Leita í fréttum mbl.is

Bráðskemmtileg; fróðleg, angurvær, kaldhæðin, hranaleg Selfossbók

Bókmenntatímaritið Spássían birtir í nýjasta tölublaði sínu lofsamlegan dóm um ljósmyndabókina Selfoss eftir Gunnar Marel Hinriksson. Dómurinn er svohljóðandi:kapa_selfossbok

Ljósmynda- og textabókin Selfoss eftir Gunnar Marel Hinriksson er ekki dæmigerð glansmyndabók. Höfundurinn teflir saman svarthvítum myndum af Selfossi sem hann hefur tekið sjálfur og textum um svæðið sem hann velur héðan og þaðan og stilli...r upp við hlið myndanna, án frekari útskýringa.

Yfirlýstur tilgangur er enginn, umgjörðin aðeins stuttur formáli eftir Pál Sigurðsson sem byrjar á setningunni „Ég vakna oft í skurði þegar mig dreymir Selfoss" og tengir Selfoss við fortíðina, náttúruna, Kardimommubæinn, lestarstöð og kortabækur. Um framhaldið segir einungis:

„Hér eru gráar myndir af Selfossi, einsog hann er, þegar búið er að ljósmynda hann einsog landslag. Ef til vill snertir það einhverjar taugar í hjarta lesandans, hvort sem hann kannast við Selfoss eða ekki."

spassian.jpgMyndir Gunnars Marels fanga bæinn á óvenjulega hlutlausan hátt. Yfirleitt er ekki hægt að sjá tilraun til að draga fram fegurðina í umhverfinu eða undirstrika ljótleika.

Þótt mótsagnakennt megi virðast er það einmitt þetta sem gefur bókinni sjarma, gerir hana sérstaka og hnýsilega. Sjónarhornið virðist oft næstum tilviljunarkennt, mótífið ekkert sérstakt, aðeins smellt af yfir bæinn en samt er eitthvað aðdráttarafl í þeim.

Textabrotin skírskota til myndanna við hlið þeirra á ýmsan hátt en eiga það eitt sameiginlegt að tengjast Selfossi; þarna er allt frá lýsingum Íslendingasagnanna á landnámi í Ölfusi til skilgreininga erlendra bloggara á hugtökunum hnakki og skinka. Útkoman verður bráðskemmtileg; fróðleg, angurvær, kaldhæðin, hranaleg og smellin samsuða sem fær mann til að velta fyrir sér staðnum og fyrirbærinu Selfoss í nýju ljósi.


Metsölulistinn 30. nóv - 6. des.

Metsölulisti Bókakaffisins 30. nóv. - 6. des. 2011

1. Þúsund og ein þjóðleið - Jónas Kristjánsson - Útg. Sögur
2. Konan við 1000° - Hallgrímur Helgason - Útg. JPV
3. Almanak HÍ 2011 -/ - Hásókaútgáfan
4. Selfoss - Gunnar Marel Hinriksson - Útg. Sæmundur
5. Einvígið - Arnaldur Indriðason - Vaka - Helgafell


Æviminningar, spennusögur og örfá ljóð í Bókakaffinu

Fimmtudaginn 8. desember munu lesa í Sunnlenska bókakaffinu þau: ÚIfar Þormóðsson, Jón Bjarki Magnússon, Áslaug Ólafsdóttir, Jón Hjartarson, Finnbogi Hermannsson, Solveig Eggerz og Jón Yngvi Jóhannsson.

Úlfar Þormóðsson les úr bók sinni Farandskuggar, Jón Bjarki Manússon les úr ljóðbókinni Lömbin í Kambódíu (og þú), Áslaug Ólafsdóttir les úr unglingabókinni Undur og örlög, en bókin er skrifuð af barnabarni hennar, Áslaugu Ýr Hjartardóttur. Jón Hjartarson, maður Áslaugar, les úr bók sinni Veislan í norðri, Finnbogi Hermannsson les úr sögulegri skáldsögu sem hann nefnir Virkið í vestri, Solveig Eggerz les úr bókinni Selkonan og að lokum les Jón Yngvi Jóhannsson úr bókinni Landnám sem ævisaga Gunnars Gunnarssonar rithöfundar.

Fjölbreytt og spennandi upplestrarkvöld.

Húsið opnar kl. 20:00 og eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Bókakaffið á Selfossi

NETVERSLUN OKKAR, netbokabud.is - yfir tólf þúsund titlar á frábæru verði

Bókakaffið er kaffihús og bókaverslun að Austurvegi 22 á Selfossi. Við verslum með bæði nýjar og gamlar bækur. Hér birtum umsagnir um bækur og fréttir úr kaffihúsinu og netbúðinni. Við erum líka á fésbókinni. Netfang: bokakaffid@bokakaffid.is

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband