Leita í fréttum mbl.is

Ný og betri fornbókabúð

Nú um áramótin voru vistaskipti í fornbókabúðinni okkar og allar óseldu bækurnar frá síðasta ári fóru í orlof í kjallara bóksalans en nýjar komu í staðin. Búðin öll endurskipulögð og mikið af forvitnilegu efni.

IMG_7692

IMG_7681

Mikið úrval af fallegum ritsöfnum

IMG_7690

Á þriðja hundrað ljóðabækur frá ýmsum tímum, raðað í stafrófsröð skálda

Mikið af nýju efni í Sunnlenska fræðaskápnum

Íslensk fræði, ættfræði, pólitík, barnabækur.

Úrval af innlendum og erlendum listaverkabókum.

Höfum sett upp tvær hillur með fágætum ritum og forvitnilegum smáritum. Þar má meðal annars finna eftirtalið, sjá hér... http://bokakaffid.blog.is/blog/bokakaffid/entry/761408/

 


Opnunartími um áramótin

Sunnlenska bókakaffið verður lokað á morgun gamlársdag og einnig á nýársdag. Við opnum svo aftur kl. 12 föstudaginn 2. janúar 2009.

Óskum öllum nær og fjær, til sjávar og sveita, gleðilegs árs og þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða.


Apakóngur lokar bókakaffi

5699-400Sunnlenska bókakaffið er lokað í dag, laugardaginn þriðja í jólum enda liggja bóksalarnir uppi í rúmi handan götu og lesa Apakónginn og aðrar gersemar jólabókaflóðsins.

 

Apakóngur á silkiveginum er eitt af stórvirkjum þessara jóla og í kaupbæti fallegasti prentgripurinn. Á jóladagsmorgun vaknaði einn bóksalanna í Sunnlenska bókakaffinu upp við afmælissöng og var síðan skenkt þessu fjallþunga sýnishorni kínverskrar frásagnarlistar.

Þetta eru alþýðubókmenntir og upphaflega til orðnar á tehúsum Han-þjóðarinnar. Hér segir af köppum og klækjarefum, pólitískum loddurum og allskonar illþýði. Það er kínafarinn Hjörleifur Sveinbjörnsson sem þýðir úr kínversku, velur efni og ritar merkan formála.

Þríríkjasaga er sú fyrsta og segir frá valdabaráttu við Langá þeirra Kínverja, blauðum ráðgjöfum og ráðsnjöllum herforingjum. Pólitískar senur í samræðum og ráðabruggi eru ekki síðri en við þekkjum í Sturlungu og brenndar því sama marki að hér grautast saman mikill skari höfðingja svo stundum er erfitt að greina hver er hvurs í þeim efnum. Enda heita kapparnir nöfnum sem renna svilítið saman eins og Lu Su, Lius Bei, Ci Meng, Cheng Pu, Zhou Dai, Lin Tong, Cheng Zi og ekki má gleyma erkiskálkinum Cao Cao.

Engu að síður renna þessar sögur frábærlega í lestri og víða má finna þráð milli þessara sagna og miðaldasagnaarfs okkar Íslendinga þó svo að allt sé hér heldur stærra í sniðum en við Flóabardaga og jafnvel Svoldarorusta verður hálfvegis afdalaleg í samanburðinum.

 

Sunnlenska bókakaffið opnar svo að afloknu jólafríi klukkan 12 á mánudag og verður eftirleiðis opið 12-18 virka daga en 12 - 16 á laugardögum. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Bókakaffið á Selfossi

NETVERSLUN OKKAR, netbokabud.is - yfir tólf þúsund titlar á frábæru verði

Bókakaffið er kaffihús og bókaverslun að Austurvegi 22 á Selfossi. Við verslum með bæði nýjar og gamlar bækur. Hér birtum umsagnir um bækur og fréttir úr kaffihúsinu og netbúðinni. Við erum líka á fésbókinni. Netfang: bokakaffid@bokakaffid.is

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband