 1975. Ţá fór allt á hvolf, enda glćpsamlegur öfuguggaháttur ađ vera hinsegin. Hörđur, sem hafđi veriđ einn dáđasti og vinsćlasti tónlistarmađur landsins, eftirsóttur leikari og fyrirsćta, hraktist af landi brott, ofsóttur og forsmáđur jafnt af almenningi og ţeim sem ferđinni réđu í listalífinu. Ţađ sem hann gerđi í framhaldinu (og gerir enn) hefur ekki fariđ jafnhátt...

Annar gestur kvöldsins er lífskúnstnerinn Helgi Guđmundsson fyrrverandi ritstjóri Ţjóđviljans í bók sinni Til baka. Ţar lýsir Helgi í sögulegri skáldsögu baráttu sinni viđ lífiđ og heilsuna, skálduđum samferđamönnum og spennandi atburđarás..

Ţriđja bókin sem kynnt verđur er bók Jóhanns Óla Hilmarssonar um Lundann. Tilvalin jólagjöf til allra náttúruunnenda, heima og erlendis.

Síđast en ekki síst er svo ađ kynna galdramennina Gunnar Sigurjónsson og Baldur Brjánsson sem bregđa á leik međ okkur, galdra fram jafnt bćkur sem kanínur og eru til alls vísir. Gunnar hefur áđur komiđ í bókakaffiđ og vakti ţá einstaka lukku međ töfrabrögđum sem enn hanga óútskýrđ í loftinu. Saman hafa ţeir félagar sent frá sér ćvisögu Baldurs, Töfrum líkast.

Upplestrarkvöld í Sunnlenska bókakaffinu eru öllum opin og ađgangur ókeypis. Húsiđ opnar klukkan 20:00.


Tvćr frábćrar og fallegar...

Bćkurnar hrannast hér inn enda jólabókaflóđiđ í algleymingi.

Langar ađ vekja hér athygli á tveimur frábćrum bókum, annarsvegar Leyndardómum sjávarins viđ Ísland eftir Jörund Svavarsson og Pálma Dungal. Ţar er ađ finna ómetanlegar ljósmyndir af lífríkinu viđ landiđ, lífríki sem afar fáir hafa bariđ augum.

Hin er myndskreytt útgáfa af Tímanum og vatninu međ myndum Sigurđar Ţóris Sigurđssonar listmálara. Látum Stein hafa orđiđ:

Sofa vćngbláar hálfnćtur
í ţakskeggi mánans,
koma mannstjörnur,
koma stjarnmenn,
koma syfjuđ vötn.

Frábćrar gjafabćkur báđar tvćr.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Höfundur

Bókakaffið á Selfossi

NETVERSLUN OKKAR, netbokabud.is - yfir tólf þúsund titlar á frábæru verði

Bókakaffið er kaffihús og bókaverslun að Austurvegi 22 á Selfossi. Við verslum með bæði nýjar og gamlar bækur. Hér birtum umsagnir um bækur og fréttir úr kaffihúsinu og netbúðinni. Við erum líka á fésbókinni. Netfang: bokakaffid@bokakaffid.is

Sept. 2025
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband