Bloggfćrslur mánađarins, nóvember 2009
16.11.2009 | 10:06
Örstutt á Degi íslenskrar tungu
Í nýrri ljóđabók Gyrđis Elíassonar ,,Nokkur orđ um kulnun sólar" er lítiđ ljóđ um orđiđ lífsbaráttu. Ţađ hljómar svona:
FAGNAĐAREFNI FYRIR
RITSTJÓRA ORĐABÓKA
Orđiđ lífsbarátta
hefur aftur
fengiđ merkingu
Vitanlega er höfundur hér ađ gera örlítiđ grín, en ljóđiđ vekur mann til umhugsunar um orđ og merkingu ţeirra. Merking orđa getur breyst eftir ţví í hvađa samhengi ţau eru sögđ og jafnvel eftir ţví hver segir ţau. Ţví á bak viđ orđin sem eru sögđ eru tilfinningar ţess sem talar og sá sem hlustar og nemur túlkar svo á sinn hátt. Mig minnir ađ Milan Kundera geri ţetta ađ umfjöllunarefni í einum kafla í bók sinni ,,Óbćrilegur léttleiki tilverunnar".
Njótiđ dagsins.
-eg
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 10:07 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
11.11.2009 | 23:58
Metsölulistinn 4. nóv - 10. nóv. 2009
Metsöluslisti frá 4.11 10.11 2009
1. Sagnabrot Helga Ívarssonar - höf. Helgi Ívarsson - útg. Sunnlenska bókaútgáfan
2. Svo skal dansa - höf. Bjarna Harđarson útg. Veröld
3. Svörtuloft - höf. Arnaldur Indriđason útg. Mál og menning
4. Í Kvosinni Flosi Ólafsson útg. Skrudda
5. Heimsmetabók Guinness 2010 - /- útg. Vaka - Helgafell
6. Lubbi finnur málbeinur höf. Ţóra Mássd. og Eyrún Ísfold Gíslad. útg. Mál og menning
7. Ef vćri ég söngvari Ragnheidur Gestsdóttir myndskreytti- útg. Mál og menning
8. Enn er morgunn höf. Bödvar Gudmundsson útg. Uppheimar
9. Bangsímon höf. A.A. Milne útg. Edda
10. Alltaf sama sagan höf. Ţórarinn Eldjárn útg. Mál og menning
Menning og listir | Breytt 12.11.2009 kl. 10:48 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
11.11.2009 | 15:45
Helgi Ívarsson kominn á bók
Í vikunni kom út á vegum Sunnlensku bókaútgáfunnar úrval af skrifum Helga Ívarssonar og heitir bókin Sagnabrot Helga í Hólum. Helgi var sem kunnugt er fastur dálkahöfundur á Sunnlenska fréttablađinu síđustu ćviár sín. Sameiginleg útgáfuhátíđ vegna bókar Helga og bókarinnar Vökulok sem Sögufélag Árnesinga gefur út verđur í Tryggvaskála nćstkomandi sunnudag klukkan 16.
-----
Bókin Sagnabrot Helga í Hólum geymir úrval af skrifum frćđimannsins og bóndans Helga Ívarssonar frá Hólum í Stokkseyrarhreppi (1929-2009). Hér ađ finna greinar um ţjóđfrćđi og sögu, sagnir af fátćkt fyrri alda, kvenskörungum og höfđingjum, brot úr byggđasögu, ástarsögu frá gamalli tíđ og frásögn af innreiđ útvarpsins í menningarlíf Flóamanna, svo fátt eitt sé taliđ.
Tök Helga á íslensku máli voru einstök hvort sem var í rćđu eđa rituđu máli. Sú gáfa höfundarins nýtur sín vel í ritgerđum ţeim sem hér birtast en ekki síđur yfirburđa ţekking á viđfangsefninu. Helgi var barn tveggja tíma og ţekkti af eigin raun margt í ćvafornum vinnubrögđum og ţjóđlífssiđum. Hann ber hér saman lífshćtti 21. aldarinnar og ţess tíma sem hann sjálfur fékk innsýn í hjá gömlu fólki í Flóanum snemma á 20. öld. Ţannig verđa skrif hans um matarmenningu, veđurspár og hjátrú hvalreki öllum ţeim sem fást viđ sagnfrćđi og ţjóđfrćđi. Í öllu ţessu tekst höfundi snilldarlega ađ tvinna saman ritađar heimildir handrita og bóka viđ munnlega geymd hins aldna sagnaţular.
Aftast í riti ţessu er skrá yfir ritstörf Helga Ívarssonar og bókinni fylgir einnig vönduđ nafnaskrá.
6.11.2009 | 18:27
Kossaflóđ og málbeiniđ hans Lubba
Jólabókaflóđiđ er fleira en Arnaldur og einstćđar mćđur. Nú flćđa hér inn barna- og unglingabćkur. Fjallađi ađeins hér fyrr um tvćr af unglingabókunum, Kimselíus og bók Guđmundar okkar Brynjólfssonar um Ţvílíka viku unglinganna.
Tvćr barnabćkur hafa vakiđ athygli mína og báđar komiđ mér ţćgilega á óvart fyrir ađ vera vel gerđar og eru jafnframt bćkur sem eiga bćđi erindi til barna og fullorđinna. Önnur er bók Hallgríms Helgasonar um konuna sem kyssti of mikiđ. Ţetta er frumraun höfundar á sviđi barnabóka og ţar er Hallgrímur greinilega vel liđtćkur ekki síđur en í alvarlegri ritun. Bókin er um konu sem viđ ţekkjum allir og sumir ţekkja margar svona konur, sumir eru ógn ţrúgađir af svona konum en samt eigum viđ ţađ sameiginlegt ađ án ţessara kvenna viljum viđ ekki vera. Um leiđ og höfundur skrifar ţannig inn í hjörtu okkar um ţekkta manngerđ skrifar hann hugljúfa og ţroskandi barnasögu.
Ţá er ţađ Lubbi finnur málbein, bók um íslensku málhljóđin. Ţessi bók er allt í senn, barnabók, kennslubók og frćđirit. Nauđsynleg barninu en ekki síđur öllum foreldrum sama hafa sérstakan áhuga á málţroska barnanna og vitaskuld skyldulesefni kennara. Sjálfur legg ég ekki í ađ lesa hér mikiđ af ótta viđ ađ tapa dýrmćtum sérkennum í málhljóđum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 8.11.2009 kl. 15:41 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
4.11.2009 | 21:10
Metsöluslisti Sunnlenska bókakaffisins frá 28.10 – 3.11 2009
Viđ munum birta lista yfir mest seldu bćkurnar í búđinni hjá okkur fram ađ jólum. Listinn mun birtast einu sinni í viku. Hann verđur birtur fyrst í Sunnlenska fréttablađinu og síđan hér á blogginu hjá okkur.
Metsöluslisti Sunnlenska bókakaffisins frá 28.10 3.11 2009
1. Svo skal dansa - höf. Bjarna Harđarson útg. Veröld
2. Ef vćri ég söngvari - Ragnheidur Gestdóttir valdi og myndskreytti útg. Mál og menning
3. Matur og drykkur höf. Helgu Sigurđardóttur útg. Opna
4. Orrustan um Spán höf. Antony Beevor útg. Hólar
5. Milli trjánna höf. Gyrdi Elíasson -útg. Uppheimar
6. Enn er morgunn höf. Bödvar Gudmundsson útg. Uppheimar
7. Aftur til Pompei höf. Kim M. Kimselius útg. Urđur
8. Hetjur höf. Kristín Steinsdóttir útg. Forlagiđ
9. Í Kvosinni Flosi Ólafsson útg. Skrudda
10. Bangsímon höf. A.A. Milne útg. Edda
1.11.2009 | 12:16
Frábćr allegoría og mögnuđ stríđsárabók (Bókablogg IV)
Ţađ er međ nokkru hiki ađ ég held áfram ađ blogga um bćkur. Rétt eftir ađ ég skrifađi frekar lofsamlega um Falska nótu Ragnars Jónassonar í vikunni sátu ţau í sjónvarpinu Kolla og Páll Baldvin og rökkuđu sömu bók niđur af slíkum ofsa ađ annađ eins hefur líklega ekki sést síđan Arnaldur gaf út sína fyrstu bók. Ađ vísu ekki leiđum ađ líkjast fyrir sakamálahöfund og vonandi ađ hinn ungi höfundur láti ekki slá sig útaf laginu. Sjálfur sá ég ekki Kiljuţáttinn fyrr en daginn eftir og var ţví fráleitt ađ skrifast á viđ ţáttakorn ţetta.
Ungir rithöfundar eru vitaskuld ţađ mikilvćgasta og ţessvegna er rétt ađ fagna ţví hvađ viđ eigum ţar marga efnilega. Einn ţessara er Óttar Norđfjörđ sem sýndi góđa byrjunartakta í Hníf Abrahams án ţess ađ ţar vćri nein snilld á ferđinni. Nú sendir Óttar frá sér bókina Paradísarborg sem er snilldarleg allegóría um íslenskt samfélag og íslenska hruniđ en um leiđ svo margt annađ.
Bókarhöfundur spilar hér á svipađar nótur og ţeir meistararnir Brecht í Brennuvörgunum og Ionesco í Nashyrningunum. Ég fć mig ekki til ađ segja of mikiđ frá söguţrćđinum, ţađ er ljótt gagnvart ţeim sem eiga eftir ađ lesa en lýsingar á kassalaga stjórnmálamönnum međ hrokafulla sérfrćđinga sér viđ hliđ ađ réttlćta hrun og eyđileggingu hitta í mark. Sefjunin, lygin, örvćntingin og okkar eilífa undanlátssemi.
Ţriđji ungi höfundurinn sem hér verđur nefndur er Sindri Freysson (hann er enn undir fertugu, Óttar er held ég varla ţrítugur og Ragnar rétt kominn á fertugsaldur). Sindri sendir frá sér seiđmagnađa sögulega skáldsögu, Dóttir mćđra minna, sem er af örlögum nokkurra ísfirskra kvenna á stríđsárunum. Mig skortir heimildir um ţađ ađ hve miklu leyti saga Sindra er sannsöguleg en hún er fyrst og fremst mögnuđ lýsing á fólki, barattu ţess og örlögum. Hnausţykkur dođrantur og hverrar blađsíđu virđi.
(Eftir ţennan lestur kunna einhverjir ađ spyrja hvort ég telji einfaldlega allar bćkur góđar, en ţađ er fráleitt svo og meirihluta ţeirra bóka sem ég byrja á legg ég frá mér hálflesnar. En ég er bóksali og kýs hér ađ fara ţá leiđ ađ blogga síđur um bćkur sem mér líkar afleitlega viđ)
Stjórnmál og samfélag | Breytt 3.11.2009 kl. 19:21 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (10)
Nýjustu fćrslur
- Vinsćlast; ljóđ, húmor og lífstílsbćkur
- Sumarlesningin mín
- Vinsćlustu bćkurnar
- Einstaklega vel heppnađ útgáfuhóf
- Netbókabúđin netbokabud.is
- Mensalder á metsölulista
- 50% afsláttur á gömlum bókum
- Kanill í fyrsta sćti hjá Eymundsson
- Kanill verđlaunađur
- Kanill rýkur út!
- Opiđ alla daga!
- Viđtal viđ Sigríđi Jónsdóttur
- Söluhćstu bćkur ársins 2011
- Haustannáll (kvenkyns)bóksalans
- Topp 10! Frá 14. des. - 20. des
Fćrsluflokkar
Eldri fćrslur
- Desember 2013
- Ágúst 2013
- Desember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Maí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
Bćkurnar
- Góđa ferđ - handbók um útivist
- Hvítir hrafnar verđ 28 ţúsund
- SELD: Kvćđi Eggerts frá 1832 á kr. 43 ţúsund
- Austurland I.-VII á 25.000 kr.
- Náttúrufrćđingurinn innbundinn á 60 ţúsund
- Selt: Frumútgáfa á Svörtum fjöđrum Davíđs fyrir 24 ţúsund
- Seld: Eftirmćli 18. aldar á 110 ţúsund
- Sending abroad
- Sigurđar saga fóts
- Kvennafrćđari Elínar Briem
- [ Fleiri fastar síđur ]