15.12.2011 | 09:57
Topp 5! 6. des. - 13. des. 2011
1. Málverkið - Höf. Ólafur Jóhann Ólafsson - Útg. Vaka Helgafell
2. Selfoss - Höf. Gunnar Marel Hinriksson - Útg. Sæmundur
3. Aðventa - Höf. Gunnar Gunnarsson - Útg. Bjartur
4. Bláklukkur - Höf. Guðrún Valdimarsdóttir - Útg. Félag ljóðunnenda á Austurlandi
5. Kanill - Sigríður Jónsdóttir - Útg. Sæmundur
14.12.2011 | 18:57
Kanill tilnefndur til Fjöruverðlauna
Ljóðabókin Kanill eftir Sigríði Jónsdóttur bónda í Arnarholti var nú dag tilnefnd til Fjöruverðlaunanna við hátíðlega athöfn í Borgarbókasafninu í Reykjavík.
Kanill sem er gefinn út af bókaútgáfunni Sæmundi á Selfossi er önnur bók höfundar en 2005 kom út ljóðabókin Einnar báru vatn. Undirtitill Kanils er Örfá ljóð og ævintýri um kynlíf. Það er bókaútgáfa okkar hjá Sunnlenska bókakaffinu, Sæmundur, sem gefur Siggu út, nú sem fyrr og þetta er okkur mikill heiður.
Fjöruverðlaunin voru fyrst veitt 2007 en að þeim standa Rithöfundasambandið og Hagþenkir. Veitt eru þrenn verðlaun, fyrir fagurbókmenntir, fræðirit og barnabækur. Í fyrri umferð eru tilnefnd þrjú verk í hverjum flokki til verðlauna eða alls 9 en á nýju ári verða svo þrjú þeirra valin til að hljóta sjálf verðlaunin.
Í umsögn dómnefndar um Kanil segir:
Hreinskiptin og tilgerðarlaus bók, nýstárleg að formi og innihaldi, með sjö ljóðum og einu ævintýri. Bókina einkennir erótík með femíniskum undirtóni auk leiftrandi myndmáls og vísana úr alvöru íslenskri sveitarómantík.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 19:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.12.2011 | 21:35
Ævintýri, skemmtisögur og átthagafræði
Fjölbreytt og spennandi upplestrarkvöld
Sjötti og síðasti fimmtudagslestur skálda verður í Sunnlenska bókakaffinu á fimmtudaginn 15. desember kl. 20:00, en þá mæta til leiks eftirtaldir rithöfundar:
Kristín Helga Gunnarsdóttir segir frá ævintýrabókinni Ríólítreglunni sem gerist að hluta til á Suðurlandi í sögutíma Torfa í Klofa jafnframt því að spanna ævintýri nútímafólks.
Hildur Hákonardóttir mun kynna bókina Á rauðum sokkum, sem er viðtalsbók við tólf konur sem tengdust rauðsokkuhreyfingunni. Hildur er ein þessara kvenna.
Gunnar Marel Hinriksson kynnir ljósmyndabókina Selfoss sem hefur fengið þá dóma að vera í senn bráðskemmtileg; fróðleg, angurvær, kaldhæðin, hranaleg og smellin samsuða um Selfossbæ.
Helen Garðarsdóttir og Selfyssingurinn Elín Magnúsdóttir kynna ferðahandbók sína Góða ferð sem er nauðsynleg öllum sem hyggja á útivist og ferðalög á Íslandi.
Elín Gunnlaugsdóttir tónskáld og bóksali kynnir bók sína Póstkort frá París sem kom út á árinu og hefur vakið mikla athygli.
Björn Jóhann Björnsson rithöfundur og blaðamaður segir frá bók sinni Skagfirskar skemmtisögur þar sem er að finna 200 gáskafullar sögur af samtímamönnum þar nyrðra.
Þórunn Kristjánsdóttir íslenskufræðingur segir frá bók Elínar Thorarensen, Angantý sem segir frá sérstæðu ástasambandi sínu við skáldið Jóhann Jóhannsson (1896-1932). Bókin kom fyrst út 1946 og var þá á bannlista hinna sómakæru. Hún er nú endurútgefin með ítarefni.
Húsið opnar kl. 20:00 og eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Nýjustu færslur
- Vinsælast; ljóð, húmor og lífstílsbækur
- Sumarlesningin mín
- Vinsælustu bækurnar
- Einstaklega vel heppnað útgáfuhóf
- Netbókabúðin netbokabud.is
- Mensalder á metsölulista
- 50% afsláttur á gömlum bókum
- Kanill í fyrsta sæti hjá Eymundsson
- Kanill verðlaunaður
- Kanill rýkur út!
- Opið alla daga!
- Viðtal við Sigríði Jónsdóttur
- Söluhæstu bækur ársins 2011
- Haustannáll (kvenkyns)bóksalans
- Topp 10! Frá 14. des. - 20. des
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Desember 2013
- Ágúst 2013
- Desember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Maí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
Bækurnar
- Góða ferð - handbók um útivist
- Hvítir hrafnar verð 28 þúsund
- SELD: Kvæði Eggerts frá 1832 á kr. 43 þúsund
- Austurland I.-VII á 25.000 kr.
- Náttúrufræðingurinn innbundinn á 60 þúsund
- Selt: Frumútgáfa á Svörtum fjöðrum Davíðs fyrir 24 þúsund
- Seld: Eftirmæli 18. aldar á 110 þúsund
- Sending abroad
- Sigurðar saga fóts
- Kvennafræðari Elínar Briem
- [ Fleiri fastar síður ]