26.12.2008 | 22:12
Draugasaga fyrir táninga og tíræða
Ég var að ljúka við að lesa Garðinn eftir Gerði Kristnýju. Bókin er skrifuð fyrir unglinga en hún hélt mér fullorðinni manneskjunni alveg við efnið.
Sagan segir frá Eyju sem er 15 ára og er nýflutt ásamt foreldrum sínum í Vesturbæinn, nánar tiltekið á Ljósvallagötuna. Glugginn í nýja herberginu hennar Eyju snýr út í Hólavallakirkjugarð og má segja að sagan snúist í kringum hann og einn forlátan stól sem fjölskyldan festir kaup á.
Það sem mér finnst skemmtilegt við söguna er hvernig gamli og nýji tíminn kallast á, en segja má að sögusviðið sé Reykjavík í kringum 1918 og svo Reykjavík nútímans. Ungir Reykvíkingar fyrir 90 árum síðan sendu hvor öðrum sendibréf en Reykvísk ungmenni nútímans senda SMS og tölvupóst eins og allir vita. Samt hefur mannfólkið ekki breyst neitt svo mikið að öðru leyti. Ungar stúlkur urðu ástfangnar þá sem nú og fólk veiktist, sumt lífshættulega. Þannig stendur manneskjan að vissu leyti áfram í sömu sporunum þó umhverfi og lífhættir breytist.
Þetta er bók sem virkilega er hægt að mæla með hvort sem lesendurnir eru á táningsaldri eða tíræðir.
-eg
24.12.2008 | 10:56
Feit var hún Þorláksmessa...
Það kemur upp kaupmannseðli í bóksalafjölskyldunni á dögum eins og í gær. Sjálfur hefi ég þá sérvisku að rífa helst alls ekki strimilinn af kassanum allan daginn. Það er auðvitað brugðið útaf þessu ef einhver vill fá kvittun. Annars er reynt að öngla í að teygja megi strimilinn allaleið útað dyrum í lok dags. Tekst dag og dag, sérstaklega á aðventunni...
Í gær, á sjálfan Þollák var opið til 11 og þá náði ræman fjórfalt þangað og yngsti sonurinn stökk með alla súpuna í reiknivél rétt fyrir lokun í gærkvöldi. Niðurstaðan var 768.593 krónur eftir daginn. Það er næstum tveggja mánaða velta miðað við venjulegar vetrarvikur.
Skemmtilegast er þó hvað maður hittir marga, tekst að hjálpa mörgum við að velja jólagjöf handa ömmusystur þar og afabarninu hér. Ég þarf reyndar aðeins að taka mig á í barnabókalestri!
Auðvitað eru bækurnar hérna dýrar miðað við það sem gerist í stórmörkuðum. En við hverju er að búast. Sumir skulda 1000 milljarða og þurfa svo sem ekki að leggja á frekar en þeim sýnist. Skulda hlutfallslega miklu meira en okkur smákörlum í atvinnurekstri helst nokkru sinni uppi.
Það var auðvitað freystandi að leggja bara ekkert á bækurnar og fara svo bara í bankann á nýja árinu og segja úps og afsakið, þetta voru mistök. En við ákváðum að vera í jólaskapi og gera hlutina með gamla laginu...
En semsagt, gleðileg jól öll og kærar þakkir fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða.
-b.
22.12.2008 | 21:26
Lausavísur frá svartadauða til siðaskipta
Lausavísur frá svartadauða til siðaskipata er bók sem leynir á sér. Bókin kom út hjá Háskólaútgáfunni í fyrra og er ritstjóri hennar Guðrún Nordal. Bókinni er fylgt úr hlaði með vönduðum inngangi og svo fylgja skýringar með hverri vísu og sagt frá í hvaða handriti þær hafi fundist. Í bókinni er til dæmis þessi skemmtilega vísa sem eignuð er Ögmundi biskupi Pálssyni:
Sveitavísa
Grímsnes hið góða
og Gull-Hrepparnir
Sultar-Tungur
og svarti Flói
-eg
Nýjustu færslur
- Vinsælast; ljóð, húmor og lífstílsbækur
- Sumarlesningin mín
- Vinsælustu bækurnar
- Einstaklega vel heppnað útgáfuhóf
- Netbókabúðin netbokabud.is
- Mensalder á metsölulista
- 50% afsláttur á gömlum bókum
- Kanill í fyrsta sæti hjá Eymundsson
- Kanill verðlaunaður
- Kanill rýkur út!
- Opið alla daga!
- Viðtal við Sigríði Jónsdóttur
- Söluhæstu bækur ársins 2011
- Haustannáll (kvenkyns)bóksalans
- Topp 10! Frá 14. des. - 20. des
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Desember 2013
- Ágúst 2013
- Desember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Maí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
Bækurnar
- Góða ferð - handbók um útivist
- Hvítir hrafnar verð 28 þúsund
- SELD: Kvæði Eggerts frá 1832 á kr. 43 þúsund
- Austurland I.-VII á 25.000 kr.
- Náttúrufræðingurinn innbundinn á 60 þúsund
- Selt: Frumútgáfa á Svörtum fjöðrum Davíðs fyrir 24 þúsund
- Seld: Eftirmæli 18. aldar á 110 þúsund
- Sending abroad
- Sigurðar saga fóts
- Kvennafræðari Elínar Briem
- [ Fleiri fastar síður ]