18.12.2009 | 18:52
Hvað sárnaði Helgu Kress?
Ein besta bók þessara jóla er bók Böðvars Guðmundssonar Enn er morgunn. Þarf engan að undra sem las vesturfarabækur sama höfundar. Bók þessi þolir fyllilega samjöfnuð við þær þó ég haldi ekki að hún standi þeim framar. Hér er sögð mikil örlagasaga af þýskum og íslenskum fjölskyldum, nasismanum, stríðinu, ástinni og missinum. Allt skrifað af snilld sem fáir eiga á fórum sínum.
Svo hefur bókin hlotið óvænta auglýsingu þegar fyrrverandi eiginkona skáldsins, Helga Kress, kaus að draga fram að hér væri stuðst við líf og sorgir foreldra hennar, Brunos Kress og Kristínar Önnu Kress húsmæðrakennara sem var systir Gunnars Thoroddsen forsætisráðherra.
Í gær var ég að af því í bóksalastarfi mínu í gærdag að ég hefði lesið þessa bók og gæti mælt með henni fyrir alla sanna bókaorma. Þá spyr nærstaddur þessarar spurningar,hvað var það sem Helgu Kress sárnaði svona í bókinni?
Nú þekki ég ekki Helgu þessa, ekki einu sinni hitt hana svo ég viti og er rétt málkunnugur Böðvari. En engu að síður er spurningin í alla staði áhugaverð og algerlega opinber eftir að Helga gerði opinskátt að hún væri ósátt við bókina. Og þetta er ekkert einfalt því öll hin meintu ættmenni Helgu í bókinni eru áhugaverðar, heillandi og þar í leynist enginn skúrkur.
Einfaldasta skýringin er að Helga sé ósátt við lýsinguna á sjálfri sér en Helga heitir hér Eva og er einstaklega heillandi eldri valkyrja í nútímanum sem skilgreinir alla kalla sem hún og aðrar kvenpersónur ættarinnar hafa bæði gifst og skilið við með einu orði, - "drullusokkur".
Móðir Evu er líka sérstaklega heillandi persóna, brothætt en samt stór í gerð sinni. En mig grunar að það hvernig höfundur endar sögu þeirrar konu hafi verið afkomendum hennar ákveðin vonbrigði. Það að húsmæðrakennarinn brotni endanlega undan þunga örlaganna er líka allt annað en átti við í skráðu lífshlaupi Kristínar Önnu Kress sem lést á sjúkrahúsi í Reykjavík komin á níræðisaldur.
En kannski er ég bara á villigötum og kannski sárnaði Helgu Kress bara að enn í höndum manns sem hún hafði löngu skilið við og allt er það skiljandlegt.
Hvað um það, þá á rithöfundurinn Böðvar allar þakkir skildar frá okkur hinum fyrir frábæra bók um mikla hamingju og enn meiri harm.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 19.12.2009 kl. 21:37 | Facebook
Nýjustu færslur
- Vinsælast; ljóð, húmor og lífstílsbækur
- Sumarlesningin mín
- Vinsælustu bækurnar
- Einstaklega vel heppnað útgáfuhóf
- Netbókabúðin netbokabud.is
- Mensalder á metsölulista
- 50% afsláttur á gömlum bókum
- Kanill í fyrsta sæti hjá Eymundsson
- Kanill verðlaunaður
- Kanill rýkur út!
- Opið alla daga!
- Viðtal við Sigríði Jónsdóttur
- Söluhæstu bækur ársins 2011
- Haustannáll (kvenkyns)bóksalans
- Topp 10! Frá 14. des. - 20. des
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Desember 2013
- Ágúst 2013
- Desember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Maí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
Bækurnar
- Góða ferð - handbók um útivist
- Hvítir hrafnar verð 28 þúsund
- SELD: Kvæði Eggerts frá 1832 á kr. 43 þúsund
- Austurland I.-VII á 25.000 kr.
- Náttúrufræðingurinn innbundinn á 60 þúsund
- Selt: Frumútgáfa á Svörtum fjöðrum Davíðs fyrir 24 þúsund
- Seld: Eftirmæli 18. aldar á 110 þúsund
- Sending abroad
- Sigurðar saga fóts
- Kvennafræðari Elínar Briem
- [ Fleiri fastar síður ]
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.