Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009

Unglingabækur og æviminningar á upplestrarkvöldi

Fimmtudaginn 3. desember kl. 20:30, mun verðlaunahöfundurinn Guðmundur Brynjólfsson lesa úr bók sinni Þvílík vika. Hin 16 ára Harpa Dís Hákonardóttir les úr sinni fyrstu bók sem nefnist Galdrasteinninn. Anna Ó. Björnsson les úr æviminningum Elfu Gísla og Finnbogi Hermannsson lýkur svo upplestrinum á því að lesa úr bóknni Í fótspor afa míns. Seldar verða kaffiveitingar og bækur höfundanna sem lesa eru á góðum afslætti þetta kvöld. Aðgangur er ókeypis, en upplestrarkvöldin eru styrkt af Menningarráði Suðurlands.

Hvalreki í sunnlenskri þjóðfræði

Vökulok
Höfundur: Guðjón Ólafsson
Útgefandi: Sögufélag Árnesinga
168 bls., kilja. Útgefin á Selfossi 2009

Sögufélag Árnesinga hefur gefið út ritið Vökulok eftir Guðjón Ólafsson sem kenndur var við Hólmsbæ á Eyrarbakka. Rit þetta hefur legið í handriti í liðlega 100 ár þegar það nú kemur fyrir almenningssjónir og mun fátítt að jafn merk og efnismikil handrit liggi þannig flestum falin án þess að minnsti urmull þeirra fari inn í sagnir annarra.

Meira

 


Mynd af heillandi menningarelítu

Bók Jóns Karls Helgasonar, Mynd af Ragnari í Smára 171er óvanaleg bók og vel gerð. Að ytra formi er um að ræða samveru með þessum merka menningarfrömuði og smjörlíkisframleiðanda í fáeina daga en um leið nærfærin og sannfærandi lýsing á þessum mikla Eyrbekkingi. Að vísu eru þetta ekkert venjulegir dagar heldur þeir dagar þegar íslenskar bókmenntir rísa hátt, sjálfir nóbildagarnir.

Og við kynnumst fleirum en Ragnari, auðvitað aðalpersónunni Kiljan, Nordal, Silla og Valda, Hallberg, Jóni Stefánssyni, Jóni Helgasyni og fleirum og fleirum. Það er raunar með ólíkindum hversu miklu Jóni Karli text að skrapa upp úr handritum af efni og mannlýsingum en samt erum við ekki föst í þessu venjulega ævisöguformi og það er gott.

En bókin er ekki frekar en aðrar gallalaus og hennar helsti galli er lengdin, stundum hefði mátt stytta og stytta aftur. Kannski segi ég þetta bara af því að það er ekki verið að segja frá Gunnari Gunnarssyni og Þórbergi sem ég hef miklu meira gaman af því að lesa um og þá hefði mér ekki þótt þetta neitt langt heldur frekar of stutt...


Nýr metsölulisti!

Metsöluslisti frá 18.11 – 24.11 2009

1. Svo skal dansa - höf. Bjarna Harðarson – útg. Veröld (2.)

2. Hjartsláttur – höf. Hjálmar Jónsson – útg. Veröld (ný)

3. Harmur englanna- höf. Jón Kalman Stefánsson – útg. Bjartur (ný)

4. Brot í bundnu máli - Bjarni Bjarnason - útg. Sunnlenska bókaútgáfan (ný)

5. Sagnabrot Helga í Hólum - höf. Helgi Ívarsson - útg. Sunnlenska bókaútgáfan (1.)

6. Vökulok - höf. Guðjón Ólafsson - Sögufélag Árnesinga (8.)

7. Sandvíkur - Skrudda - höf. P– útg. Hólar (ný)

8. Milli trjánna – höf. Gyrðir Elíasson – útg. Uppheimar (7.)

9. Góði elskhuginn– höf. Steinunn Sigurðardóttir – útg. Bjartur (ný)

10. Þá verð ég farinn – höf. Hafliði Magnússon – útg. Vestfirska forlagið (ný)


Óþægar bækur og andvökur með Styrmi

Hjá bóksala eru bækur misjafnlega þægilegar. Sumar bara koma í sínum 10 eintökum í hilluna og eru þar og þarf ekki meira um þær að hugsa meðan aðrar eru alltaf uppseldar, hversu oft sem er pantað. Og svo þarf að kíkja í bækurnar og til þess eru langar nætur bóksalans. l-bcfibijejh_936016.jpg

Sumar eru ósköp þægilegar, maður grautar ofan í þeim hér og þar og fer snemma að sofa. Svo eru til þessar sem valda því að maður mætir geyspandi í bókabúðina næsta dag.

Styrmisbókin Umsátrið er af þeirri sortinni. Einstaklega lipurlega skrifuð og eiginlega spennandi eins og besti reifari. En þar með er ekki svo að ég skrifi undir allt í greiningum gamla Moggaritstjórans. Vonandi gefst mér tími til að kryfja þessa bók almennilega á nýju ári en núna get ég með góðri samvisku bent á hana sem vel gerða og fróðlega bók - þó að hún sé langt því frá að vera hlutlaus. 


Dauðinn, ástin og lífsnautnin

solvisidustuDauðinn, ástin, lífsnautnin og leitin að tilganginum eru umfjöllunarefni í nýjustu bók Sölva Björns Sigurðssonar frá Selfossi. Bókin sem heitir Síðustu dagar móður minnar fjallar um ævintýraleg mæðgin sem halda út til Hollands á vit vonar og frelsis þegar móðirin greinist með ólæknandi krabbamein.

Í stað þess að samþykkja aflimanir í veikri von ákveður þessi miðaldra töffari að þrauka meðan stætt er en vill um leið hafa stjórn á atburðarásinni, jafnvel ráða yfir dauðanum. Einkasonurinn, veikgeðja og viðkvæm sál, gerir sitt besta til að styðja móður sína, gera henni síðustu dagana bærilega og tekur jafnvel að sér hjúskaparmiðlun sem skilar árangri á lokametrunum.

Sagan er hröð, fjörmikil og skrifuð af léttleikandi stílsnilld eins og fyrri bækur höfundar.


Metsölulisti frá 11. nóv. - 17. nóv. 2009

Metsöluslisti frá 11.11 – 17.11 2009

1. Sagnabrot Helga í Hólum - höf. Helgi Ívarsson - útg. Sunnlenska bókaútgáfan (1.)
2. Svo skal dansa - höf. Bjarna Harðarson – útg. Veröld (2.)
3. Lubbi finnur málbeinur – höf. Þóra Másd. og Eyrún Ísfold Gíslad. – útg. Mál og menning (6.)
4. Svörtuloft - höf. Arnaldur Indriðason – útg. Mál og menning (3.)
5. Enn er morgunn – höf. Bödvar Gudmundsson – útg. Uppheimar (8.)
6. Snorri – Óskar Gudmundss – útg. JPV (ný)
7. Milli trjánna – höf. Gyrdir Elíasson – útg. Uppheimar (aftur inn)
8. Vökulok – höf. Gudjón Ólafsson – útg. Sögufélag Árnesinga (ný)
9. Kardimommubærinn – Thorbjörn Egner – útg. Mál og menning (ný)
10. Ljómæli – höf. Jón Arason biskup – útg. JPV (ný)


Upplestrarkvöld í Sunnlenska bókakaffinu

Í kvöld, fimmtudaginn 19. nóvember kl. 20:30, munu Gyrðrir Elíasson og Jón Kalman Stefánsson les úr nýútkomnum bókum sínum. Gyrðir les úr nýju smásagnasafni sem ber nafnið Milli trjánna sem og úr nýrri ljóðabók sinni Nokkur orð um kulnun sólar. Jón Kalman les úr bókinni Harmur englanna en sú bók er framhald af bók hans Himnaríki og helvíti. Allar þessar bækur hafa hlotið gífurlega góða dóma. Aðgangur að upplestrinum er ókeypis.

Góði forsetinn og Ólafur Ragnar orðinn séra

Enn eitt jólabókabloggið:

 

forsetabok.jpg

 

 

Gerður Kristný er einn okkar besti barnabókarhöfundur og sendir nú frá sér aðra Bessastaðabókina, að þessu sinni bók um alvöru prinssessu sem heimsækir íslenska forsetann og lendir með honum í ótrúlegum ævintýrum í byggðum og óbyggðum. Við sögu komu bændur og búalið, kóngur og drottning, brúðgumi og brúður hans að ekki sé sleppt fálkaorðunni sem leikur hér stórt hlutverk.

Eins og hin ágæta bók Hallgríms Helgasonar um kossakonuna eru Bessastaðabækur Gerðar Kristnýjar fyrir alla aldurshópa. Aftan á bókinni er merking sem gefur vísbendingu um aldursbilið þar sem stendur inni í rauðum hring 6+. Og plúsinn er þar mikilvægur því sjálfur las ég þessa bók mér til meiri skemmtunar og uppbyggingar en margt í svokölluðum fullorðinsbókum.

 

Eitt af því sem hér vekur athygli er að í frábærum teikningum Halldórs Baldurssonar bera sögupersónurnar yfirleitt ekki svip af neinum þekktum andlitum,- utan einu sinni. Meira að segja forsetinn er svo venjulegur í útliti að hann gæti verið danskur. En þetta eina skipti er þegar sögulegu brúðkaupi í Vatnadal er lokið. Þá birtist presturinn á kirkjutröppunum og er þá enginn annar en Ólafur Ragnar Grímsson!

Hér er brugðið á skemmtilegan leik og sagan öll er full af skilaboðum, kannski ekki endilega hápólitískum enda er það svo leiðinlegt. En skilaboð eins og um samskipti forseta við alþýðuna og þeir sem vilja fara lengst í túlkunum geta velt fyrir sér samskiptum hænsna við lóur í túni Bessastaða. Semsagt tær frásögn og skemmtilegur boðskapur einkennir frásögn Gerðar.

 


Prjónakaffi

Hið sívinsæla Prjónakaffi verður í kvöld kl. 20. Þar mun Ágústa Þóra Jónsdóttir kynna bók sína Hlýjar hendur og Guðbjörg Runólfsdóttir serverar kaffi að vanda. Allir velkomnir.

Næsta síða »

Höfundur

Bókakaffið á Selfossi

NETVERSLUN OKKAR, netbokabud.is - yfir tólf þúsund titlar á frábæru verði

Bókakaffið er kaffihús og bókaverslun að Austurvegi 22 á Selfossi. Við verslum með bæði nýjar og gamlar bækur. Hér birtum umsagnir um bækur og fréttir úr kaffihúsinu og netbúðinni. Við erum líka á fésbókinni. Netfang: bokakaffid@bokakaffid.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband