Leita í fréttum mbl.is

,,Vofa gengur nú ljósum logum um Evrópu"

,,Vofa gengur nú ljósum logum um Evrópu - vofa kommúnismans". Kommúnistaávarpið hefst á þessum orðum en mikill áhugi hefur verið á þeirri bók síðustu vikurnar. Aðrar bækur um þjóðfélagsmál hafa einnig verið vinsælar í haust og í vetur og má þar nefna bókina Múrbrot sem er greinasafn vinstrimanna, bók Óla Björns Kárason FL - Stoðir bresta og svo auðvitað Farsældar Frón sem er greinasafn eftir Bjarna Harðarson. Nýjasta bókin í þessum flokki er bók Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra og ber hún heitið ,,Hvað er Íslandi fyrir bestu?" og spurning hvort hann eða aðrir kunni svör við því.

-eg


Sigurður Zetó og fleiri góðir

Í ljóðahillum bókakaffisins er að finna mörg hundruð nýjar og gamlar ljóðabækur. Til dæmis Gamlar geðveikisbakteríur Sigurðar Zeto frá 1954. 

Á kóngsins kamri

Á kóngsins kamri situr köttur
og verpir hlátri.
Í kattarins bæli liggur kóngurinn
og ælir gráti.

Lausar eru skrúfur
og létt mitt hjal.
Er það kannski þetta,
sem koma skal?

 


Metsölubækur ársins 2008

Það má segja að ljóðið hafi komið sterkt inn á árinu. Kvæðasafn Þórarins Eldjárn, ástarljóð Páls Ólafssonar og Kvæðasafn Steins Steinarrs eru meðal mest seldu bóka ársins í Sunnlenska bókakaffinu. Auk þess sem limrubók Hjálmars Freysteinssonar Heitar lummur seldist eins og heitar lummur!
Sú íslenska skáldsaga sem var hvað vinsælust á árinu er Ofsi eftir Einar Kárason og Myrká eftir Arnald Indriðason kemur næst á eftir. Af erlendum skáldsögum seldist best Friðþæging eftir Ian McEwan.
Bara gaman eftir Guðrúnu Helgadóttur og Fíasól er flottust eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur voru vinsælastar af barnabókunum.
Bækur um þjóðfélagsmál urðu mjög vinsælar eftir því sem leið á árið og skyldi engan undra. Bók Bjarna Harðarsonar Farsældar Frón var vinsælust af þeim bókum.
Af bókum sem tengjast þjóðfræði og héraðslýsingum þá var Jarðabók Skeiðahrepps eftir Jón Eiríksson í Vorsabæ vinsælust en bókin Íslensk þjóðfræði eftir Þórð í Skógum var einnig mikið keypt.

Þegar á heildina er litið var árið 2008 gott bókaár og við væntum góðs af árinu 2009.

Góðar stundir.

-eg


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Bókakaffið á Selfossi

NETVERSLUN OKKAR, netbokabud.is - yfir tólf þúsund titlar á frábæru verði

Bókakaffið er kaffihús og bókaverslun að Austurvegi 22 á Selfossi. Við verslum með bæði nýjar og gamlar bækur. Hér birtum umsagnir um bækur og fréttir úr kaffihúsinu og netbúðinni. Við erum líka á fésbókinni. Netfang: bokakaffid@bokakaffid.is

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband