Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009
9.7.2009 | 21:37
,,...hugurinn ber mig hálfa leið"
Nú um stundir er nokkuð dýrt að fara til annarra landa. Íslenska krónan í sögulegu lágmarki og fargjöld flugfélaganna hafa hækkað. En það er hægt að ferðast á annan hátt, það er nefnilega hægt að ferðast í huganum! Eða eins og segir í þulunni ,,...hugurinn ber mig hálfa leið í heimana nýja". Þetta vissi Árni Ibsen þegar hann skrifaði ljóðabókina Á stöku stað með einnota myndavél (2007). Bókina skrifar hann árið 2006, en þá vissi hann að hann myndi ekki ferðast framar. Í bókinni dregur hann upp skemmtilegar myndir af hinu ýmsu stöðum. Hann raðar ljóðunum upp í stafrófsröð eftir heiti staðanna sem hann er að lýsa. Hann byrjar heima á Íslandi, nánartiltekið á Akranesi og endar í Wirksworth.
Hér kemur ein af myndum Árna:
á Akrópólís smjúga villikettir
um hof
og lúra þar um nætur
á ævafornri visku
...ég er strax komin í hið forna hof.
-eg
Menning og listir | Breytt 10.7.2009 kl. 13:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.7.2009 | 01:02
Ný leið heim úr vinnunni...
Í stjörnuspá moggavefsins fyrir sporðdrekann stendur eftirfarandi;
Það er mikið að gerast hjá þér í dag. Farðu í aðrar búðir eða annað kaffihús en venjulega og aðra leið heim úr vinnunni.
Að lesa stjörnuspá er talið vera hið mesta gaman ef fólk tekur hana ekki of nærri sér. En þessi fer dáldið nærri mér sem kaffibarþjóni á Sunnlenska Bókakaffinu. Ég er nú ekki mikið fyrir að styðja samkeppnina með því að fara á önnur kaffihús á staðnum og það eru litlir valmöguleikar upp á aðra leið heim úr vinnunni. Ég bý nú beint á móti, þannig að það væri heljarmikið vesen og mikil tímaeyðsla fyrir mig að finna aðra leið úr vinnunni aðra en þá að labba beint yfir götuna.
gbv.
4.7.2009 | 19:33
Má ekki bjóða yður þjóðskrána...
...og stjórnvöld ábyrgjast heilt spilavíti, rússneska rúllettu og niðurstaðan er risavaxin skuldasúpa og ónýtt mannorð heillar þjóðar - og við sem vorum svo stolt og áttum stundum ekkert nema stoltið. Nú híma gömlu þjóðhetjurnar sem myndastyttur í nepjunni...
Má ekki bjóða yður þjóðskrána heitir annar kafli hvítu bókar Einars Más og kaflaheitið kallast á við mannætubrandarann af mannætunni sem segir þegar flugfreyjan hefur sýnt honum matseðilinn, - get ég fengið að sjá farþegalistann.
Bók þessi rýkur út hér í Bókakaffinu og er vel að því komin að verða metsölubók sumarsins!
3.7.2009 | 13:46
Kýr og menning og handbók um hugarfar
Ókei, sagði Gísli. En sem venjulegur áhorfandi að heimildamynd um kýr verð ég að fá skýr dæmi um hvernig kýr og menning hanga saman. Hvernig ætlarðu að koma svona flókinni kenningu frá þér í einni heimildamynd...
- Úr bókinni Handbók um hugarfar kúa sem er splunkuný skáldfræðisaga eftir Bergsvein Birgisson og fjallar um menningarfræðing sem tekur að sér að gera heimildamynd um íslensku kúna og kemst þá að því að virðingarstaða kúa endurspeglar hugarfar mannanna. Stórmerkileg lesning.
2.7.2009 | 22:18
Látum listina tala
Villimennska og menning heitir þessi teikning í 70 ára stórpólitískri skopteikningabók, Europe since Versailles og á þessum síðustu og verstu tímum er líka rétt að leyfa listinni að tala og kannski aldrei betur gert en hjá meistara Van Gogh sem seldi reyndar ekki nema eina mynd í lifandi lífi en varð heimsfrægur dauður.
Í listaverkahillum bókakaffisins er mikið úrval af listbókum, innlendum og erlendum, nýjum og afgömlum...
1.7.2009 | 21:15
Bók sem heitir kannski núll og e
Það eru til svo skrýtnar bækur að það er ekki einu sinni hægt að vita hvað þær heita, hvað þá eftir hvern þær eru eða hvaðan komnar. Allt sem ég veit um bókina sem heitir kannski núll og e eða núll strik e er að hún er gefin út einhverntíma fyrir 14. júní 1984 og Bragi Halldórsson í Aðalstræti 2 á Akureyri átti einhverntíma eintak af henni. Það eintak sem hann merkti sér með dagsetningu er nú í bókabúðinni okkar. Kápusíðan er svona:
Kannski er þetta alls ekki O - E heldur einhver allt önnur tákn. Svo kemur titilsíðan og þar á eftir birtum við hér eina venjulega efnissíðu og erótísku síðuna sem er frekar aftarlega.
Nánari upplýsingar um þessa dularfullu bók sem fæst hjá okkur í skrýtibókahillunni eru vel þegnar.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 21:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- Vinsælast; ljóð, húmor og lífstílsbækur
- Sumarlesningin mín
- Vinsælustu bækurnar
- Einstaklega vel heppnað útgáfuhóf
- Netbókabúðin netbokabud.is
- Mensalder á metsölulista
- 50% afsláttur á gömlum bókum
- Kanill í fyrsta sæti hjá Eymundsson
- Kanill verðlaunaður
- Kanill rýkur út!
- Opið alla daga!
- Viðtal við Sigríði Jónsdóttur
- Söluhæstu bækur ársins 2011
- Haustannáll (kvenkyns)bóksalans
- Topp 10! Frá 14. des. - 20. des
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Desember 2013
- Ágúst 2013
- Desember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Maí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
Bækurnar
- Góða ferð - handbók um útivist
- Hvítir hrafnar verð 28 þúsund
- SELD: Kvæði Eggerts frá 1832 á kr. 43 þúsund
- Austurland I.-VII á 25.000 kr.
- Náttúrufræðingurinn innbundinn á 60 þúsund
- Selt: Frumútgáfa á Svörtum fjöðrum Davíðs fyrir 24 þúsund
- Seld: Eftirmæli 18. aldar á 110 þúsund
- Sending abroad
- Sigurðar saga fóts
- Kvennafræðari Elínar Briem
- [ Fleiri fastar síður ]